Salif Diao

Fæðingardagur:
10. febrúar 1977
Fæðingarstaður:
Kedougou Taille, Senegal.
Fyrri félög:
Epinal, Mónakó, Sedan
Kaupverð:
£ 4700000
Byrjaði / keyptur:
06. ágúst 2002
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Salif Diao fæddist í afskekktum eyðimerkurbæ í suðausturhluta Senegal og stundaði knatsspyrnuiðkun í akamedíu Mónakó í Dakar í Senegal. Hann fluttist til Mónakó þegar hann var 15 ára gamall og var í upphafi lánaður til 2. deildarliðsins Epinal þar sem hann lék í eitt ár. Diao var þrjú tímabil í aðalliði Mónakó og hjálpaði þeim við að vinna fyrstu deildartitilinn árið 2000 en átti í erfiðleikum með að tryggja sér fast sæti í liðinu. Hann fór til Sedan fyrir tímabilið 2000-01. Markheppnin fylgdi þessum varnartengilið varla eftir í frönsku deildinni. Hann skoraði ekki eitt einasta mark í 77 deildarleikjum en hann er þekktur fyrir að skora glæsileg mörk á mikilvægum augnablikum fyrir landsliðið.

Nú er eyðimerkurljónið komið til Bítlaborgarinnar og lýsa þessi ummæli hans karakter hans nokkuð vel: "Liðsheildin er það eina sem skiptir máli og að ég geti sagt við sjálfan mig í leikslok:´Ungi maður, þú lagðir þitt að mörkum´."

Diao er afbragðs tæklari en eitthvað er leikskilningnum ábótavant og óvíst um framtíð hans hjá Liverpool.

Tölfræðin fyrir Salif Diao

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2002/2003 26 - 1 2 - 0 4 - 0 8 - 1 0 - 0 40 - 2
2003/2004 3 - 0 0 - 0 1 - 0 3 - 0 0 - 0 7 - 0
2004/2005 8 - 0 0 - 0 3 - 1 3 - 0 0 - 0 14 - 1
Samtals 37 - 1 2 - 0 8 - 1 14 - 1 0 - 0 61 - 3

Fréttir, greinar og annað um Salif Diao

Fréttir

Skoða önnur tímabil