Georginio Wijnaldum

Fæðingardagur:
11. nóvember 1990
Fæðingarstaður:
Rotterdam
Fyrri félög:
Rotterdam, Feyenoord, PSV, Newcastle
Kaupverð:
£ 25000000
Byrjaði / keyptur:
22. júlí 2016

Hollendingurinn Georginio Wijnaldum kom til félagsins frá Newcastle United í júlí 2016.

Stuðningsmenn Liverpool þekkja hann ágætlega frá síðasta tímabili er hann skoraði seinna mark Newcastle í 2-0 sigri þeirra á St. James Park þar sem hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Mignolet í markinu í uppbótartíma.  Þetta var eitt af ellefu mörkum hans fyrir Newcastle á tímabilinu en hann kom til félagsins frá PSV Eindhoven sumarið 2015.  Sjö vikum áður en hann mætti Liverpool skoraði hann fjögur mörk í sigurleik Newcastle á Norwich og er hann því í hópi með Robbie Fowler, Michael Owen og Luis Suarez sem allir hafa skorað fjögur mörk gegn Newcastle á ferli sínum.

Hann er fæddur í Rotterdam og hóf ferilinn með Rotterdam þar sem hann er fæddur og uppalinn og varð hann yngsti leikmaðurinn til að skora í hollensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði gegn Heracles í desember 2007 aðeins 21 degi eftir að hann varð 17 ára.  Markið kom aðeins átta mánuðum eftir að hann kom inná sem varamaður gegn Groningen en þá varð hann yngsti leikmaður Rotterdam í sögu félagsins í deildarleik.

Hann var svo seldur til Feyenoord sem einnig eru frá Rotterdam og spilaði þar í fjögur ár, sumarið 2011 var hann svo seldur til PSV Eindhoven.  Hann hefur spilað fyrir U17, U19 og U21 árs lið Hollendinga og skömmu eftir söluna til PSV var hann kallaður upp í aðallið Hollendinga.

Hann sló heldur betur í gegn hjá PSV og varð fyrirliði þeirra tímabilið 2013-14.  Hann átti þó við bakmeiðsli að stríða mestallt það tímabil en sneri sterkur til baka og leiddi liðið til hollenska meistaratitilsins tímabilið 2014-15.  Hann skoraði 14 mörk og átti fjórar stoðsendingar á tímabilinu og var valinn besti leikmaður deildarinnar eftir tímabilið.  Bættist hann þar með í hóp fyrrum leikmanna Liverpool sem hafa hlotið þá nafnbót, Jari Litmanen og Dirk Kuyt.  Einnig hafa fleiri góðir leikmenn hlotið þennan titil í gegnum tíðina, t.d. Romario og Marco Van Basten.

Hann var svo seldur til Newcastle þá um sumarið en með félaginu náði hann sér ekki mikið á strik frekar en aðrir leikmenn og liðið féll vorið 2015.  Hann skoraði þó eins og áður sagði 11 mörk og spilaði alla leiki liðsins í deildinni.

Tölfræðin fyrir Georginio Wijnaldum

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2016/2017 36 - 6 1 - 0 5 - 0 0 - 0 0 - 0 42 - 6
2017/2018 33 - 1 2 - 0 1 - 0 14 - 1 0 - 0 50 - 2
2018/2019 35 - 3 0 - 0 0 - 0 12 - 2 0 - 0 47 - 5
2019/2020 37 - 4 0 - 0 0 - 0 8 - 2 2 - 0 47 - 6
2020/2021 38 - 2 2 - 1 1 - 0 9 - 0 1 - 0 51 - 3
Samtals 179 - 16 5 - 1 7 - 0 43 - 5 3 - 0 237 - 22

Fréttir, greinar og annað um Georginio Wijnaldum

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil