Í hnotskurn
Sumarið byrjaði vel! Liverpool lagði Wigan af miklu öryggi í vorsólinni á Anfield Road. Þetta er leikur Liverpool og Wigan Athletic í hnotskurn.
- Þetta var í fjórða sinn sem Liverpool og Wigan leiða saman hesta sína í deildarleik. Liverpool hefur unnið alla leikina og Wigan hefur ekki skorað mark í þeim!
- Að auki hafa liðin tvívegis leikið saman í Deildarbikarnum og Liverpool vann báða þá leiki.
- Sigurinn tryggði Liverpool sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð. Liverpool getur nú ekki lent neðar en í fjórða sæti.
- John Arne Riise lék sinn þrjúhundraðasta leik með Liverpool. Hann hefur skorað 31 mark í þeim leikjum.
- Jose Reina lék sinn eitthundraðasta leik með Liverpool.
- Í þessum eitthundrað leikjum hefur Jose haldið marki hreinu 55 sinnum.
- Þetta var áttundi leikur Liverpool í röð án taps.
- Dirk Kuyt hefur nú skorað þrettán mörk á leiktíðinni.
- Hann er markhæstur leikmanna Liverpool í deildinni með tólf mörk!
- Þetta var góð vika fyrir Dirk því hann varð faðir í annað sinn fyrr í vikunni.
- Chris Kirkland missti af því að leika á sínum gamla heimavelli vegna meiðsla. Á dögunum var úrskurðað að hann leikur ekki meira á þessari leiktíð. Sama sagan þar því miður.
- Emile Heskey var hins vegar mættur á Anfield Road. Hann var búinn að skora í þremur leikjum í röð fyrir þennan leik en gömlu félagarnir hans létu hann ekki komast upp með neitt í þessum leik!
Jákvætt:-) Liverpool byrjaði sumarið með auðveldum sigri sem tryggði sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar á næstu leiktíð. Liðið lék af mikilli yfirvegun og öryggi. Enn einu sinni hélt Jose Reina markinu hreinu. Dirk Kuyt komst á markalista og það var mjög jákvætt. Jermaine Pennant heldur áfram að leika vel. Hann hefur bætt sig mikið
Neikvætt:-( Liverpool hefði getað spilað af meiri krafti og það hefði verið gaman að sjá fleiri mörk því mótspyrnan var ekki mikil. Annars á ekki að vera að kvarta eftir svona góðan sigur.
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Dirk Kuyt. Skoraði tvö góð mörk og hefur þar með skorað 13 mörk á leiktíðinni. Eins og hans er von og vísa þá vann hann eins og skepna.
2. Jermaine Pennant. Hann er í fínu formi og fullur sjálfstrausts. Sending hans á Dirk þegar hann skoraði fyrra markið var stórfín.
3. Alvaro Arbeloa. Hann hefur komið sér vel fyrir á Anfield. Hann átti góðar rispur fram völlinn gegn Wigan.
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin