| Sf. Gutt
TIL BAKA
Aftur tap í Þýskalandi
Líkt og um síðustu helgi þá tapaði Liverpool aftur æfingaleik í Þýskalandi. Í dag tapaði Liverpool 1:0 fyrir Borussia Moenchengladbach. Leikurinn var leikinn í tilefni af 110 ára afmæli heimamanna og var mikil stemmning á vellinum. Fyrir leik söng Gerry Marsden lagið sitt You´ll Never Walk Alone með áhorfendum sem voru rúmlega fimmtíu þúsund.
Margir stuðningsmenn Liverpool biðu leiksins með áhuga enda hafði spurst út að Joe Cole myndi spila í fyrsta sinn. Auk hans mættu þeir Steven Gerrard, Jamie Carragher og Glen Johnson til leiks í fyrsta sinn í sumar. Það sama má reyndar segja um Emiliano Insua og Fabio Aurelio en hvorugur var leikmaður Liverpool þegar þessu helgi gekk í garð!
Margt var líkt með leikjunum gegn Borussia í dag og þeim gegn Kaiserslauten um síðustu helgi. Heimamenn voru sterkari og Liverpool lék ekki sérlega vel. Bæði sigurmörkin komu eftir slæm mistök í vörn Liverpool. Markið í dag kom eftir átta mínútur. Diego Cavalieri átti þá vanhugsaða sendingu á Daniel Ayala sem var við vítateigslínuna. Daniel uggði ekki að sér, missti boltann frá sér og Alsírmaðurinn Karim Matmour þakkaði gott boð og þrumaði í mark. Fá færi sköpuðust fram að hálfleik en leikmenn Borussia voru miklu ákveðnari.
Leikur Liverpool batnaði heldur eftir leikhlé. Strax í upphafi komst Joe Cole, sem átti fríska spretti, inn á vítateig eftir samleik við Steven Gerrard en hann skaut framhjá. Nokkru síðar ógnaði Joe aftur með langskoti sem markmaður Borussia hélt ekki. Nathan Ecclestone náði boltanum en varnarmaður kom í veg fyrir að hann næði skoti. Þegar klukkutími var liðinn gerðist það ótrúlega þegar Fabio Aurelio hóf feril sinn með Liverpool að nýju þegar hann kom inn á sem varamaður. Hann tók meira að segja að sér fyrirliðahlutverkið!
Þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir braust Reus inn á vítateig Liverpool en skot hans fór yfir. Þegar sex mínútur voru eftir kom hinn fimmtán ára Raheem Sterling til leiks og hefur yngri leikmaður ekki spilað með aðalliðinu en ekki er um met að ræða þar sem leikur þessi var auðvitað ekki opinber keppnisleikur. Liverpool fékk svo dauðafæri þegar þrjár mínútur voru eftir. Eftir laglega útfærða aukaspyrnu sendi Fabio Aurelio fyrir. David Amoo fékk upplagt færi óvaldaður fyrir miðju marki en hann skallaði framhjá. Portúgalski unglingurinn Jesus Fernandez spilaði síðustu andartökin í leiknum. Tap varð staðreynd og eftir æfingaleikina þrjá hefur Liverpool enn ekki skorað mark! Þau eiga eftir að koma þegar alvaran fer í gang eins og sást í Makedoníu.
Liverpool: Cavalieri (Gulacsi 69. mín.), Johnson (Darby 59. mín.), Insua (Aurelio 59. mín.), Ayala, Carragher (Wilson 46. mín.), Gerrard (Spearing 62. mín.), Shelvey (Sterling 84. mín.), Ince (Amoo 62. mín.), Eccleston (Irwin 78. mín.), Cole (Aquilani 65. mín.) og Dalla Valle (Jovanovic 46. mín.) (Suso 89. mín.).
Roy Hodgson: Við færuðum þeim sigurinn og það var gremjulegt. Ég hefði verið mjög ánægður með leikinn ef honum hefði lokið 0:0. Samt er ég nokkuð sáttur og ég held að við höfum fengið það sem við vildum frá leikmönnunum. Þrír eða fjórir sem léku á HM voru að spila sínar fyrstu 45 eða 60 mínútur og svo enduðum við leikinn með leikmenn sem eru bara 15 og 16 ára. Mér fannst þeir standa sig mjög vel.
Maður leiksins: Joe Cole. Hann var þokkalega frískur og var tvívegis nærri því að skora.
Mikill vinskapur er milli Liverpol og Borussia Moenchengladbach þrátt fyrir að Liverpool hafi tvívegis unnið Evróputitla á kostnað þýska liðsins. Árið 1973 vann Liverpool úrslitarimmu liðanna í Evrópukeppni félagsliða samtals 3:2 og 1977 vann Liverpool svo Evrópubikarinn eftir 3:1 sigur í Róm.
Hér má lesa um Evrópusigurinn 1977 í söguhorni Liverpool.is.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Echo.
Margir stuðningsmenn Liverpool biðu leiksins með áhuga enda hafði spurst út að Joe Cole myndi spila í fyrsta sinn. Auk hans mættu þeir Steven Gerrard, Jamie Carragher og Glen Johnson til leiks í fyrsta sinn í sumar. Það sama má reyndar segja um Emiliano Insua og Fabio Aurelio en hvorugur var leikmaður Liverpool þegar þessu helgi gekk í garð!
Margt var líkt með leikjunum gegn Borussia í dag og þeim gegn Kaiserslauten um síðustu helgi. Heimamenn voru sterkari og Liverpool lék ekki sérlega vel. Bæði sigurmörkin komu eftir slæm mistök í vörn Liverpool. Markið í dag kom eftir átta mínútur. Diego Cavalieri átti þá vanhugsaða sendingu á Daniel Ayala sem var við vítateigslínuna. Daniel uggði ekki að sér, missti boltann frá sér og Alsírmaðurinn Karim Matmour þakkaði gott boð og þrumaði í mark. Fá færi sköpuðust fram að hálfleik en leikmenn Borussia voru miklu ákveðnari.
Leikur Liverpool batnaði heldur eftir leikhlé. Strax í upphafi komst Joe Cole, sem átti fríska spretti, inn á vítateig eftir samleik við Steven Gerrard en hann skaut framhjá. Nokkru síðar ógnaði Joe aftur með langskoti sem markmaður Borussia hélt ekki. Nathan Ecclestone náði boltanum en varnarmaður kom í veg fyrir að hann næði skoti. Þegar klukkutími var liðinn gerðist það ótrúlega þegar Fabio Aurelio hóf feril sinn með Liverpool að nýju þegar hann kom inn á sem varamaður. Hann tók meira að segja að sér fyrirliðahlutverkið!
Þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir braust Reus inn á vítateig Liverpool en skot hans fór yfir. Þegar sex mínútur voru eftir kom hinn fimmtán ára Raheem Sterling til leiks og hefur yngri leikmaður ekki spilað með aðalliðinu en ekki er um met að ræða þar sem leikur þessi var auðvitað ekki opinber keppnisleikur. Liverpool fékk svo dauðafæri þegar þrjár mínútur voru eftir. Eftir laglega útfærða aukaspyrnu sendi Fabio Aurelio fyrir. David Amoo fékk upplagt færi óvaldaður fyrir miðju marki en hann skallaði framhjá. Portúgalski unglingurinn Jesus Fernandez spilaði síðustu andartökin í leiknum. Tap varð staðreynd og eftir æfingaleikina þrjá hefur Liverpool enn ekki skorað mark! Þau eiga eftir að koma þegar alvaran fer í gang eins og sást í Makedoníu.
Liverpool: Cavalieri (Gulacsi 69. mín.), Johnson (Darby 59. mín.), Insua (Aurelio 59. mín.), Ayala, Carragher (Wilson 46. mín.), Gerrard (Spearing 62. mín.), Shelvey (Sterling 84. mín.), Ince (Amoo 62. mín.), Eccleston (Irwin 78. mín.), Cole (Aquilani 65. mín.) og Dalla Valle (Jovanovic 46. mín.) (Suso 89. mín.).
Roy Hodgson: Við færuðum þeim sigurinn og það var gremjulegt. Ég hefði verið mjög ánægður með leikinn ef honum hefði lokið 0:0. Samt er ég nokkuð sáttur og ég held að við höfum fengið það sem við vildum frá leikmönnunum. Þrír eða fjórir sem léku á HM voru að spila sínar fyrstu 45 eða 60 mínútur og svo enduðum við leikinn með leikmenn sem eru bara 15 og 16 ára. Mér fannst þeir standa sig mjög vel.
Maður leiksins: Joe Cole. Hann var þokkalega frískur og var tvívegis nærri því að skora.
Mikill vinskapur er milli Liverpol og Borussia Moenchengladbach þrátt fyrir að Liverpool hafi tvívegis unnið Evróputitla á kostnað þýska liðsins. Árið 1973 vann Liverpool úrslitarimmu liðanna í Evrópukeppni félagsliða samtals 3:2 og 1977 vann Liverpool svo Evrópubikarinn eftir 3:1 sigur í Róm.
Hér má lesa um Evrópusigurinn 1977 í söguhorni Liverpool.is.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Echo.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan