| Sf. Gutt
Steven Gerrard mætti öllum að óvörum í ágóðaleik vinar síns Jamie Carragher þegar Liverpool mætti Everton á laugardaginn. Steven sagði ekki annað hafa verið hægt en að mæta.
,,Mér fannst mikilvægt að vera með í leiknum því við Jamie erum mjög nánir. Við erum ekki bara liðsfélagar heldur líka vinir. Mig langaði að vera viðstaddur og taka þátt í þessum viðburði með honum því við erum búnir að spila svo lengi saman."
,,Ég held að Jamie hafi notið þess sem fram fór. Allt gekk eins og best varð á kosið og hann á þetta sannarlega skilið. Það var vingjarnlegt hjá félaginu að sýna Jamie þakklæti fyrir þjónustu hans við það á þennan hátt."
Steven var á landsliðvakt með enska landsliðinu en fékk leyfi, hjá Fabio Capello landsliðsþjálfara, til að skreppa til Liverpool.
,,Ég bað um leyfi til að fljúga í leikinn og spila smá stund. Fabio fannst það hið besta mál en ég hugsa að leyfið hafi verið auðfengnara vegna þess að við unnum Búlgaríu 4:0!"
Á meðfylgjandi mynd þakkar Jamie Steven vini sínum fyrir að koma í ágóðaleikinn um leið og Steven fór af velli.
TIL BAKA
Stevie mætti

,,Mér fannst mikilvægt að vera með í leiknum því við Jamie erum mjög nánir. Við erum ekki bara liðsfélagar heldur líka vinir. Mig langaði að vera viðstaddur og taka þátt í þessum viðburði með honum því við erum búnir að spila svo lengi saman."
,,Ég held að Jamie hafi notið þess sem fram fór. Allt gekk eins og best varð á kosið og hann á þetta sannarlega skilið. Það var vingjarnlegt hjá félaginu að sýna Jamie þakklæti fyrir þjónustu hans við það á þennan hátt."
Steven var á landsliðvakt með enska landsliðinu en fékk leyfi, hjá Fabio Capello landsliðsþjálfara, til að skreppa til Liverpool.
,,Ég bað um leyfi til að fljúga í leikinn og spila smá stund. Fabio fannst það hið besta mál en ég hugsa að leyfið hafi verið auðfengnara vegna þess að við unnum Búlgaríu 4:0!"
Á meðfylgjandi mynd þakkar Jamie Steven vini sínum fyrir að koma í ágóðaleikinn um leið og Steven fór af velli.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan