| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Kamerúnar vilja Ngog
Franski framherjinn David Ngog hefur staðið sig vel með Liverpool á leiktíðinni þar sem hann er búinn að skora fjögur mörk í níu leikjum. Framganga hans hefur ekki farið framhjá Paul Le Guen, þjálfara kamerúnska landsliðsins sem nýlega tryggði sér sæti á Heimsmeistaramótið næsta sumar, hann vill nú reyna að fá Ngog til að leika fyrir Kamerúni á mótinu.
Ngog hefur leikið með öllum yngri landsliðum Frakka og skorað þar fjöldann allan af mörkum á þeim tíma. Hann hefur hins vegar ekki leikið með A-landsliði Frakka og því er honum frjálst að taka þá ákvörðun að spila fyrir Kamerún þar sem að faðir hans er Kamerúni.
Ngog segist vera upp með sér yfir áhuga Le Guen og segist ætla að skoða málið: "Ég hef verið í sambandi við knattspyrnusamband Kamerún og nú þarf ég smá tíma til að íhuga málin. Ég er mjög upp með mér."
Tæki Ngog þá ákvörðun að spila fyrir hönd Kamerún þá gæti það þýtt að hann færi með liðinu í Afríkukeppnina sem fer fram í janúar næst komandi og myndi það þýða að Liverpool missi hann úr leikmannahópi sínum í tæpan mánuð sem er alls ekki gott eins og ástandið er í dag.
Það er greinilegt að Ngog hefur úr miklu að velja en muni hann velja að spila fyrir Kamerúni þá mun hann líklegast spila með Samuel Eto'o framherja Inter Milan og spennandi yrði að sjá hvernig hann gæti þróast við það að spila reglulega með tveimur skæðustu framherjum heims, Fernando Torres og Samuel Eto'o. Þetta er auðvitað einnig kjörið tækifæri fyrir Ngog að fá tækifæri á að taka þátt í Heimsmeistaramótinu.
Ngog hefur leikið með öllum yngri landsliðum Frakka og skorað þar fjöldann allan af mörkum á þeim tíma. Hann hefur hins vegar ekki leikið með A-landsliði Frakka og því er honum frjálst að taka þá ákvörðun að spila fyrir Kamerún þar sem að faðir hans er Kamerúni.
Ngog segist vera upp með sér yfir áhuga Le Guen og segist ætla að skoða málið: "Ég hef verið í sambandi við knattspyrnusamband Kamerún og nú þarf ég smá tíma til að íhuga málin. Ég er mjög upp með mér."
Tæki Ngog þá ákvörðun að spila fyrir hönd Kamerún þá gæti það þýtt að hann færi með liðinu í Afríkukeppnina sem fer fram í janúar næst komandi og myndi það þýða að Liverpool missi hann úr leikmannahópi sínum í tæpan mánuð sem er alls ekki gott eins og ástandið er í dag.
Það er greinilegt að Ngog hefur úr miklu að velja en muni hann velja að spila fyrir Kamerúni þá mun hann líklegast spila með Samuel Eto'o framherja Inter Milan og spennandi yrði að sjá hvernig hann gæti þróast við það að spila reglulega með tveimur skæðustu framherjum heims, Fernando Torres og Samuel Eto'o. Þetta er auðvitað einnig kjörið tækifæri fyrir Ngog að fá tækifæri á að taka þátt í Heimsmeistaramótinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan