| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
David Ngog vill vera um kyrrt
Franski framherjinn David Ngog fékk vægast sagt erfitt hlutverk á síðustu leiktíð þegar hann var að maðurinn sem þurfti oftar en ekki að koma í stað Fernando Torres þegar sá síðarnefndi glímdi við þrálát meiðsli á leiktíðinni. Pressan á Ngog, sem var á sinni annari leiktíð hjá Liverpool, var því gífurlega mikil en tókst honum að sýna ágæta takta á köflum og endaði með því að skora átta mörk á leiktíðinni.
Hann hefur nú verið orðaður við lánsamning við nýliðana í Úrvalsdeildinni, West Bromwich Albion, og svo var talið að Liverpool sé tilbúið að hlusta á tilboð í leikmanninn. Hann segist ekki hafa áhyggjur af orðrómunum og segist vera afar vongóður yfir því að hann geti haldið sér í aðalliði Liverpool á næstu leiktíð.
"Ég er leikmaður Liverpool. Ég vil vera með aðalliði Liverpool. Félagið átti erfiða leiktíð á síðasta ári en ég vil sanna að við getum komist aftur í efstu fjögur. Ég er bjartsýnn á það.
Ég veit að vangaveltur eru hluti af fótboltanum og við verðum bara að höndla það. Ef við fáum nýja leikmenn inn þá er það gott fyrir liðið. Sjálfstraustið mitt er gott. Nú vil ég bara vinna mína vinnu og gera mitt besta fyrir liðið. Ég er ánægður með að spila fyrir félagið og það hefur gefið mér marga hluti. Ég er reyndari núna og vil vera í liðinu, spila eins marga leiki og ég get og skorað mörk til að hjálpa liðinu að vinna." sagði Ngog.
Hann kom að sama skapi fram, líkt og margir leikmenn Liverpool, og greinir frá ánægju sinni á að Joe Cole skuli hafa gengið til liðs við Liverpool. Hann telur að nýji samherji sinn geti verið mikilvægur í sóknarleik liðsins á næstu leiktíð.
"Þetta er mjög gott. Hann er góður leikmaður og mun hjálpa okkur að verða betri. Við misstum Yossi en Joe er góður leikaður til að koma í hans stað og það eru góðar fréttir fyrir Liverpool. Hann hefur gæði, hann er mjög tekknískur, fljótur í að senda boltann og er brögðóttur. Með reynslu hans hjá Chelsea þá held ég að hann geti komið með mikið til Liverpool."
Ngog hefur byrjað í fyrstu tveimur æfingaleikjum Liverpool í sumar en hefur ekki enn skorað, líkt og allir aðrir leikmenn liðsins, en hann mun að öllum líkindum byrja inn á í leiknum gegn Rabotnicki í næstu viku.
Hann hefur nú verið orðaður við lánsamning við nýliðana í Úrvalsdeildinni, West Bromwich Albion, og svo var talið að Liverpool sé tilbúið að hlusta á tilboð í leikmanninn. Hann segist ekki hafa áhyggjur af orðrómunum og segist vera afar vongóður yfir því að hann geti haldið sér í aðalliði Liverpool á næstu leiktíð.
"Ég er leikmaður Liverpool. Ég vil vera með aðalliði Liverpool. Félagið átti erfiða leiktíð á síðasta ári en ég vil sanna að við getum komist aftur í efstu fjögur. Ég er bjartsýnn á það.
Ég veit að vangaveltur eru hluti af fótboltanum og við verðum bara að höndla það. Ef við fáum nýja leikmenn inn þá er það gott fyrir liðið. Sjálfstraustið mitt er gott. Nú vil ég bara vinna mína vinnu og gera mitt besta fyrir liðið. Ég er ánægður með að spila fyrir félagið og það hefur gefið mér marga hluti. Ég er reyndari núna og vil vera í liðinu, spila eins marga leiki og ég get og skorað mörk til að hjálpa liðinu að vinna." sagði Ngog.
Hann kom að sama skapi fram, líkt og margir leikmenn Liverpool, og greinir frá ánægju sinni á að Joe Cole skuli hafa gengið til liðs við Liverpool. Hann telur að nýji samherji sinn geti verið mikilvægur í sóknarleik liðsins á næstu leiktíð.
"Þetta er mjög gott. Hann er góður leikmaður og mun hjálpa okkur að verða betri. Við misstum Yossi en Joe er góður leikaður til að koma í hans stað og það eru góðar fréttir fyrir Liverpool. Hann hefur gæði, hann er mjög tekknískur, fljótur í að senda boltann og er brögðóttur. Með reynslu hans hjá Chelsea þá held ég að hann geti komið með mikið til Liverpool."
Ngog hefur byrjað í fyrstu tveimur æfingaleikjum Liverpool í sumar en hefur ekki enn skorað, líkt og allir aðrir leikmenn liðsins, en hann mun að öllum líkindum byrja inn á í leiknum gegn Rabotnicki í næstu viku.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan