Það styttist í titilinn!
Þetta er alveg að koma! Það er að minnsta kosti skoðun Dirk Kuyt að það styttist jafnt og þétt í að Liverpool verði Englandsmeistari.
"Ég er búinn að vera hérna í þrjár leiktíðir og við erum alltaf að taka framförum. Það er bara spurning um tíma hvenær við vinnum deildina. Það er góður stöðugleiki í liðinu og við náum vel saman. Ef okkur tekst ekki að vinna neitt á þessari leiktíð þá munum við örugglega gera það á næsta ári."
"Þetta er besta lið sem ég hef spilað með. Við unnum Madrid heima og á útivelli og það sama gerðum við gegn United og Chelsea. Svo náðum við góðum úrslitum á útivelli gegn Arsenal. Við munum berjast þar til yfir lýkur því það tilheyrir hjá þessu félagi að gera það. Baráttuandi liðsins er einn helsti styrkleiki þess. Við verðum að hafa tiltrú á að allt endi vel. Við trúum því að við getum haldið áfram að vinna leiki og hver veit hvað gerist ef við höldum því áfram?"
Dirk átti frábæran leik gegn Newcastle United á dögunum þegar Liverpool vann 3:0 og skoraði 14. mark sitt á leiktíðinni. Hann lagði líka upp eitt mark í leiknum en stoðsendingar hans á leiktíðinni hafa verið fjölmargar. Hollendingurinn hefur nú skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum en hann skoraði tvö mörk í næsta leik á undan gegn Hull City sem Liverpool vann 3:1. Nái Dirk að skora eitt mark það sem eftir lifir leiktíðar verður hann búinn að skora fleiri mörk en hann hefur áður skorað með Liverpool eftir að hann kom til félagsins frá Hollandi.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna