Paul Anderson

Fæðingardagur:
23. júlí 1988
Fæðingarstaður:
Leicester, Englandi
Fyrri félög:
Hull City
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
01. janúar 2006
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Duglegur og snöggur kantmaður sem kom í skiptum fyrir John Welsh frá Hull. Anderson stóð sig vel á fyrsta tímabili sínu í varaliði Liverpool og var jafnvel talað um að hann myndi leika nokkra leiki 2006/7 tímabilið en svo var nú ekki.

Leiktíðina 2007-2008 var hann á láni hjá Swansea í fyrstu deild Englands og skoraði hann sjö mörk fyrir liðið og átti stóran þátt í að koma þeim upp í næst efstu deild.

Hann var svo lánaður til Nottingham Forest á síðustu leiktíð, 2008-2009. Þar lék hann 28 leiki og skoraði tvö mörk, en hann varð fyrir því óláni að meiðast illa í janúar mánuði 2009 þegar hann braut á sér handlegginn og datt úr lið á úlnlið.

Frammistaða hans hjá Nottingham var svo góð að félagið ákvað að gera Liverpool tilboð sem var tekið, kaupverðið er talið vera fjórðungur af milljón pundum sem getur ekki talist mikið fé.

Hann segist ætla að stefna aftur á Anfield: "Það vilja allir leika í Úrvalsdeildinni og spila með þeim bestu og ég hef þá trú að þetta félag geti það. Ég myndi svo gjarnan vilja snúa aftur á Anfield og sýna mönnum þar af hverju þeir misstu."

Hvort hann snúi aftur til Liverpool á komandi árum verður aðeins tíminn að leiða í ljós en það leikur enginn vafi á að hæfileikarnir eru til staðar og nú er bara að sjá hvernig honum tekst að þróast hjá Nottingham Forest.

Tölfræðin fyrir Paul Anderson

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2005/2006 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
2006/2007 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0

Fréttir, greinar og annað um Paul Anderson

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil