Engin uppgjöf
Dirk Kuyt skoraði sigurmark Liverpool á lokamínútunni gegn Manchester City á sunnudaginn. Liverpool var tveimur mörkum undir í hálfleik en Dirk segir enga uppgjöf hafa verið hjá leikmönnunum.
"Okkar fannst í leikhléinu að við gætum komist aftur inn í leikinn með því að skora eitt mark. Við náðum að gera það og þá vorum við komnir inn í leikinn. Mér fannst við svo verðskulda sigurinn. Allir leikmennirnir og líka varamennirnir lögðu mjög hart að sér. Úrslitin sýndu að hversu góður leikmannahópuinn er hérna."
Nú er landsleikjahlé og Dirk telur að það hafi verið mjög mikilvægt að vinna á sunnudaginn vegna þess að hlé var í uppsiglingu.
"Við reynum að láta að okkur kveða Í öllum leikjum. Við stefnum að því að vinna hvern einasta leik og reyna að vera við toppinn þegar leiktíðinni lýkur. Það var nauðsynlegt að halda í við Chelsea áður en landsleikjahléið hæfist. Nú getum við farið í það í góðu skapi. Það er eitt landsleikjahlé að baki og eftir það unnum við Manchester United svo ekki kom það að sök. Við höldum okkar striki og sjáum til hvernig gengur gegn Wigan í næsta leik."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna