| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Framtíðin björt hjá Ngog
Rafa Benítez telur að framtíðin sé björt hjá framherjanum unga, David Ngog eftir að hann skoraði sigurmark liðsins gegn Leeds í Deildarbikarnum. Ngog hefur skorað fimm mörk í þeim sex leikjum sem hann hefur byrjað hjá félaginu.
,,Hann er ungur leikmaður, en hann hefur gæðin," sagði Benítez. ,,Þetta er eitthvað sem við vissum, hann sýndi mikinn karakter. Hann reyndi að halda boltanum og koma sér í góðar stöður. Hann var mjög þreyttur undir lok leiksins en hann stóð sig frábærlega."
,,Hann veit að Úrvalsdeildin er mjög erfið en hann sýndi það hér að hann getur staðið sig. Bikarkeppnir eru alltaf erfiðar. Maður verður að vinna og leikmenn beggja liða leggja mjög hart að sér til að knýja fram sigur."
Sjálfur segist Ngog vonast eftir því að fá fleiri tækifæri eftir að hafa nýtt tækifærið vel gegn Leeds.
,,Þetta var mjög mikilvægt mark fyrir sjálfstraustið og vegna þess að við unnum leikinn," sagði Ngog. ,,Ég held að ég hafi spilað ágætlega. Leikurinn var mjög hraður sem gerði mér erfitt fyrir en ég var mjög ánægður með markið."
,,Ég veit að ég á auðvitað ekki eftir að spila hvern einasta leik, það er einmitt þess vegna sem ég vil gera mitt besta þegar ég fæ tækifæri, ég vil gera mitt besta fyrir liðið og reyna að skora. Ég veit að ég þarf að vera þolinmóður og það eina sem ég get gert er að nýta tækifærið og sýna stjóranum hvers ég er megnugur."
,,Ég vona að ég hafi gert það í þessum leik, sýnt stjóranum hvað býr í mér og að ég get verið nýr valmöguleiki í sókninni."
Ngog hefur staðið sig vel síðan hann kom til liðsins frá Paris St Germain sumarið 2008. Sigurmarkið gegn Leeds er líklega mikilvægasta markið sem hann hefur skorað hjá félaginu til þessa en hann segist vera ánægðastur með markið sem hann skoraði fyrr á leiktíðinni gegn Stoke á Anfield.
,,Faðir minn var á Anfield þennan dag og að hafa skorað fyrir framan Kop stúkuna var auðvitað mjög sérstakt," útskýrir hann. ,,Auðvitað var pabbi mjög ánægður fyrir mína hönd. Hann kemur yfir til Englands og horfir á mig þegar hann getur, en þetta var í fyrsta sinn sem hann var viðstaddur þegar ég skora fyrir Liverpool."
,,Þegar maður er sóknarmaður er það besta auðvitað alltaf að skora. Það er okkar starf."
Þess má geta að dregið verður í 16-liða úrslitum Deildarbikarsins í hádeginu á laugardaginn. Hér fyrir neðan eru liðin sem eftir eru í keppninni.
Aston Villa
Chelsea
Everton
Tottenham
Manchester City
Manchester United
Arsenal
Barnsley
Portsmouth
Blackburn
Peterborough
Scunthorpe
Stoke
Sunderland
Bolton
,,Hann er ungur leikmaður, en hann hefur gæðin," sagði Benítez. ,,Þetta er eitthvað sem við vissum, hann sýndi mikinn karakter. Hann reyndi að halda boltanum og koma sér í góðar stöður. Hann var mjög þreyttur undir lok leiksins en hann stóð sig frábærlega."
,,Hann veit að Úrvalsdeildin er mjög erfið en hann sýndi það hér að hann getur staðið sig. Bikarkeppnir eru alltaf erfiðar. Maður verður að vinna og leikmenn beggja liða leggja mjög hart að sér til að knýja fram sigur."
Sjálfur segist Ngog vonast eftir því að fá fleiri tækifæri eftir að hafa nýtt tækifærið vel gegn Leeds.
,,Þetta var mjög mikilvægt mark fyrir sjálfstraustið og vegna þess að við unnum leikinn," sagði Ngog. ,,Ég held að ég hafi spilað ágætlega. Leikurinn var mjög hraður sem gerði mér erfitt fyrir en ég var mjög ánægður með markið."
,,Ég veit að ég á auðvitað ekki eftir að spila hvern einasta leik, það er einmitt þess vegna sem ég vil gera mitt besta þegar ég fæ tækifæri, ég vil gera mitt besta fyrir liðið og reyna að skora. Ég veit að ég þarf að vera þolinmóður og það eina sem ég get gert er að nýta tækifærið og sýna stjóranum hvers ég er megnugur."
,,Ég vona að ég hafi gert það í þessum leik, sýnt stjóranum hvað býr í mér og að ég get verið nýr valmöguleiki í sókninni."
Ngog hefur staðið sig vel síðan hann kom til liðsins frá Paris St Germain sumarið 2008. Sigurmarkið gegn Leeds er líklega mikilvægasta markið sem hann hefur skorað hjá félaginu til þessa en hann segist vera ánægðastur með markið sem hann skoraði fyrr á leiktíðinni gegn Stoke á Anfield.
,,Faðir minn var á Anfield þennan dag og að hafa skorað fyrir framan Kop stúkuna var auðvitað mjög sérstakt," útskýrir hann. ,,Auðvitað var pabbi mjög ánægður fyrir mína hönd. Hann kemur yfir til Englands og horfir á mig þegar hann getur, en þetta var í fyrsta sinn sem hann var viðstaddur þegar ég skora fyrir Liverpool."
,,Þegar maður er sóknarmaður er það besta auðvitað alltaf að skora. Það er okkar starf."
Þess má geta að dregið verður í 16-liða úrslitum Deildarbikarsins í hádeginu á laugardaginn. Hér fyrir neðan eru liðin sem eftir eru í keppninni.
Aston Villa
Chelsea
Everton
Tottenham
Manchester City
Manchester United
Arsenal
Barnsley
Portsmouth
Blackburn
Peterborough
Scunthorpe
Stoke
Sunderland
Bolton
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan