| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Markalaust í Hollandi
Liverpool gerði 0-0 jafntefli við hollenska liðið Utrecht í gær. Heimamenn voru heilt yfir sterkari í leiknum en náðu ekki að koma boltanum framhjá Pepe Reina.
Bæði lið fengu sín færi en heimamenn komust kannski næst því að skora þegar Raul Meireles bjargaði á línu með skalla, einnig kom Pepe Reina nokkrum sinnum til bjargar með góðum markvörslum. Liverpool eru í toppsæti riðilsins með fjögur stig og næstu tveir leikir eru að heiman og heima gegn Napoli.
Heimamenn byrjuðu sterkari og þegar Christian Poulsen átti slaka sendingu til Lucas komst Ricky van Wolfswinkel í sendinguna en skot hans var ekki nógu gott. Stuttu síðar náði svo Edouard Duplan skoti að marki eftir að hafa fengið boltann frá Joe Cole og hinumegin náði Glen Johnson að komast upp að endamörkum en sending hans náði ekki Torres sem kom hlaupandi í átt að marki.
Fyrsta skot Liverpool á markið kom eftir 10 mínútur þegar Meireles átti skot af um 20 metra færi sem markvörður heimamanna átti ekki í teljandi vandræðum með. Lucas og Joe Cole áttu líka sínar tilraunir en skot þeirra enduðu í auglýsingaskiltunum, Jacob Mulenga átti svo skot að marki eftir að hafa komist innfyrir Martin Kelly, en skotið var laust.
Glen Johnson hélt áfram að æða upp hægri kantinn og sending hans fyrir markið hitt á skallann á Raul Meireles en laus skalli hans olli ekki vandræðum. Heimamenn skoruðu svo mark eftir hornspyrnu á 23. mínútu en það var dæmt af þar sem dómarinn taldi að Mulenga hefði hrint varnarmönnum Liverpool rétt áður en Ton du Chatinier skaut í markið. Skömmu síðar náði Tim Cornelisse sendingu fyrir markið sem Reina hélt ekki en hann var þó fljótur til og varði skot frá Duplan.
Fernando Torres komst svo í ágætt skotfæri vinstra megin fyrir utan vítateig, hann reyndi að setja boltann í fjærhornið en því miður skaust hann rétt framhjá stönginni. Það sem eftir lifði hálfleiks voru heimamenn mun hættulegri. Lucas átti slæma sendingu á 35. mínútu sem Duplan komst inní, Lucas reyndi hvað hann gat til að stöðva leikmanninn en braut á honum rétt fyrir utan teig og uppskar gult spjald fyrir. Heimamenn náðu hinsvegar ekki að nýta sér þessa aukaspyrnu og þrumuðu boltanum í varnarvegg Liverpool.
Utrecht menn héldu áfram að þjarma að Liverpool mönnum og fengu hættulegt færi er Kuyt var kærulaus inní sínum eigin vítateig, hann lét Dries Mertens taka af sér boltann en Reina kom til bjargar og varði boltann, Spánverjinn skammaði Kuyt líka hressilega fyrir kæruleysið. Upp úr hornspyrnunni tapaði svo Kuyt skallaeinvígi við Cornelisse en skallinn fór vel framhjá.
Liverpool menn komu aðeins beittari til leiks í síðari hálfleik, eftir 8 mínútna leik sendi Glen Johnson boltann inní vítateig þar sem Torres náði skoti sem sveif hátt upp í stúku. Heimamenn komust svo í gott færi þegar van Wolfswinkel var nálægt því að ná til boltans á hættulegum stað en Reina kom til bjargar. Nokkrum sekúndum síðar bjargaði Meireles svo á línu eftir hornspyrnu. Reina náði boltanum eftir skallann frá Meireles, spyrnti boltanum langt fram til Kuyt sem óð upp hægri kantinn, hann náði fyrirgjöf inní vítateig en Torres lét markmanninn verja frá sér.
Leikurinn var mjög opinn á þessum tímapunkti og Alje Schut hefði átt að gera betur þegar hann komst í gott færi, stuttu síðar skallaði svo Martin Skrtel boltann í þverslána en ef boltinn hefði farið í markið hefði það verið dæmt af vegna rangstöðu. Silberbauer átti svo hörkuskot á 72. mínútu sem fór rétt yfir mark Reina.
Eftir því sem leið á leikinn fjaraði hann hægt og rólega út, Maxi Rodriguez, sem kom inná sem varamaður átti bakfallsspyrnu inní vítateig eftir sendingu frá Kuyt en Maxi var langt frá því að hitta markið. Síðasta færið, sem vert er að telja upp, féll heimamönnum í skaut eftir varnarmistök hjá Martin Kelly en Mulenga skaut framhjá.
Utrecht: Vorm, Schut, Cornelisse, Nesu, Silberbauer, Wuytens, Lensky (Nijholt 82. mín.), Mertens, Mulenga, Duplan (Maguire 69. mín.), van Wolfswinkel. Ónotaðir varamenn: Sinouh, Keller, Vorstermams, Van Der Maarel og Demouge.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Kelly, Leiva, Poulsen, Cole (Rodriguez, 81. mín.), Meireles, Kuyt, Torres. Ónotaðir varamenn: Jones, Kyrgiakos, Spearing, Babel, Jovanovic og Ngog.
Gul spjöld: Lucas, Raul Meireles og Martin Kelly.
Áhorfendur á Nieuwe Galgenwaard: 23,662.
Maður leiksins: Pepe Reina stóð sig best leikmanna Liverpool. Hann varði vel þegar á þurfti að halda og var iðulega fljótur að koma boltanum í leik.
Roy Hodgson: ,,Þetta var gott stig. Við vissum að leikurinn yrði erfiður. Í þau skipti sem að þeir sköpuðu sér færi þá var það vegna mistaka okkar. Þeir fengu færi vegna einstaklingsmistaka. Mér fannst holningin á liðinu og það hvernig við nálguðumst leikinn eiga hrós skilið. Við fengum einnig færi. Þetta var ekki leiðinlegt 0-0 jafntefli, það var mikið að gerast á báðum endum vallarins."
Fróðleikur:
- Liverpool sitja í toppsæti K-riðils með fjögur stig eftir tvo leiki.
- Þetta var í fjórða sinn á leiktíðinni sem Pepe Reina heldur markinu hreinu.
- Þetta var í fyrsta skipti síðan í apríl sem Fernando Torres byrjar leik í Evrópukeppni.
- Jamie Carragher spilaði sinn 640. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
Bæði lið fengu sín færi en heimamenn komust kannski næst því að skora þegar Raul Meireles bjargaði á línu með skalla, einnig kom Pepe Reina nokkrum sinnum til bjargar með góðum markvörslum. Liverpool eru í toppsæti riðilsins með fjögur stig og næstu tveir leikir eru að heiman og heima gegn Napoli.
Heimamenn byrjuðu sterkari og þegar Christian Poulsen átti slaka sendingu til Lucas komst Ricky van Wolfswinkel í sendinguna en skot hans var ekki nógu gott. Stuttu síðar náði svo Edouard Duplan skoti að marki eftir að hafa fengið boltann frá Joe Cole og hinumegin náði Glen Johnson að komast upp að endamörkum en sending hans náði ekki Torres sem kom hlaupandi í átt að marki.
Fyrsta skot Liverpool á markið kom eftir 10 mínútur þegar Meireles átti skot af um 20 metra færi sem markvörður heimamanna átti ekki í teljandi vandræðum með. Lucas og Joe Cole áttu líka sínar tilraunir en skot þeirra enduðu í auglýsingaskiltunum, Jacob Mulenga átti svo skot að marki eftir að hafa komist innfyrir Martin Kelly, en skotið var laust.
Glen Johnson hélt áfram að æða upp hægri kantinn og sending hans fyrir markið hitt á skallann á Raul Meireles en laus skalli hans olli ekki vandræðum. Heimamenn skoruðu svo mark eftir hornspyrnu á 23. mínútu en það var dæmt af þar sem dómarinn taldi að Mulenga hefði hrint varnarmönnum Liverpool rétt áður en Ton du Chatinier skaut í markið. Skömmu síðar náði Tim Cornelisse sendingu fyrir markið sem Reina hélt ekki en hann var þó fljótur til og varði skot frá Duplan.
Fernando Torres komst svo í ágætt skotfæri vinstra megin fyrir utan vítateig, hann reyndi að setja boltann í fjærhornið en því miður skaust hann rétt framhjá stönginni. Það sem eftir lifði hálfleiks voru heimamenn mun hættulegri. Lucas átti slæma sendingu á 35. mínútu sem Duplan komst inní, Lucas reyndi hvað hann gat til að stöðva leikmanninn en braut á honum rétt fyrir utan teig og uppskar gult spjald fyrir. Heimamenn náðu hinsvegar ekki að nýta sér þessa aukaspyrnu og þrumuðu boltanum í varnarvegg Liverpool.
Utrecht menn héldu áfram að þjarma að Liverpool mönnum og fengu hættulegt færi er Kuyt var kærulaus inní sínum eigin vítateig, hann lét Dries Mertens taka af sér boltann en Reina kom til bjargar og varði boltann, Spánverjinn skammaði Kuyt líka hressilega fyrir kæruleysið. Upp úr hornspyrnunni tapaði svo Kuyt skallaeinvígi við Cornelisse en skallinn fór vel framhjá.
Liverpool menn komu aðeins beittari til leiks í síðari hálfleik, eftir 8 mínútna leik sendi Glen Johnson boltann inní vítateig þar sem Torres náði skoti sem sveif hátt upp í stúku. Heimamenn komust svo í gott færi þegar van Wolfswinkel var nálægt því að ná til boltans á hættulegum stað en Reina kom til bjargar. Nokkrum sekúndum síðar bjargaði Meireles svo á línu eftir hornspyrnu. Reina náði boltanum eftir skallann frá Meireles, spyrnti boltanum langt fram til Kuyt sem óð upp hægri kantinn, hann náði fyrirgjöf inní vítateig en Torres lét markmanninn verja frá sér.
Leikurinn var mjög opinn á þessum tímapunkti og Alje Schut hefði átt að gera betur þegar hann komst í gott færi, stuttu síðar skallaði svo Martin Skrtel boltann í þverslána en ef boltinn hefði farið í markið hefði það verið dæmt af vegna rangstöðu. Silberbauer átti svo hörkuskot á 72. mínútu sem fór rétt yfir mark Reina.
Eftir því sem leið á leikinn fjaraði hann hægt og rólega út, Maxi Rodriguez, sem kom inná sem varamaður átti bakfallsspyrnu inní vítateig eftir sendingu frá Kuyt en Maxi var langt frá því að hitta markið. Síðasta færið, sem vert er að telja upp, féll heimamönnum í skaut eftir varnarmistök hjá Martin Kelly en Mulenga skaut framhjá.
Utrecht: Vorm, Schut, Cornelisse, Nesu, Silberbauer, Wuytens, Lensky (Nijholt 82. mín.), Mertens, Mulenga, Duplan (Maguire 69. mín.), van Wolfswinkel. Ónotaðir varamenn: Sinouh, Keller, Vorstermams, Van Der Maarel og Demouge.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Kelly, Leiva, Poulsen, Cole (Rodriguez, 81. mín.), Meireles, Kuyt, Torres. Ónotaðir varamenn: Jones, Kyrgiakos, Spearing, Babel, Jovanovic og Ngog.
Gul spjöld: Lucas, Raul Meireles og Martin Kelly.
Áhorfendur á Nieuwe Galgenwaard: 23,662.
Maður leiksins: Pepe Reina stóð sig best leikmanna Liverpool. Hann varði vel þegar á þurfti að halda og var iðulega fljótur að koma boltanum í leik.
Roy Hodgson: ,,Þetta var gott stig. Við vissum að leikurinn yrði erfiður. Í þau skipti sem að þeir sköpuðu sér færi þá var það vegna mistaka okkar. Þeir fengu færi vegna einstaklingsmistaka. Mér fannst holningin á liðinu og það hvernig við nálguðumst leikinn eiga hrós skilið. Við fengum einnig færi. Þetta var ekki leiðinlegt 0-0 jafntefli, það var mikið að gerast á báðum endum vallarins."
Fróðleikur:
- Liverpool sitja í toppsæti K-riðils með fjögur stig eftir tvo leiki.
- Þetta var í fjórða sinn á leiktíðinni sem Pepe Reina heldur markinu hreinu.
- Þetta var í fyrsta skipti síðan í apríl sem Fernando Torres byrjar leik í Evrópukeppni.
- Jamie Carragher spilaði sinn 640. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan