| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Vandræði með vinstri bakverði
Allir vinstri bakverðir félagsins eru nú á meiðslalista þannig að svo gæti farið að Jamie Carragher þyrfti að leysa stöðuna gegn Blackpool á morgun.

Martin Kelly var eini vinstri bakvörðurinn í leikhæfu ástandi á fimmtudaginn, þegar liðið mætti Utrecht í Evrópudeildinni, en hann verður frá á morgun vegna smávægilegra hnémeiðsla.
Paul Konchesky er sem kunnugt er meiddur og Fabio Aurelio sömuleiðis. Miðvörðurinn Daniel Agger, sem hefur leyst stöðuna af og til í haust, er einnig meiddur þannig að hinn 17 ára Jack Robinson er sem stendur eini vinstri bakvörður félagsins sem er heill heilsu. Talið er ólíklegt að Hodgson treysti honum í leikinn.
Líklegra verður að teljast að Hodgson biðji Jamie Carragher að færa sig út til vinstri og Grikkinn Sotirios Kyrgiakos komi inn í miðvörðinn í staðinn fyrir Jamie.
Jamie er reyndur alvanur að spila allar stöður í vörninni, spilaði meðal annars sem vinstri bakvörður mest allt tímabilið þegar Liverpool vann þrennuna undir stjórn Gerard Houllier, þannig að vandræðin eru nú kannski ekki grafalvarleg.

Martin Kelly var eini vinstri bakvörðurinn í leikhæfu ástandi á fimmtudaginn, þegar liðið mætti Utrecht í Evrópudeildinni, en hann verður frá á morgun vegna smávægilegra hnémeiðsla.
Paul Konchesky er sem kunnugt er meiddur og Fabio Aurelio sömuleiðis. Miðvörðurinn Daniel Agger, sem hefur leyst stöðuna af og til í haust, er einnig meiddur þannig að hinn 17 ára Jack Robinson er sem stendur eini vinstri bakvörður félagsins sem er heill heilsu. Talið er ólíklegt að Hodgson treysti honum í leikinn.
Líklegra verður að teljast að Hodgson biðji Jamie Carragher að færa sig út til vinstri og Grikkinn Sotirios Kyrgiakos komi inn í miðvörðinn í staðinn fyrir Jamie.
Jamie er reyndur alvanur að spila allar stöður í vörninni, spilaði meðal annars sem vinstri bakvörður mest allt tímabilið þegar Liverpool vann þrennuna undir stjórn Gerard Houllier, þannig að vandræðin eru nú kannski ekki grafalvarleg.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan