| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Ngog fór að ráðum frænda síns
Fyrrum leikmaður Newcastle United, Jean Alain Boumsong, er frændi David Ngog, framherjans efnilega sem gekk til liðs við Liverpool í sumar frá PSG í Frakklandi. Ngog barðist um tækifæri í aðalliði PSG og hefur hann nú þegar átt nokkrar góðar frammistöður hjá Liverpool eftir að hafa komið inná sem varamaður.
Það var frændi hans, Boumsong, sem að hvatti hann til að grípa tækifærið sem honum bauðst þegar Liverpool ákváðu að bjóða honum samning.
"Þegar hann talaði við mig um Liverpool þá vildi ég fyrst vita hvort hann hafði talað við Rafa Benítez og hvort að hann vildi að hann kæmi. Þá sagði ég honum að Benítez er frábær þjálfari. Þegar hann hefur efnilega leikmenn þá gefur hann þeim tækifæri og ef þeir leggja hart að sér þá fá þér tækifærið.
Mér finnst Enska Úrvalsdeildin vera sú erfiðasta, en David fer eiginlega út í óvissuna og það mun hjálpa honum. Hann mun þurfa að setja meiri kraft í leik sinn. Hann er ungur ennþá og þarf enn að styrkja sig á nokkrum sviðum. Þegar hann sér Steven Gerrard henda sér í tæklingar og Jamie Carragher leiðbeina honum á æfingum, þá mun hann fljótlega ranka við sér." sagði Boumsong.
Ngog er ekki í leikmannahópi Liverpool sem ferðaðist til Frakklands til að mæta Marseille í kvöld og ekki heldur Damien Plessis, en þeir eru báðir franskir og eflaust hefði þetta verið þeim afar eftirminnilegt, hefðu þeir fengið tækifæri á að spila í heimalandi sínu.
Það var frændi hans, Boumsong, sem að hvatti hann til að grípa tækifærið sem honum bauðst þegar Liverpool ákváðu að bjóða honum samning.
"Þegar hann talaði við mig um Liverpool þá vildi ég fyrst vita hvort hann hafði talað við Rafa Benítez og hvort að hann vildi að hann kæmi. Þá sagði ég honum að Benítez er frábær þjálfari. Þegar hann hefur efnilega leikmenn þá gefur hann þeim tækifæri og ef þeir leggja hart að sér þá fá þér tækifærið.
Mér finnst Enska Úrvalsdeildin vera sú erfiðasta, en David fer eiginlega út í óvissuna og það mun hjálpa honum. Hann mun þurfa að setja meiri kraft í leik sinn. Hann er ungur ennþá og þarf enn að styrkja sig á nokkrum sviðum. Þegar hann sér Steven Gerrard henda sér í tæklingar og Jamie Carragher leiðbeina honum á æfingum, þá mun hann fljótlega ranka við sér." sagði Boumsong.
Ngog er ekki í leikmannahópi Liverpool sem ferðaðist til Frakklands til að mæta Marseille í kvöld og ekki heldur Damien Plessis, en þeir eru báðir franskir og eflaust hefði þetta verið þeim afar eftirminnilegt, hefðu þeir fengið tækifæri á að spila í heimalandi sínu.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan