| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Torres og Gerrard ekki með til Tyrklands
Þeir Fernando Torres og Steven Gerrard verða ekki með liðinu gegn Trabzonspor á fimmtudaginn þegar liðin mætast í síðari leiknum í undankeppni Evrópudeildarinnar. Ekki verður tekin áhætta með Torres og Gerrard á við meiðsli í baki að stríða.
Þeir verða hinsvegar báðir klárir fyrir leikinn við WBA á sunnudaginn í Úrvalsdeildinni. Roy Hodgson verður einnig án þeirra Daniel Agger og Maxi Rodriguez og því er ljóst að stór skörð eru hoggin í leikmannahópinn fyrir þennan mikilvæga leik.
Hodgson sagði í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins: ,,Steven Gerrard fékk því miður aftur í bakið en það gerist stundum hjá honum. Það kemur vonandi ekki í veg fyrir það að hann spili á sunnudaginn. Það sama gildir um Agger varðandi sunnudaginn. Hann spilaði á mánudaginn sem var að einhverju leyti gegn læknisráði. Hann vildi spila en fann aðeins fyrir smá kveisu eftir leikinn. Það er aðallega útaf heilahristingnum sem hann fékk, það væri því heimskulegt að nota hann í leiknum á fimmtudaginn."
,,Maxi er veikur. Hann er rúmliggjandi sem stendur með mikla magaveiki, hann er því klárlega ekki með. Varðandi Fernando Torres þá tókum við þá ákvörðun að taka ekki áhættuna á því að nota hann í þriðja leiknum í röð á þessu stigi tímabilsins þar sem hann hefur gert mjög vel í að koma til baka svona fljótt."
Hodgson viðurkennir að leikurinn við Trabzonspor verði mjög erfiður eftir að liðinu mistókst að skora meira en eitt mark í fyrri leik liðanna á Anfield.
,,Við klúðruðum frábæru tækifæri til að klára leikinn á Anfield og nú bíður okkar erfitt verkefni," sagði Hodgson. ,,Þetta verður mjög erfitt verkefni fyrir leikmennina á erfiðum leikvangi. Þeir eru eitt af þremur bestu liðunum í Tyrklandi sem stendur og tyrknesk knattspyrna er hátt skrifuð um þessar mundir. Þeir sem hafa spilað á þessum leikvangi hafa sagt mér að þetta sé ótrúlega erfitt að spila þarna. Stuðningsmennirnir þeirra eru fjandsamlegir og völlurinn er erfiður. En ef við komumst í gegnum þetta þá munum við styrkjast."
Ferðalagið til Tyrklands er langt og strangt og þýðir það að Hodgson hefur ekki mikinn tíma til undirbúnings fyrir leikinn gegn WBA á sunnudaginn.
Hann bætti við: ,,Þetta er erfitt - það er engin spurning. Það má í raun segja að Evrópudeildin sé erfiðari fyrir leikmennina en Meistaradeildin því það eru mun fleiri lið í Austur-Evrópu sem þarf að spila við. Svo er maður að spila sunnudag-fimmtudag-sunnudag og því þarf leikmannahópurinn að vera mjög stór. Besta leiðin til að láta þetta ekki hafa áhrif á deildina hjá okkur er að vinna leikinn."
Leikmannahópurinn sem fer til Tyrklands er eftirfarandi: Pepe Reina, Peter Gulacsi, Martin Hansen, Glen Johnson, Martin Kelly, Martin Skrtel, Jamie Carragher, Sotirios Kyrgiakos, Fabio Aurelio, Joe Cole, Jay Spearing, Christian Poulsen, Lucas Leiva, Dani Pacheco, Jonjo Shelvey, Ryan Babel, Dirk Kuyt, David Ngog og Nathan Eccleston.
Þeir verða hinsvegar báðir klárir fyrir leikinn við WBA á sunnudaginn í Úrvalsdeildinni. Roy Hodgson verður einnig án þeirra Daniel Agger og Maxi Rodriguez og því er ljóst að stór skörð eru hoggin í leikmannahópinn fyrir þennan mikilvæga leik.
Hodgson sagði í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins: ,,Steven Gerrard fékk því miður aftur í bakið en það gerist stundum hjá honum. Það kemur vonandi ekki í veg fyrir það að hann spili á sunnudaginn. Það sama gildir um Agger varðandi sunnudaginn. Hann spilaði á mánudaginn sem var að einhverju leyti gegn læknisráði. Hann vildi spila en fann aðeins fyrir smá kveisu eftir leikinn. Það er aðallega útaf heilahristingnum sem hann fékk, það væri því heimskulegt að nota hann í leiknum á fimmtudaginn."
,,Maxi er veikur. Hann er rúmliggjandi sem stendur með mikla magaveiki, hann er því klárlega ekki með. Varðandi Fernando Torres þá tókum við þá ákvörðun að taka ekki áhættuna á því að nota hann í þriðja leiknum í röð á þessu stigi tímabilsins þar sem hann hefur gert mjög vel í að koma til baka svona fljótt."
Hodgson viðurkennir að leikurinn við Trabzonspor verði mjög erfiður eftir að liðinu mistókst að skora meira en eitt mark í fyrri leik liðanna á Anfield.
,,Við klúðruðum frábæru tækifæri til að klára leikinn á Anfield og nú bíður okkar erfitt verkefni," sagði Hodgson. ,,Þetta verður mjög erfitt verkefni fyrir leikmennina á erfiðum leikvangi. Þeir eru eitt af þremur bestu liðunum í Tyrklandi sem stendur og tyrknesk knattspyrna er hátt skrifuð um þessar mundir. Þeir sem hafa spilað á þessum leikvangi hafa sagt mér að þetta sé ótrúlega erfitt að spila þarna. Stuðningsmennirnir þeirra eru fjandsamlegir og völlurinn er erfiður. En ef við komumst í gegnum þetta þá munum við styrkjast."
Ferðalagið til Tyrklands er langt og strangt og þýðir það að Hodgson hefur ekki mikinn tíma til undirbúnings fyrir leikinn gegn WBA á sunnudaginn.
Hann bætti við: ,,Þetta er erfitt - það er engin spurning. Það má í raun segja að Evrópudeildin sé erfiðari fyrir leikmennina en Meistaradeildin því það eru mun fleiri lið í Austur-Evrópu sem þarf að spila við. Svo er maður að spila sunnudag-fimmtudag-sunnudag og því þarf leikmannahópurinn að vera mjög stór. Besta leiðin til að láta þetta ekki hafa áhrif á deildina hjá okkur er að vinna leikinn."
Leikmannahópurinn sem fer til Tyrklands er eftirfarandi: Pepe Reina, Peter Gulacsi, Martin Hansen, Glen Johnson, Martin Kelly, Martin Skrtel, Jamie Carragher, Sotirios Kyrgiakos, Fabio Aurelio, Joe Cole, Jay Spearing, Christian Poulsen, Lucas Leiva, Dani Pacheco, Jonjo Shelvey, Ryan Babel, Dirk Kuyt, David Ngog og Nathan Eccleston.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan