Pepe var hetjan
Dirk Kuyt segir að frábær markvarsla Pepe Reina sé ástæðan fyrir því að Chelsea eru með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Frábær viðbrögð Reina björguðu marki snemma í fyrri hálfleik þegar Frank Lampard skaut föstu skoti úr vítateig, skotið var svotil beint á Reina en engu að síður þurfti snögg viðbrögð til. Reina hélt svo föstu skoti Didier Drogba á nærstöng í síðari hálfleik auk þess sem hann varði aftur vel frá Lampard undir lok leiksins.
Kyut hafði þetta um liðsfélaga sinn að segja: ,,Pepe spilaði fullkominn leik fyrir okkur. Hann varði nokkrum sinnum mjög vel og sannaði hversu góður markvörður hann er. Hann er gæðaleikmaður og sýndi hvers vegna hann er að spila hjá félagi eins og Liverpool."
Kyut viðurkennir að fyrri hálfleikur hafi verið slakur af hálfu Liverpool en segir að sanngjarnt hefði verið að uppskera meira úr leiknum eftir frammistöðuna í síðari hálfleik.
,,Við áttum skilið að skora miðað við hvernig við spiluðum í seinni hálfleik en það er einn leikur eftir. Við höfum trú á því að við getum snúið þessu við á Anfield."
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum