Síðbúið jöfnunarmark tryggði þriðja sætið í deildinni
Síðbúið jöfnunarmark gegn Charlton tryggði Liverpool þriðja sætið í deildinni. Liverpool slapp vel með 2:2 jafntefli gegn gestunum sem voru fallnir úr deildinni þegar leikurinn hófst. Liverpool lék langt frá því vel og leikmenn liðsins virtust vera komnir í anda til Aþenu. Guð kvaddi Musterið þar sem hann hefur leikið listir sínar og dýrkendur hans þökkuðu honum fyrir minningarnar.
Robbie Fowler leiddi Liverpool til leiks sem fyrirliði í síðasta leik sínum, sem leikmaður Liverpool, á Anfield Road. Rétt áður en leikurinn var flautaður á sýndu áhorfendur á Anfield Road þakklæti sitt til David Moores fráfarandi stjórnarformanns með myndverki. Rafael tefldi fram sterku liði. Einn nýliði var þó í liðinu. Það var ítalski markvörðurinn Daniele Padelli. Ekki byrjaði ferill hans hjá Liverpool vel því eftir tvær mínútur mátti hann hirða boltann úr netinu. Javier Mascherano átti þá hroðalega þversendingu á miðjum vellinum beint á leikmann Charlton. Gestirnir sneru strax vörn í sókn. Varnarmenn Liverpool voru ekki með á nótunum og sóknin endaði með fyrirgjöf inn á markteig. Þar kom Matt Holland og skoraði af stuttu færi. Liverpool hefði átt að jafna sex mínútum seinna þegar Alvaro Arbeloa náði boltanum af varnarmanni Charlton og komst einn inn á vítateiginn. Hann hafði markið fyrir framan sig og gat lika gefið á Robbie Fowler. Niðurstaðan var hörmulegt skot sem fór framhjá. Leikmaður Liverpool hefur líklega ekki fengið betra færi á leiktíðinni. Á 18. mínútu átti Alvaro skot langt yfir úr goðu færi. Tíu mínútum seinna fékk Liverpool aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Boltinn var sendur stutt á Steven Gerrard en skot hans fór rétt yfir. Rétt á eftir fékk Charlton dauðafæri til auka forystuna. Vörn Liverpool var illa á verði eins og svo oft í leiknum. Boltinn barst til Alexandre Song sem var í dauðafæri fyrir framan mark Liverpool. Steve Finnan náði einhvern vegin að bjarga skoti hans á marklínu. Hinu megin átti Dirk Kuty fast skot sem Darren Randolph varði í horn. Á síðustu mínútu hálfleiksins sendi Steven á Robbie sem slapp inn á teig. Skot hans fór því miður í hliðarnetið.
Í hálfleikshléinu komu Unglingabikarmeistarar Liverpool fram á völlinn og sýndu áhorfendum Unglingabikarinn við mikinn fögnuð áhorfenda. Leikmenn Liverpool voru enn sofandalegir í byrjun síðari hálfleiks. Strax í upphafi hálfleiksins fékk Kínverjinn Zhi Zheng dauðafæri. Hann slapp inn á vítateiginn en skaut framhjá úr upplögðu færi. Um tíu mínútum seinna skallaði hann svo framhjá úr upplögðu færi eftir fyrirgjöf frá hægri. Harry Kewell skipti við Bolo Zenden mínútu áður og hann færði kraft í sóknarleik Liverpool. Á 62. mínútu sendi hann góða sendingu fyrir frá vinstri. Dirk tók við fyrirgjöfinni við fjærstöng og skallaði út í teiginn. Þar kom Xabi Alonso og skoraði úr miðjum teignum. Frábær innkoma hjá Xabi sem var bara búinn að vera inni á vellinum í rétt rúma mínútu. Nú átti maður von á að Liverpool myndi vinna leikinn og gestirnir slupppu vel rétt á eftir þegar Harry átti bylmingsskot sem hafnaði í þverslá. Gestirnir gáfu sig þó ekki og á 68. mínútu átti Alexandre Song skot utan teigs sem hafnaði í innanverði stönginni. Tveimur mínútum einna slapp Robbie Fowler einn upp að marki Charlton. Allt leit út fyrir mark en Luke Young náði að bjarga á síðustu stundu. Enn liðu tvær mínútur og þá lá boltinn í marki Liverpool. Ben Thatcher átti þá skot utan teigs. Daniele náði að verja með öðrum fæti sínum. Boltinn hrökk út í teig og þar kom Darren Bent og skoraði með nákvæmu skoti úr þröngu færi. Útlitið var nú ekki gott í rigningunni. Harry Kewell átti gott skot sem var vel varið. Liverpool sótti mjög síðustu tíu mínúturnar. Robbie fékk gott færi sex mínútum fyrir leikslok en hann náði ekki að stýra boltanum í markið úr góðu færi. Tveimur mínútum fyrir leikslok var Robbie skipt af leikvelli. Hver einasti maður á Anfield Road stóð upp og klappaði fyrir meistaranum. Allt leit út fyrir tap þegar komið var fram á síðustu mínútu. Liverpool sótti og Xabi Alonso átti fast langskot sem var vel varið í horn. Hornspyrnan var frá hægri. Boltinn kom fyrir markið og þar stökk Madjid Bougherra hátt í loft upp og sló boltann með hendi. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu og nú þótti mörgum súrt í broti af Robbie skyldi vera farinn af leikvelli. Harry Kewell tók vítaspyrnuna og skoraði með föstu skoti neðst í vinstra hornið. Markvörður Charlton var nærri því að verja. Hann snerti boltann en boltinn fór af hendi hans í stöng og inn. Þetta mark færði Liverpool jafntefli 2:2 og um leið þriðja sætið í deildinni. Arsenal fékk jafn mörg stig en markahlutfall Liverpool var betra. Liverpool lék ekki vel og leikmenn liðsins verða að spila miklu betur í Aþenu ef vel á fara!
Eftir leikinn gengu leikmenn Liverpool heiðurshring eins og jafnan eftir síðasta heimaleik leiktíðarinnar. Þetta er hefð þar sem leikmenn þakka stuðningsmönnum sínum fyrir stuðninginn á leiktíðinni. Að þessu sinni voru það þó stuðningsmenn Liverpool sem færðu Robbie Fowler þakkir. Goðsögnin gekk um grasið á Anfield í síðasta sinn. Hann hefur þó vonandi ekki sagt sitt síðasta orð fyrir Liverpool!
Liverpool: Padelli, Finnan, Carragher, Agger, Arbeloa (Alonso 61. mín.), Gerrard, Mascherano, Zenden (Kewell 57. mín.), Riise, Kuyt og Fowler (Crouch 88. mín.). Ónotaðir varamenn: Martin og Hyypia.
Mörk Liverpool: Xabi Alonso (62. mín.) og Harry Kewell, víti, (90. mín.).
Charlton Athletic: Randolph, Young, Bougherra, Hreidarsson, Thatcher, Ambrose (Hughes 52. mín.), Holland, Song Billong, Zheng (M. Bent 90. mín.), Sam (Hasselbaink 82. mín.) og D. Bent. Ónotaðir varamenn: Elliot og Fortune.
Mörk Charlton: Matt Holland (2. mín.) og Darren Bent (72. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 43.134.
Maður leiksins: Harry Kewell. Ástralinn kom inn sem varamaður og færði mikið líf í leik Liverpool. Hann átti þátt í fyrra marki Liverpool og skoraði svo úr vítaspyrnu á síðustu mínútu leiksins. Hann átti líka fallegt skot í þverslá og markvörður Charlton varði vel frá honum. Mögnuð innkoma hjá Harry.
Rafael Benítez sagði daginn hafa snúist um Robbie Fowler. "Við lékum ekki vel og gerðum alltof mikið af mistökum í varnarleiknum en þessi dagur snerist fyrst og fremst um Robbie Fowler og það var frábært að sjá stuðningsmennina fagna honum svona vel. Það hefði verið frábært ef Robbie skorað fyrir framan The Kop og það var synd að við skyldum hafa fengið vítaspyrnuna rétt eftir að hann var farinn útaf. Ég vildi að Robbie yrði klappað lof í lófa frá stuðningsmönnunum. Það var þess vegna sem ég tók hann útaf en það var synd að hann skyldi hafa verið farinn af velli."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni