| Grétar Magnússon
Ryan Babel hefur trú á því að Frakkinn ungi, David Ngog geti slegið í gegn á Anfield. Ngog hefur skorað þrjú mörk á tímabilinu og Babel segir, í viðtali við LFC tímaritið, að hann eigi fullt inni ennþá.
,,David er ennþá ungur en ég held að hann sé mikið efni. Hann vill læra, líkt og ég og hann mun bara verða betri. Hann er leikmaður sem býr yfir miklum hæfileikum og ef hann heldur áfram að leggja hart að sér þá gæti hann orðið mikilvægur leikmaður fyrir félagið."
Babel sér sjálfan sig stundum í Ngog og hefur hann ráðlagt honum varðandi ýmsa hluti til þess að hjálpa Frakkanum að bæta sig enn frekar.
,,Ég tala mikið við David," sagði Babel. ,,Ég sé öðruvísi eiginleika í honum miðað við mig en einnig eru nokkrir hlutir svipaðir í okkar leik og hann er kannski ekki langt frá því að vera á sama stað og ég var á fyrir nokkrum árum síðan."
,,David er nokkuð hávaxinn leikmaður og það getur breytt því hvernig maður notar líkamann í leik. Ef ég get hjálpað honum á einhvern hátt þá býð ég honum mín ráð til þess að auðvelda honum að taka varnarmenn á. Ég get einnig lært eitthvað af honum líka, hann er mjög öflugur í því að klára færin sín."
,,Ég reyni ávallt að hjálpa honum ef mér finnst að það sé einhver staða sem kemur upp þar sem hann á að geta gert betur eða öðruvísi."
TIL BAKA
Babel hefur trú á Ngog

,,David er ennþá ungur en ég held að hann sé mikið efni. Hann vill læra, líkt og ég og hann mun bara verða betri. Hann er leikmaður sem býr yfir miklum hæfileikum og ef hann heldur áfram að leggja hart að sér þá gæti hann orðið mikilvægur leikmaður fyrir félagið."
Babel sér sjálfan sig stundum í Ngog og hefur hann ráðlagt honum varðandi ýmsa hluti til þess að hjálpa Frakkanum að bæta sig enn frekar.
,,Ég tala mikið við David," sagði Babel. ,,Ég sé öðruvísi eiginleika í honum miðað við mig en einnig eru nokkrir hlutir svipaðir í okkar leik og hann er kannski ekki langt frá því að vera á sama stað og ég var á fyrir nokkrum árum síðan."
,,David er nokkuð hávaxinn leikmaður og það getur breytt því hvernig maður notar líkamann í leik. Ef ég get hjálpað honum á einhvern hátt þá býð ég honum mín ráð til þess að auðvelda honum að taka varnarmenn á. Ég get einnig lært eitthvað af honum líka, hann er mjög öflugur í því að klára færin sín."
,,Ég reyni ávallt að hjálpa honum ef mér finnst að það sé einhver staða sem kemur upp þar sem hann á að geta gert betur eða öðruvísi."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan