Klárum verkefnið!
Liverpool er nú komið í annan úrslitaleik sinn um Evrópubikarinn á þremur árum og þann sjöunda í sögu félagsins. Sannarlega frábært afrek! Mikið vill meira og nú vill Dirk Kuyt, sem var einn besti maður vallarins í gærkvöldi, að leikmenn Liverpool klári verkefnið og vinni Evrópubikarinn í Aþenu.
"Liverpool er eitt af stærstu félögunum í evrópskri knattspyrnu og ég gekk til liðs við það til að vinna titla. Þetta er einn af stærstu titlunum sem hægt er að vinna. Það er frábært að þetta hafi gerst á fyrsta árinu mínu hérna. Núna þurfum við bara að vinna bikarinn.
Hávaðinn í áhorfendum þegar vítaspyrnukeppnin fór fram var ótrúlegur. Pepe Reina skilaði sínu fyrir okkur en það gerðu áhorfendur líka. Maður þarf alltaf að hafa svolitla heppni með sér en við verðskulduðum að sigra. Við lékum mjög vel og það eina sem Chelsea reyndi var að senda langar sendingar fram. Við höfðum góða stjórn á leiknum þó svo að Didier Drogba hafi ógnað einu sinni eða tvisvar."
Dirk átti frábæran leik í gærkvöldi. Hann barðist eins og ljón allan tímann. Hann var líka mjög óheppinn að skora ekki mark. Fyrst átti hann skalla í þverslá og svo skoraði hann mark sem var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Hann uppskar þó í vítaspyrnukeppninni þegar hann skoraði úr spyrnunni sem tryggði Liverpool farseðilinn til Aþenu.
"Það var ótrúlegt að ég skyldi ekki vera búinn að skora sigurmarkið. Ég var óheppinn þegar skallinn frá mér fór í þverslá. Ég var svo farinn að fagna markinu sem ég skoraði eftir skotið frá Xabi. Mér fannst ég alls ekki vera rangstæður. Ég var ekki taugaóstyrkur áður en ég tók vítaspyrnuna. Reyndar fann ég ekki fyrir neinni taugaspennu. Þeir voru búnir að misnota tvær vítaspyrnur svo ég varð að taka ábyrgðina á mínar herðar. Ég valdi mér bara horn til að skjóta í og skaut."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!