David getur orðið góður!
David Ngog skoraði fyrra mark Liverpool gegn Sunderland á þriðjudagskvöldið. Hann lagði svo upp seinna markið í leiknum fyrir Yossi Benayoun þegar Ísraelsmaðurinn innsiglaði 2:0 sigur Liverpool. Þessi franski strákur hefur skorað tvö mörk á þessu keppnistímabili. Rafael Benítez telur að þetta mark geti verið mjög mikilvægt fyrir Frakkann unga.
"Ég var ánægður með David Ngog. Ég sagði honum fyrir leikinn að ég vissi að hann myndi skora. Stundum reynir maður að auka sjálfstraust leikmanna með því að tala við þá og í þetta skiptið sýndi hann hvað í honum býr. Það var gott fyrir hann og liðið að hann skyldi spila í þessum leik og skora sitt fyrsta deildarmark. Það er mikilvægt fyrir sjálfstraust allra leikmenn og ekki síst sóknarmenn að spila vel og skora. Þess vegna held ég að þetta mark geti verið mikilvægt fyrir framtíð hans."
Liverpool keypti David Ngog frá Paris St Germain á síðasta sumri og fáir vissu mikið um hann þegar hann kom frá Frakklandi. Rafael Benítez telur að það búi mikið í David og hefur mikla trú á honum.
"Ég hef alltaf vitað að hann býr fyrir hæfileikum. Hann er ungur leikmaður sem er að spila á sinni fyrstu leiktíð eftir að hann kom frá Frakklandi. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann því það er meiri harka í deildinni hérna. Hann hefur hæfileika og er fljótur. Kannski sjá menn núna að hann gæti átt eftir að eiga góða framtíð hérna. Hann sýndi áhorfendum í leiknum að hann getur gert góða hluti og hann er að læra og bæta sig á hverjum degi. Hann hefur hæfileika til að vera mjög góður leikmaður fyrir okkur. Ef hann heldur áfram að leggja hart að sér og bæta sig, eins og hann hefur verið að gera, þá getur hann átt eftir að leika mikilvægt hlutverk hjá Liverpool."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!