| Grétar Magnússon
Joe Cole spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á Anfield í gærkvöldi í 2-0 sigri á makedónska liðinu Rabotnicki. Hann þótti standa sig mjög vel í leiknum og fyrirliðinn og þjálfarinn hrósa honum í hástert. Cole lagði upp fyrsta mark leiksins sem David Ngog skoraði. Hann var einnig mjög skapandi og vinnusemi hans án bolta vakti mikla gleði á meðal stuðningsmanna sem voru mættir á Anfield.
Gerrard sagði þetta í viðtali eftir leikinn: ,,Þetta var stór leikur vegna þess að margir úr aðalliðinu voru að spila. Það voru margir jákvæðir hlutir sem við getum tekið útúr leiknum og við erum allir að komast í rétt stand fyrir tímabilið. Menn voru að spila vel saman og það er það sem áhorfendur borga góðan pening til sjá."
,,Mér fannst Joe standa sig mjög, mjög vel í sínum fyrsta leik og ég er viss um að hann eigi meira inni. Rauða treyjan fer honum klárlega betur en sú bláa, það er enginn vafi á því. Allt það sem hann hefur sagt opinberlega í viðtölum er mjög jákvætt og hann nýtur þess; en það eina sem hann vill er velgengni eins og við allir."
,,Stuðningsmennirnir kunna að meta góða leikmenn. Þeir vita að hann mun skapa mörk og skora þau en ég held að fólk hafi einnig séð aðra hlið á honum sem margir taka kannski ekki eftir en það er vinnusemi hans sem var stórkostleg."
Roy Hodgson var ánægður með sigurinn á Rabotnicki og hafði þetta að segja: ,,Joe er æstur í að spila. Hann kom hingað vegna þess að hann hélt að hann fengi tækifæri til þess að byrja inná í fleiri leikjum en hjá Chelsea. Hann er mjög áhugasamur knattspyrnumaður. Því meira sem hann spilar því ánægðari er hann. Hann er þannig leikmaður að hann vill spila allar mínútur í öllum leikjum. Það er ágætis kostur."
,,Áhugasemi hans og vinnusemi gerðu það að verkum að hann átti mjög góða frumraun á heimavelli."
,,Áhorfendafjöldinn kom mér á óvart. Það er nokkuð magnað að geta náð yfir 30.000 manns til að mæta á leik gegn nánast óþekktu liði. Það er gott fyrir mig að fyrir framan þennan fjölda sýndi Joe að við eigum eftir að fá mikið útúr honum á tímabilinu."
TIL BAKA
Gerrard og Hodgson hrósa Cole

Gerrard sagði þetta í viðtali eftir leikinn: ,,Þetta var stór leikur vegna þess að margir úr aðalliðinu voru að spila. Það voru margir jákvæðir hlutir sem við getum tekið útúr leiknum og við erum allir að komast í rétt stand fyrir tímabilið. Menn voru að spila vel saman og það er það sem áhorfendur borga góðan pening til sjá."
,,Mér fannst Joe standa sig mjög, mjög vel í sínum fyrsta leik og ég er viss um að hann eigi meira inni. Rauða treyjan fer honum klárlega betur en sú bláa, það er enginn vafi á því. Allt það sem hann hefur sagt opinberlega í viðtölum er mjög jákvætt og hann nýtur þess; en það eina sem hann vill er velgengni eins og við allir."
,,Stuðningsmennirnir kunna að meta góða leikmenn. Þeir vita að hann mun skapa mörk og skora þau en ég held að fólk hafi einnig séð aðra hlið á honum sem margir taka kannski ekki eftir en það er vinnusemi hans sem var stórkostleg."
Roy Hodgson var ánægður með sigurinn á Rabotnicki og hafði þetta að segja: ,,Joe er æstur í að spila. Hann kom hingað vegna þess að hann hélt að hann fengi tækifæri til þess að byrja inná í fleiri leikjum en hjá Chelsea. Hann er mjög áhugasamur knattspyrnumaður. Því meira sem hann spilar því ánægðari er hann. Hann er þannig leikmaður að hann vill spila allar mínútur í öllum leikjum. Það er ágætis kostur."
,,Áhugasemi hans og vinnusemi gerðu það að verkum að hann átti mjög góða frumraun á heimavelli."
,,Áhorfendafjöldinn kom mér á óvart. Það er nokkuð magnað að geta náð yfir 30.000 manns til að mæta á leik gegn nánast óþekktu liði. Það er gott fyrir mig að fyrir framan þennan fjölda sýndi Joe að við eigum eftir að fá mikið útúr honum á tímabilinu."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur!
Fréttageymslan