Get ekki trúað þessu!
Goðsögnin Robbie Fowler sat upp í áhorfendapöllum á Ataturk leikvanginum í Istanbúl árið 2005 þegar Liverpool lyfti fimmta Meistaradeildarbikarnum sínum eftir frækinn sigur á AC Milan. Örlögin hafa hagað því þannig að þessi lið mætast einmitt líka aftur í úrslitum næst komandi miðvikudag.
Á þeim tíma var Robbie Fowler á mála hjá Manchester City og hann hefði hlegið sig máttlausan ef honum hefði verið sagt að tveimur árum seinna ætti hann möguleika á að leika í úrslitaleik um Evrópubikarinn.
"Ég var í fríi á Portúgal og hitti Steve McManaman þar. Við vorum samferða til Tyrklands þar sem við hittum Steve Harkness. Þegar ég sat og fylgdist með leiknum frá sjónarhorni áhorfanda þá man ég að ég hugsaði með mér hvernig það væri að taka þátt í slíkum leik fyrir hönd Liverpool. Mig hefði aldrei órað fyrir þessu. Hver veit ég gæti líka setið upp í stúku í þetta skipti. En bara það að eiga möguleika á að geta tekið þátt í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Liverpool er hreint út sagt óraunveruleg tilhugsun."
Væri það ekki magnað að sjá Robbie Fowler hampa Evrópubikarnum í Aþenu? Þar hafa margir goðsagnakenndar persónur farið um. Robbie uppfyllir öll skilyrði!
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna