| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Vinskapurinn lagður til hliðar
David Moyes og Roy Hodgson eru góðir vinir, en í dag verður vinskapurinn lagður til hliðar þegar þeir félagar berjast um dýrmæt stig í botnbaráttu Úrvalsdeildarinnar.
Moyes og Hodgson hafa báðir átt betri daga á ferli sínum sem framkvæmdastjórar. Lið þeirra beggja hafa byrjað tímabilið afleitlega og það er þeim þessvegna báðum gríðarlega mikilvægt að hala inn 3 dýrmæt stig í dag. Það er alveg ljóst að ekkert verður gefið eftir og enginn tími til að hugsa um kunningskap.
,,Við leggjum vinskapinn til hliðar í dag", segir David Moyes. Við vorum saman í Belgíu í vikunni að fylgjast með leik í undankeppni EM. Við fórum saman í flugvél, fengum okkur drykk saman og borðuðum saman eftir leikinn. Það fór vel á með okkur, eins og alltaf, en í dag verða engir vinagreiðar í spilunum."
,,Þetta er dagurinn sem öllu skiptir í Liverpool. Á degi sem þessum sundrast fjölskyldur og vinabönd bresta um stundarsakir, allt eftir því með hvoru liðinu fólk heldur. Það snýst allt um þennan leik í dag."
,,Við Roy erum góðir vinir og mér líður vel í hans félagsskap. En í dag erum við fagmenn hjá sitt hvoru félaginu og verðum að leggja allt í sölurnar til að ná góðum úrslitum. Roy er mikill fagmaður og það er mikil virðing borin fyrir honum í boltanum. Þegar ég var að læra að vera þjálfari og stjóri þá kenndi Roy mér sitthvað. Hann er mjög góður í að segja fólki til og þekkir boltann út og inn."
David Moyes er ekki á því að eigendaskiptin hjá Liverpool og allur hasarinn í kringum þau hafi áhrif á leikinn í dag.
,,Ég veit ekki hvað skal segja um það, en ég hef í rauninni ekki trú á því að leikmennirnir séu mikið að spá í það. Ég veit að Roy er frábær stjóri og honum mun örugglega takast að fá leikmenn sína til að einbeita sér að leiknum og engu öðru. Ef þú ert atvinnuknattspyrnumaður þá felst vinna þín í að spila knattspyrnu. Þú færð borgað fyrir það, ekki fyrir að velta þér upp úr einhverjum eigendaskiptum og dómsmálum."
Moyes og Hodgson hafa báðir átt betri daga á ferli sínum sem framkvæmdastjórar. Lið þeirra beggja hafa byrjað tímabilið afleitlega og það er þeim þessvegna báðum gríðarlega mikilvægt að hala inn 3 dýrmæt stig í dag. Það er alveg ljóst að ekkert verður gefið eftir og enginn tími til að hugsa um kunningskap.
,,Við leggjum vinskapinn til hliðar í dag", segir David Moyes. Við vorum saman í Belgíu í vikunni að fylgjast með leik í undankeppni EM. Við fórum saman í flugvél, fengum okkur drykk saman og borðuðum saman eftir leikinn. Það fór vel á með okkur, eins og alltaf, en í dag verða engir vinagreiðar í spilunum."
,,Þetta er dagurinn sem öllu skiptir í Liverpool. Á degi sem þessum sundrast fjölskyldur og vinabönd bresta um stundarsakir, allt eftir því með hvoru liðinu fólk heldur. Það snýst allt um þennan leik í dag."
,,Við Roy erum góðir vinir og mér líður vel í hans félagsskap. En í dag erum við fagmenn hjá sitt hvoru félaginu og verðum að leggja allt í sölurnar til að ná góðum úrslitum. Roy er mikill fagmaður og það er mikil virðing borin fyrir honum í boltanum. Þegar ég var að læra að vera þjálfari og stjóri þá kenndi Roy mér sitthvað. Hann er mjög góður í að segja fólki til og þekkir boltann út og inn."
David Moyes er ekki á því að eigendaskiptin hjá Liverpool og allur hasarinn í kringum þau hafi áhrif á leikinn í dag.
,,Ég veit ekki hvað skal segja um það, en ég hef í rauninni ekki trú á því að leikmennirnir séu mikið að spá í það. Ég veit að Roy er frábær stjóri og honum mun örugglega takast að fá leikmenn sína til að einbeita sér að leiknum og engu öðru. Ef þú ert atvinnuknattspyrnumaður þá felst vinna þín í að spila knattspyrnu. Þú færð borgað fyrir það, ekki fyrir að velta þér upp úr einhverjum eigendaskiptum og dómsmálum."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan