Boudewijn Zenden á hrós skilið
Það er óhætt að segja að Boudewijn Zenden hafi ekki alltaf átt upp á pallborðið hjá öllum stuðningsmönnum Liverpool. Hann fékk þó uppreisn æru gegn Chelsea.
Það kom mörgum á óvart þegar í ljós kom að hann var í byrjunarliði Liverpool í þessum gríðarlega mikilvæga leik. Hollendingurinn stóð sig hins vegar með sóma gegn gamla liðinu sínu og lék einn besta leik sinn með Liverpool. Hann kórónaði svo góða framgöngu með því að taka fyrstu vítaspyrnuna í vítaspyrnukeppninni og skora af miklu öryggi úr henni. Bolo fékk líka veðskuldað hrós frá Rafael Benítez eftir leikinn.
"Sumt fólk veit ekki hversu mikilvægur Bolo Zenden er fyrir okkur. Hann er mikilvægur því hann leggur virkilega hart að sér og hann býr yfir sérlega góðu hugarfari. Ég ákvað að hann myndi taka fyrstu vítaspyrnuna því við hann var mjög öruggur þegar við æfðum vítaspyrnur í morgun. Robbie Fowler átti að taka fimmtu spyrnuna því hann tók líka mjög góðar vítaspyrnur á æfingunni. En mér fannst rétt að láta Bolo taka fyrstu spyruna því hann er mjög traustur leikmaður."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni