Mark spáir í spilin
Þá er komið að síðasta deildarleiknum á þessari leiktíð. Það verður að segjast eins og er að Liverpool hefur ekki staðið undir væntingum í deildinni. Liðið á kost á þriðja sæti og það þætti víðast gott en hjá Liverpool Football Club gilda önnur viðmið en hjá flestum öðrum knattspyrnufélögum. Liverpool hefur oftast allra liða unnið enska meistaratitilinn eða átján sinnum. Við stuðningsmenn Liverpool gerum kröfu um að liðið okkar berjist um titilinn á hverri einustu leiktíð. Liverpool er búið að vera meðal efstu liða alla leiktíðina. Atlaga liðsins að meistaratitlinum var þó ekki nógu góð. Þegar hallaði að jólum var ljóst að mikið þyrfti til að enski titillinn kæmi heim. Reyndar var útlitið orðið vont strax á haustdögum. Sigur á morgun gulltryggir þriðja sæti deildarinnar. Betur má ef duga skal.
Tvær goðsagnir kveðja Anfield Road. Robbie Fowler spilar í síðasta sinn fyrir fram The Kop. Að minnsta kosti í búningi Liverpool. Það sama gildir um Jerzy Dudek ef heilsa hans leyfir. Því miður herma fregnir að meiðsli gætu komið í veg fyrir kveðjuleik Pólverjans. Allt er til reiðu fyrir magnaða kveðjustund í Musterinu. The Kop mun líka kveðja Aþenufarana og víst er að þeir fá góðar kveðjur áður en þeir halda í ferðalagið til Aþenu sem vonandi fær góð ferðalok!
Liverpool v Charlton Atheltic
Það verða örugglega gerðar breytingar á liði Liverpool. Ég held samt að sterku liði verði teflt fram svo að liðið geti endað með sigri og þannig fengið gott nesti fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Það verður örugglega fullt af stuðningsmönnum Charlton á Anfield til að kveðja Úrvalsdeildina. Alan Pardew hefur gert góða hluti og liðið gæti fljótlega snúið aftur upp.
Úrskurður: Liverpool:Charlton Atheltic. 2:0.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni