Rafael ánægður með David Ngog
Frakkinn ungi David Ngog hefur komið sterkur inn í þeim þremur leikjum sem hann er búinn að spila með Liverpool á undirbúningstímabilinu.
David hefur skorað tvö mörk í síðustu tveimur leikjum. Fyrra markið gegn Rangers var frábærlega afgreitt og hann skoraði svo laglega aftur í Noregi í gærkvöldi. Rafael Benítez er mjög ánægður með framgöngu Frakkans sem fáir vissu af áður en hann var keyptur frá Paris SG um daginn.
"David Ngog er ungur leikmaður en við vissum, þegar við keyptum hann, að hann kann margt fyrir sér og hann er ekki síður efnilegur. Það getur stundum verið erfitt fyrir unga leikmenn að fara til nýs félags en hann er búinn að standa sig vel og mörkin tvö eiga eftir að gefa honum mikið sjálfstraust. Núna skiptir mestu fyrir hann að halda áfram að leggja hart að sér og reyna að bæta sig. Hann þarf að bæta sig og ég held að hann muni gera það. Það er jákvætt að hann skuli hafa skorað en hreyfingar hans á vellinum eru ekki síður mikilvægar því þær sýna að hann hefur leikskilning og hann var ein aðalástæaðn fyrir því að við keyptum hann til Liverpool."
Hér á myndinni sést David skora gegn Vålerenga í gærkvöldi.
-
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur!