| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Markalaust í Napoli
Napoli og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í tilþrifalitlum leik í Evrópudeildinni í kvöld.
Liverpoll stillti ekki upp sínu sterkasta liði á San Paolo leikvanginum í Napoli. Steven Gerrard og Fernando Torres urðu eftir heima á Englandi og Joe Cole sat á bekknum. Jonjo Shelvey fékk kærkomið tækifæri í byrjunarliðinu, sem og Ryan Babel. Markahæsti leikmaður Liverpool á þessari leiktíð, David NGog, var einn í framlínunni.
Liverpool var heldur sterkari aðilinn í leiknum framan af, hélt boltanum meira en gerði svo sem engar rósir. Ryan Babel átti möguleika á marktækifæri eftir u.þ.b. 10 mínútna leik, en fyrsta snerting hans var afleit og það færi varð að engu.
En þrátt fyrir að Liverpool væri meira með boltann á fyrstu mínútum leiksin var það Napoli sem átti fyrsta færið. Það kom á 18. mínútu þegar heimaliðið fékk hornspyrnu eftir ágæta sókn. Boltinn barst þá fyrir markið á Christian Maggio sem var aleinn og óvaldaður af einhverjum ástæðum. En sem betur fer þrumaði Maggio boltanum í Marek Hamsik samherja sinn og Liverpool slapp með skrekkinn.
Fyrsta gula spjald leiksins fór á loft á 22. mínútu. Það var Slóvakinn Martin Skrtel sem fékk að líta það eftir klaufalega tæklingu.
Það sem eftir lifði hálfleiksins gekk ekki mikið á. Liverpool var áfram heldur meira með boltann en leikur liðsins var eins og svo oft áður hægur og bitlaus og liðið skapaði sér ekki eitt einasta færi allan hálfleikinn.
Rétt fyrir leikhlé mátti síðan engu muna að Napoli kæmist yfir í leiknum, þegar Paul Konchesky bjargaði skoti Marek Hamsik á línu. Við fyrstu sýn virtist boltinn hafa farið inn fyrir línuna og mikil læti brutust út á San Paolo, en í endursýningu mátti glögglega sjá að boltinn fór ekki allur yfir línuna. Sem betur fer fyrir okkar menn.
0-0 í hálfleik og ekki mikið að segja um leik Liverpool. Jonjo Shelvey og Milan Jovanovic voru einna frískastir okkar manna í fyrri hálfleiknum, en liðið sótti á fáum mönnum og skapaði sér engin almennileg færi gegn liði Napoli sem spilaði þó alls ekki vel í kvöld.
Það bar til tíðinda þegar síðari hálfleikur hófst að Jamie Carragher var hvergi sjáanlegur. Grikkinn Sotirios Kyrgiakos kom inn í hans stað og Pepe Reina tók við fyrirliðabandinu sem Carra hafði borið í fjarveru Steven Gerrard.
Eftir leikinn kom fram að Carragher va ekki meiddur, heldur vildi Hodgson hvíla kappann.
Annars rúllaði síðari hálfleikurinn af stað á svipuðum nótum og hinn fyrri hafði verið. Liverpool var meira með boltann, án þess að skapa sér nein færi og Napoli fékk fyrsta færi hálfleiksins. Þá fór Walter Gargano illa með varnarmenn Liverpool og kom boltanum á landa sinn Edison Cavani, sem náði ekki almennilegum krafti í skot sitt og eftirleikurinn því auðveldur fyrir Pepe Reina í marki Liverpool.
Á 56. mínútu fékk Ítalinn Michele Pazienza gult spjald fyrir að sparka í andlit Jay Spearing. Atvikið leit illa út í fyrstu, en Spearing slasaðist sem betur fer ekki.
Á 60. mínútu var Cavani aftur á ferðinni, en aftur sá Reina við honum.
Á 65. mínútu leiksins kom önnur skipting Liverpool liðsins, þegar Fabio Aurelio leysti Paul Konchesky af í vinstri bakverðinum. þetta var fyrsti leikur Aurelio eftir erfið meiðsli og ánægjulegt að hann sé kominn af stað á ný.
Á 70. mínútu komst Ryan Babel síðan í dauðafæri eftir góða sendingu Milan Jovanovic, en De Sanctis markvörður Napoli liðsins sá því miður við honum.
Ryan Babel var síðan skipt út af á 77. mínútu leiksins. Joe Cole kom inn á fyrir Hollendinginn og hleypti örlitlu lífi í sóknarleik Liverpool liðsins.
Á 81. mínútu átti Jovanovic aftur góða sendingu inn í teig. Nú var það David NGog sem tók við boltanum og var ekki langt frá því að skora. En Ítalirnir sáu við Frakkanum að þessu sinni.
Það sem eftir lifði leiks gerðist fátt markvert og eftir 92 mínútur á San Paolo varð niðurstaðan markalaust jafntefli.
Liverpool: Reina, Kelly, Konchesky (Aurelio 65. mín.), Skrtel, Carragher (Kyrgiakos 46. mín.), Spearing, Poulsen, Shelvey, Babel (Cole 77. mín.), Jovanovic og NGog. Ónotaðir varamenn: Jones, Eccleston, Wilson og Rodriguez.
Gult spjald: Skrtel.
Napoli: De Sanctis, Campagnaro, Cannavaro, Aronica, Maggio (Zuniga 76. mín.), Pazienza , Gargano (Yebda 83. mín.), Dossena, Hamsik (Sosa 85. mín.), Lavezzi og Cavani. Ónotaðir varamenn: Iezzo, Grava, Dumitru, Cribari.
Gult spjald: Pazienza.
Áhorfendur á San Paolo: 55.489
Maður leiksins: Pepe Reina var þegar á allt er litið traustasti maður Liverpool í leiknum, eins og svo oft áður. hann hafði að vísu ekki mikið að gera, en greip vel inn í leikinn þegar á þurfti að halda.
Roy Hodgson: Það var margt mjög jákvætt í okkar leik í kvöld. Við spiluðum mjög vel og náðum í dýrmætt stig gegn fjórða besta liði Ítalíu.
Staðan í riðlinum:
Liverpoll stillti ekki upp sínu sterkasta liði á San Paolo leikvanginum í Napoli. Steven Gerrard og Fernando Torres urðu eftir heima á Englandi og Joe Cole sat á bekknum. Jonjo Shelvey fékk kærkomið tækifæri í byrjunarliðinu, sem og Ryan Babel. Markahæsti leikmaður Liverpool á þessari leiktíð, David NGog, var einn í framlínunni.
Liverpool var heldur sterkari aðilinn í leiknum framan af, hélt boltanum meira en gerði svo sem engar rósir. Ryan Babel átti möguleika á marktækifæri eftir u.þ.b. 10 mínútna leik, en fyrsta snerting hans var afleit og það færi varð að engu.
En þrátt fyrir að Liverpool væri meira með boltann á fyrstu mínútum leiksin var það Napoli sem átti fyrsta færið. Það kom á 18. mínútu þegar heimaliðið fékk hornspyrnu eftir ágæta sókn. Boltinn barst þá fyrir markið á Christian Maggio sem var aleinn og óvaldaður af einhverjum ástæðum. En sem betur fer þrumaði Maggio boltanum í Marek Hamsik samherja sinn og Liverpool slapp með skrekkinn.
Fyrsta gula spjald leiksins fór á loft á 22. mínútu. Það var Slóvakinn Martin Skrtel sem fékk að líta það eftir klaufalega tæklingu.
Það sem eftir lifði hálfleiksins gekk ekki mikið á. Liverpool var áfram heldur meira með boltann en leikur liðsins var eins og svo oft áður hægur og bitlaus og liðið skapaði sér ekki eitt einasta færi allan hálfleikinn.
Rétt fyrir leikhlé mátti síðan engu muna að Napoli kæmist yfir í leiknum, þegar Paul Konchesky bjargaði skoti Marek Hamsik á línu. Við fyrstu sýn virtist boltinn hafa farið inn fyrir línuna og mikil læti brutust út á San Paolo, en í endursýningu mátti glögglega sjá að boltinn fór ekki allur yfir línuna. Sem betur fer fyrir okkar menn.
0-0 í hálfleik og ekki mikið að segja um leik Liverpool. Jonjo Shelvey og Milan Jovanovic voru einna frískastir okkar manna í fyrri hálfleiknum, en liðið sótti á fáum mönnum og skapaði sér engin almennileg færi gegn liði Napoli sem spilaði þó alls ekki vel í kvöld.
Það bar til tíðinda þegar síðari hálfleikur hófst að Jamie Carragher var hvergi sjáanlegur. Grikkinn Sotirios Kyrgiakos kom inn í hans stað og Pepe Reina tók við fyrirliðabandinu sem Carra hafði borið í fjarveru Steven Gerrard.
Eftir leikinn kom fram að Carragher va ekki meiddur, heldur vildi Hodgson hvíla kappann.
Annars rúllaði síðari hálfleikurinn af stað á svipuðum nótum og hinn fyrri hafði verið. Liverpool var meira með boltann, án þess að skapa sér nein færi og Napoli fékk fyrsta færi hálfleiksins. Þá fór Walter Gargano illa með varnarmenn Liverpool og kom boltanum á landa sinn Edison Cavani, sem náði ekki almennilegum krafti í skot sitt og eftirleikurinn því auðveldur fyrir Pepe Reina í marki Liverpool.
Á 56. mínútu fékk Ítalinn Michele Pazienza gult spjald fyrir að sparka í andlit Jay Spearing. Atvikið leit illa út í fyrstu, en Spearing slasaðist sem betur fer ekki.
Á 60. mínútu var Cavani aftur á ferðinni, en aftur sá Reina við honum.
Á 65. mínútu leiksins kom önnur skipting Liverpool liðsins, þegar Fabio Aurelio leysti Paul Konchesky af í vinstri bakverðinum. þetta var fyrsti leikur Aurelio eftir erfið meiðsli og ánægjulegt að hann sé kominn af stað á ný.
Á 70. mínútu komst Ryan Babel síðan í dauðafæri eftir góða sendingu Milan Jovanovic, en De Sanctis markvörður Napoli liðsins sá því miður við honum.
Ryan Babel var síðan skipt út af á 77. mínútu leiksins. Joe Cole kom inn á fyrir Hollendinginn og hleypti örlitlu lífi í sóknarleik Liverpool liðsins.
Á 81. mínútu átti Jovanovic aftur góða sendingu inn í teig. Nú var það David NGog sem tók við boltanum og var ekki langt frá því að skora. En Ítalirnir sáu við Frakkanum að þessu sinni.
Það sem eftir lifði leiks gerðist fátt markvert og eftir 92 mínútur á San Paolo varð niðurstaðan markalaust jafntefli.
Liverpool: Reina, Kelly, Konchesky (Aurelio 65. mín.), Skrtel, Carragher (Kyrgiakos 46. mín.), Spearing, Poulsen, Shelvey, Babel (Cole 77. mín.), Jovanovic og NGog. Ónotaðir varamenn: Jones, Eccleston, Wilson og Rodriguez.
Gult spjald: Skrtel.
Napoli: De Sanctis, Campagnaro, Cannavaro, Aronica, Maggio (Zuniga 76. mín.), Pazienza , Gargano (Yebda 83. mín.), Dossena, Hamsik (Sosa 85. mín.), Lavezzi og Cavani. Ónotaðir varamenn: Iezzo, Grava, Dumitru, Cribari.
Gult spjald: Pazienza.
Áhorfendur á San Paolo: 55.489
Maður leiksins: Pepe Reina var þegar á allt er litið traustasti maður Liverpool í leiknum, eins og svo oft áður. hann hafði að vísu ekki mikið að gera, en greip vel inn í leikinn þegar á þurfti að halda.
Roy Hodgson: Það var margt mjög jákvætt í okkar leik í kvöld. Við spiluðum mjög vel og náðum í dýrmætt stig gegn fjórða besta liði Ítalíu.
Staðan í riðlinum:
Leikir | S |
J |
T |
M |
F |
+/- |
Stig |
||
1 | Liverpool FC | 3 | 1 | 2 | 0 | 4 | 1 | 3 | 5 |
2 | SSC Napoli | 3 | 0 | 3 | 0 | 3 | 3 | 0 | 3 |
3 | FC Utrecht | 3 | 0 | 3 | 0 | 1 | 1 | 0 | 3 |
4 | FC Steaua Bucuresti | 3 | 0 | 2 | 1 | 5 | 8 | -3 | 2 |
Fróðleikur
- Liverpool og Napólí mættust í fyrsta sinni í sögunni.
- Liverpool hefur þar með mætt 111 liðum í Evrópusögu sinni.
- Liverpool hefur enn ekki tapað Evrópuleik á leiktíðinni.
- Enskt lið hefur aldrei skorað í Napólí.
- Andrea Dossena lék gegn sínum gölmu félögum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
- Liverpool og Napólí mættust í fyrsta sinni í sögunni.
- Liverpool hefur þar með mætt 111 liðum í Evrópusögu sinni.
- Liverpool hefur enn ekki tapað Evrópuleik á leiktíðinni.
- Enskt lið hefur aldrei skorað í Napólí.
- Andrea Dossena lék gegn sínum gölmu félögum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan