| Sf. Gutt
TIL BAKA
Heimsmeistarinn tryggði fyrsta sigurinn
Liverpool náði að herja fram fyrsta deildarsigur sinn á keppnistímabilinu þegar liðið marði West Bromwich Albion á Anfield Road. Heimsmeistarinn tryggði sigurinn með eina marki leiksins. Sigurinn kom Liverpool upp úr fallsæti sem liðið var í fyrir leikinn!
Byrjunin lofaði góðu fyrir Liverpool í síðsumarsólinni. Strax í byrjun lék Fernando Torres sig í skotstöðu við vinstra vítateigshornið en skot hans fór beint á Scott Carson. Gestirnir svöruðu svo mínútu síðar þegar James Morrison átti skot utan teigs en það var hættulaust og fór framhjá en það var greinilegt að þeir voru hvergi smeykir.
Hálfleikurinn var eftir þetta tíðindalítill með eindæmum. Hvorugt liðið náði að skapa sér hættulegt færi og þeir yfirburðir Liverpool sem margir áttu von á urðu ekki að veruleika. Leikmenn W.B.A. gengu samt óánægðir til leikhlés vegna þess að þeir vildu fá vítaspyrnu þegar Martin Skrtel hékk í einum leikmanni liðsins þegar hornspyrna var tekin. Ekki verður annað sagt en að vítaspyrna hefði átt fyllilega rétt á sér í því tilviki.
Liverpool lék aðeins betur eftir leikhlé og Steven Gerrard skaut, snemma í hálfleiknum, með tilþrifum af löngu færi en boltinn fór nokkuð framhjá. Ekki náði Liverpool að fylgja þessu eftir og gestirnir ógnuðu af og til án þess þó að komast í verulega gott færi. Loksins eftir klukkutíma náði Liverpool almennilegu færi. Eftir horn frá hægri munaði litlu að Dirk Kuyt næði að koma boltanum að marki af stuttu færi. Í framhaldinu fór boltinn á Martin, sem var rétt utan við vítateiginn, og hann náði fallegu skoti að marki sem fór rétt framhjá vinklinum.
Fimm mínútum seinna dró loksins verulega til tíðinda. W.B.A. náði góðri sókn sem endaði með því að Gonzalo Jara fékk boltann í teignum. Hann skaut að marki en Daniel Agger komst fyrir skotið. Hann fékk boltann aftur og náði skoti á nýjan leik en Jose Reina varði af öryggi. Eins og svo oft áður þá var Jose snöggur að byggja upp sókn. Hann kastaði fram að miðju beint á Dirk sem lék þríhyrning við Fernando Torres áður en hann lék inn í vítateiginn og sendi svo hárnákvæma sendingu út á Fernando sem var kominn upp að vítateignum. Heimsmeistarinn tók boltann á lofti og sendi hann neðst í vinstra hornið án þess að Scott kæmi við vörnum. Frábærlega gert hjá Fernando því það var langt frá því auðvelt að afgreiða sendinguna viðstöðulaust. Sóknin var frábært dæmi um hvernig er hægt að snúa vörn í sókn eins og hendi sé veifað.
Sjö mínútum eftir markið sendi Steven góða sendingu inn á vítateiginn. Fernando tók boltann viðstöðulaust af stuttu færi en Scott varði með góðu úthlaupi. Liverpool var nú með góð tök á leiknum og átta mínútum fyrir leikslok hefði átt að dæma víti á W.B.A. Fernando fékk boltann vinstra megin í teignum eftir sendingu frá Steven. Hann þrumaði að marki en Gonzalo Jara henti sér fyrir og varði með hendi. Dómarinn stóð rétt hjá en á einhvern ótrúlegan hátt ákvað hann að Liverpool dugði horn eftir þetta!
Í lokin var James Morrison rekinn af velli fyrir að sparka Fernando Torres niður úti á miðjum velli. Dómurinn var kannski svolítið harður því brotið var klaufalegt. Töluverð spenna var undir lokin og gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að jafna en 2.000 deildarsigur Liverpool komst á spjöld sögunnar og það var eins gott! Liverpool lék alls ekki nógu vel og því miður minnti leikur liðsins of mikið á of marga leiki síðustu leiktíðar en þessi hefði reyndar líklega ekki unnist þá!
Liverpool: Reina: Johnson, Carragher, Skrtel, Agger, Leiva, Poulsen, Kuyt, Gerrard, Jovanovic (Rodriguez 60. mín.) og Torres (Babel 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Spearing, Kelly, Pacheco og Kyrgiakos.
Mark Liverpool: Fernando Torres (65. mín.).
West Bromwich Albion: Carson: Jara, Tamas, Olsson, Shorey, Odemwingie, Morrison, Dorrans (Tchoyi 76. mín.), Mulumbu, Brunt og Fortune (Wood). Ónotaðir varamenn: Myhill, Bednar, Ibanez, Reid og Barnes.
Rautt spjald: James Morrison.
Áhorfendur á Anfield Road: 41.194.
Maður leiksins: Fernando Torres. Oft hefur nú heimsmeistarinn spilað betur en hann verður fyrir valinu fyrir að skora sigurmarkið. Að auki átti hann að fá vítaspyrnu og ekki ógnuðu aðrir marki W.B.A. meira.
Roy Hodgson: Við þurftum að hafa fyrir þessu og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náðum okkur ekki á strik en þeir léku mjög vel og komu okkur í vandæði. Mér fannst við spila mjög vel í síðari hálfleik og náðum sigri með marki í heimsklassa. Það kom eftir frábært spil. Pepe byrjaði á að henda boltanum fram og svo gekk hann út til vinstri á Dirk Kuyt sem sendi á Fernando og hann skoraði með viðstöðulausu skoti.
Fróðleikur.
- Þetta var merkissigur fyrir þær sakir að hann var 2.000. deildarsigur Liverpool í sögu félagsins.
- Alls hefur Liverpool leikið 4.223 deildarleiki.
- Fernando Torres skoraði sigurmarkið í leiknum. Þetta var fyrsta mark hans í tíu síðustu leikjum með Liverpool og spænska landsliðinu.
- Þrátt fyrir að Fernando hafi ekki skorað í tíu síðustu leikjum náði hann að verða heimsmeistari á þeim tíma!
- Markið var það fimmtugasta sem Fernando skorar á Anfield.
- Alls hefur hann skorað 73 mörk í 120 leikjum með Liverpool.
- Glen Johnson lék sinn 40. leik og hefur hann skorað þrjú mörk í þeim.
- Þetta var 12. sigur Liverpool í röð gegn W.B.A.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Byrjunin lofaði góðu fyrir Liverpool í síðsumarsólinni. Strax í byrjun lék Fernando Torres sig í skotstöðu við vinstra vítateigshornið en skot hans fór beint á Scott Carson. Gestirnir svöruðu svo mínútu síðar þegar James Morrison átti skot utan teigs en það var hættulaust og fór framhjá en það var greinilegt að þeir voru hvergi smeykir.
Hálfleikurinn var eftir þetta tíðindalítill með eindæmum. Hvorugt liðið náði að skapa sér hættulegt færi og þeir yfirburðir Liverpool sem margir áttu von á urðu ekki að veruleika. Leikmenn W.B.A. gengu samt óánægðir til leikhlés vegna þess að þeir vildu fá vítaspyrnu þegar Martin Skrtel hékk í einum leikmanni liðsins þegar hornspyrna var tekin. Ekki verður annað sagt en að vítaspyrna hefði átt fyllilega rétt á sér í því tilviki.
Liverpool lék aðeins betur eftir leikhlé og Steven Gerrard skaut, snemma í hálfleiknum, með tilþrifum af löngu færi en boltinn fór nokkuð framhjá. Ekki náði Liverpool að fylgja þessu eftir og gestirnir ógnuðu af og til án þess þó að komast í verulega gott færi. Loksins eftir klukkutíma náði Liverpool almennilegu færi. Eftir horn frá hægri munaði litlu að Dirk Kuyt næði að koma boltanum að marki af stuttu færi. Í framhaldinu fór boltinn á Martin, sem var rétt utan við vítateiginn, og hann náði fallegu skoti að marki sem fór rétt framhjá vinklinum.
Fimm mínútum seinna dró loksins verulega til tíðinda. W.B.A. náði góðri sókn sem endaði með því að Gonzalo Jara fékk boltann í teignum. Hann skaut að marki en Daniel Agger komst fyrir skotið. Hann fékk boltann aftur og náði skoti á nýjan leik en Jose Reina varði af öryggi. Eins og svo oft áður þá var Jose snöggur að byggja upp sókn. Hann kastaði fram að miðju beint á Dirk sem lék þríhyrning við Fernando Torres áður en hann lék inn í vítateiginn og sendi svo hárnákvæma sendingu út á Fernando sem var kominn upp að vítateignum. Heimsmeistarinn tók boltann á lofti og sendi hann neðst í vinstra hornið án þess að Scott kæmi við vörnum. Frábærlega gert hjá Fernando því það var langt frá því auðvelt að afgreiða sendinguna viðstöðulaust. Sóknin var frábært dæmi um hvernig er hægt að snúa vörn í sókn eins og hendi sé veifað.
Sjö mínútum eftir markið sendi Steven góða sendingu inn á vítateiginn. Fernando tók boltann viðstöðulaust af stuttu færi en Scott varði með góðu úthlaupi. Liverpool var nú með góð tök á leiknum og átta mínútum fyrir leikslok hefði átt að dæma víti á W.B.A. Fernando fékk boltann vinstra megin í teignum eftir sendingu frá Steven. Hann þrumaði að marki en Gonzalo Jara henti sér fyrir og varði með hendi. Dómarinn stóð rétt hjá en á einhvern ótrúlegan hátt ákvað hann að Liverpool dugði horn eftir þetta!
Í lokin var James Morrison rekinn af velli fyrir að sparka Fernando Torres niður úti á miðjum velli. Dómurinn var kannski svolítið harður því brotið var klaufalegt. Töluverð spenna var undir lokin og gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að jafna en 2.000 deildarsigur Liverpool komst á spjöld sögunnar og það var eins gott! Liverpool lék alls ekki nógu vel og því miður minnti leikur liðsins of mikið á of marga leiki síðustu leiktíðar en þessi hefði reyndar líklega ekki unnist þá!
Liverpool: Reina: Johnson, Carragher, Skrtel, Agger, Leiva, Poulsen, Kuyt, Gerrard, Jovanovic (Rodriguez 60. mín.) og Torres (Babel 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Spearing, Kelly, Pacheco og Kyrgiakos.
Mark Liverpool: Fernando Torres (65. mín.).
West Bromwich Albion: Carson: Jara, Tamas, Olsson, Shorey, Odemwingie, Morrison, Dorrans (Tchoyi 76. mín.), Mulumbu, Brunt og Fortune (Wood). Ónotaðir varamenn: Myhill, Bednar, Ibanez, Reid og Barnes.
Rautt spjald: James Morrison.
Áhorfendur á Anfield Road: 41.194.
Maður leiksins: Fernando Torres. Oft hefur nú heimsmeistarinn spilað betur en hann verður fyrir valinu fyrir að skora sigurmarkið. Að auki átti hann að fá vítaspyrnu og ekki ógnuðu aðrir marki W.B.A. meira.
Roy Hodgson: Við þurftum að hafa fyrir þessu og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náðum okkur ekki á strik en þeir léku mjög vel og komu okkur í vandæði. Mér fannst við spila mjög vel í síðari hálfleik og náðum sigri með marki í heimsklassa. Það kom eftir frábært spil. Pepe byrjaði á að henda boltanum fram og svo gekk hann út til vinstri á Dirk Kuyt sem sendi á Fernando og hann skoraði með viðstöðulausu skoti.
Fróðleikur.
- Þetta var merkissigur fyrir þær sakir að hann var 2.000. deildarsigur Liverpool í sögu félagsins.
- Alls hefur Liverpool leikið 4.223 deildarleiki.
- Fernando Torres skoraði sigurmarkið í leiknum. Þetta var fyrsta mark hans í tíu síðustu leikjum með Liverpool og spænska landsliðinu.
- Þrátt fyrir að Fernando hafi ekki skorað í tíu síðustu leikjum náði hann að verða heimsmeistari á þeim tíma!
- Markið var það fimmtugasta sem Fernando skorar á Anfield.
- Alls hefur hann skorað 73 mörk í 120 leikjum með Liverpool.
- Glen Johnson lék sinn 40. leik og hefur hann skorað þrjú mörk í þeim.
- Þetta var 12. sigur Liverpool í röð gegn W.B.A.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan