Okkar bikarúrslitaleikur
Neil Mellor, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi leikmaður Preston North End hlakkar mikið til leiksins á morgun í FA Bikarnum. Mellor segir að leikmenn Preston líti á þetta sem úrslitaleik.
Uppselt er á leikinn og mun það vera í fyrsta sinn á leiktíðinni sem uppselt er á Deepdale leikvanginn.
,,Það verður mesti mannfjöldi á Deepdale í nokkur ár og öllum hlakkar mikið til," sagði Mellor í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins.
,,Þetta er spennandi fyrir leikmennina og stuðningsmennina. Þetta er stærsti leikur félagsins í 20 ár og það sýnir hvað þetta skiptir miklu máli fyrir fólkið í Preston. Þetta er okkar bikarúrslitaleikur."
,,Hér er ein stúka sem heitir Bill Shankly stúkan og sú stúka er öll ætluð stuðningsmönnum Liverpol, það er líka svolítið sérstakt. Þriðja umferð bikarkeppninnar er mér mikilvæg og ég elska þessa keppni. Að spila gegn Liverpool verður skrýtið en líka spennandi. Ég lærði allt sem ég kann hjá Liverpool undir Hughie McAuley og Steve Heighway og náði að spila fyrir aðalliðið og skora fyrir framan Kop stúkuna."
,,Liverpool er mjög sérstakt félag og ég fylgist alltaf með því hvernig þeim gengur. Ég vona innilega að þeir geti unnið deildina á þessu tímabili og ég hef trú á því að þeir geti það."
Svo mikill er áhuginn fyrir leiknum að yfir Mellor flæða nú beiðnir um að ná sér í minnisverða hluti frá leiknum.
Hann bætti við: ,,Fólk hefur verið að biðja mig um miða, treyjuna hans Gerrard's, treyjuna hans Torres eða jafnvel frakkann hans Rafa !"
Preston eru sem stendur í sjöunda sæti fyrstu deildar og er Mellor markahæstur hjá liðinu með 8 mörk á leiktíðinni. Stjóri liðsins er Alan Irvine en hann er fyrrum aðstoðarmaður David Moyes, stjóra Everton. Mellor segist njóta þess að spila undir hans stjórn.
,,Stjórinn nýtur virðingar leikmannana og hann er frábær fyrir okkur," sagði hann. ,,Hann hvetur mann ávallt mikið og gefur manni góð ráð, svo spilum við góðan bolta undir hans stjórn. Æfingarnar hér eru ekki svo ósvipaðar æfingunum hjá Liverpool. Stjórinn vill að við höldum boltanum og við erum nokkuð góðir í því, ég býst því við góðum leik."
,,Liverpool eru auðvitað sigurstranglegri. Þeir eru stórkostlegt lið með heimsklassaleikmenn innanborðs og eru á toppnum í deildinni. En við erum að spila vel um þessar mundir og það er aldrei að vita hvað gerist í bikarnum. Þetta verður því frábært einvígi."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni