Kuyt hefur trú á Torres
Liverpool lagði lið Sunderland síðastliðinn laugardag í miklum baráttu leik og það var markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili, Fernando Torres, sem hélt uppteknum hætti frá því í fyrra og skoraði sigurmarkið með gullfallegu skoti fyrir utan teig.
Samherji hans Dirk Kuyt, sparaði ekki lofsyrðin í viðtali eftir leikinn.
"Getur hann komið titlinum til Liverpool eins og Ronaldo gerði á síðasta tímabili? Af hverju ekki? Þeir eru augljóslega öðruvísi leikmenn, Ronaldo kemur inn frá kantinum en Fernando er alvöru framherji sem hefur allt til að bera til að geta verið besti leikmaðurinn á tímabilinu.
Það var ekkert í gangi þegar hann fékk boltann og hann skorar þó nokkur slík mörk. Hann reynir alltaf að finna markið og um leið og hann fær tækifæri til þess að skjóta þá gerir hann það og skorar yfirleitt."
Einnig talaði hann um hversu góður leikmaður og persóna Fernando er. Samkvæmt því þá er Fernando bara venjulegur strákur utan vallar en það gerist eitthvað alveg einstakt þegar hann er kominn í takkaskóna.
"Hann er stórstjarna núna en hann er ekki bara frábær framherji heldur er hann einnig frábær persóna, hann er alveg eins á vellinum, búningsklefanum og utan vallarins. Þegar hann er utan vallar þá er hann bara venjulegur strákur, bara einn okkar, en inná vellinum þá er hann öðruvísi. Hann er eitthvað alveg einstakt.
Samstarfið milli hans og Robbie Keane er að verða betra og ef það eru tveir góðir leikmenn eins og þeir tveir þá þarf þetta ekki að taka langan tíma því þeir munu venjast hvor öðrum. Þetta er bara spurning um að þeir læri inn á hvorn annan og ég er viss um að samstarf þeirra muni fara batnandi."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!