Nú var gaman á Old Trafford!
Versta stund Javier Mascherano hjá Liverpool var þegar hann var rekinn af leikvelli á Old Trafford á síðustu leiktíð. Á laugardaginn var annað uppi á teningnum á sama stað! Javier var reyndar bókaður en hélt ró sinni, skilaði sínu og átti sinn þátt í stórsigri Liverpool. Hann hafði þetta að segja eftir leikinn.
"Mér líður miklu betur en eftir leikinn í fyrra. Ég varð að gleyma því sem gerðist á síðasta ári. Stundum gengur ekki allt eftir eins og ætlað er í knattspyrnunni en ég var viss um það fyrir þennan leik að ég myndi ekki lenda í sömu vandræðunum á Old Trafford í þetta sinn. Ég var ákveðinn í að lenda ekki í vandræðum aftur þar. Í knattspyrnunni verður maður að horfa fram á veginn og velta sér ekki upp úr gömlum vonbrigðum. Ég var bókaður en ég braut ekki illa af mér. Dómarinn sagði mér að ég væri búinn að brjóta fimm eða sex sinnum af mér. Ég var ekki sammála honum í því en sætti mig við ákvörðun hans. Ég einbeitti mér bara að leiknum og því að hjálpa liðsfélögum mínum.
"Liðið spilaði vel og við spiluðum álíka vel og gegn Real Madrid á þriðjudagskvöldið. Svona þurfum við að leika. Þetta er búinn að vera frábær dagur fyrir stuðningsmennina og við erum mjög ánægðir. Við lékum mjög vel á móti Real Madrid og það gaf okkur mikið sjálfstraust fyrir leikinn á Old Trafford. Við skoruðum fjögur mörk bæði á móti Real og United og það er mjög gott. Það var erfitt að lenda undir eftir að hafa fengið vítaspyrnu á okkur en við sýndum mikinn styrk með því að leika mjög vel, snúa leiknum okkur í hag og vinna sigur."
Javier Mascherano hefur ekki alltaf leikið eins vel og hann hann getur á þessari leiktíð og einhverjir settu fram þá kenningu að Olympíuleikaför hans til Kína sæti í honum. Argentínumaðurinn hefur á hinn bóginn verið að sækja í sig veðrið og upp á síðkastið hefur hann verið að sýna sitt rétta andlit. Það munar mikið um að fá fyrirliða argentínska landsliðsins sterkan inn á lokasprettinum.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni