Vináttan gleymist um stund
Brasilíski miðjumaðurinn Lucas segir að vináttan sé ekki í huga sér þegar brasilískir leikmenn Liverpool og Manchester City mætast í Úrvalsdeildinni í dag.
Lucas og Fabio Aurelio eru góðir vinir landa sinna hjá City, sem og annara Brasilíumanna sem spila í ensku Úrvalsdeildinni.
Lucas sagði: ,,Úti á vellinum vil ég vinna þá alla, en það má segja að það sé að myndast brasilísk nýlenda á Englandi. Einu sinni eða tvisvar í viku, þegar við getum, hittumst við allir einhversstaðar, sitjum saman og spjöllum um pólitíkina í Brasilíu, íþróttir, lífið eða bara hvað sem er á portúgölsku."
,,Við erum með tvíburana og Anderson hjá United, allir strákarnir hjá Man City - Jo, Robinho, Elano og Glauber Berti. Svo er Geovanni hjá Hull þannig að hann er líka nálægt okkur Aurelio. Það er gaman að hittast utan vallar og fá sér kaffi, borða góðan mat og svoleiðis."
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum