Heppnismark kom Milan á bragðið
Hollendingurinn Dirk Kuyt skoraði eina mark Liverpool í úrslitaleiknum gegn AC Milan í gærkvöldi. Dirk vildi meina að heppnin hafi fylgt AC Milan þegar liðið náði forystu í leiknum. Lukkudísirnar voru hins vegar ekki með Liverpool þrátt fyrir góðar tilraunir.
"Við vorum með yfirhöndina í fyrri hálfleik. Við höfðum fengið nokkur þokkaleg færi en maður þarf að hafa heppnina með sér til að skora. Þeir voru virkilega heppnir að skora, þegar mínúta var eftir af hálfleiknum, þegar einn leikmaður þeirra breytti stefnu boltans inni í vítateignum. Við reyndum okkar besta í 90 mínútur en því miður þá dugði það ekki til.
Dirk Kuyt var geysilega duglegur í leiknum og stóð fyllilega fyrir sínu. Hann minnkaði muninn í 2:1 þegar ein mínúta var eftir af leiknum. Dirk skallaði þá í mark eftir að Daniel Agger skallaði boltann inn á teig eftir hornspyrnu frá Jermaine Pennant. Markið, sem var fjórtánda mark Hollendingsins á leiktíðinni, kom því miður of seint til að bjarga Liverpool frá sáru tapi.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna