| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Upp úr fallsæti !
Sigur vannst á Bolton Wanderers í 10. umferð Úrvalsdeildarinnar. Sigurinn lyfti liðinu upp í 12. sæti deildarinnar og var virkilega kærkominn. Hetja dagsins var Maxi Rodriguez.
Roy Hodgson stillti upp óbreyttu liði frá því í sigrinum gegn Blackburn og byrjaði Liverpool betur í leiknum og skallaði Fernando Torres yfir markið eftir hornspyrnu Gerrard á fjórðu mínútu. Ekki svo löngu síðar misstu leikmenn Bolton boltann á eigin vallarhelmingi, Steven Gerrard var fljótur að átta sig og sendi boltann beint á Fernando Torres sem virtist vera kominn einn í gegn, einn varnarmanna Bolton náði honum þó og þegar Torres reyndi að leika á hann virtist hann missa boltann of langt frá sér og hættunni var afstýrt.
Heimamenn sóttu aðeins í sig veðrið er leið á leikinn og á 23. mínútu átti Stuart Holden þrumuskot að marki fyrir utan vítateig sem Pepe Reina þurfti að kýla í burtu. Bolton menn vildu svo fá vítaspyrnu þegar fyrirgjöf frá vinstri kanti fór í hendina á Jamie Carragher rétt innan vítateigs en Martin Atkinson dæmdi ekki neitt.
Síðasta færi fyrri hálfleiks féll svo Steven Gerrard í skaut er hann fékk gott tækifæri til að láta vaða á markið rétt fyrir utan vítateig. Gerrard gerði ekki betur en það að hann skaut langt framhjá markinu við mikil fagnaðarlæti áhorfenda á Rebook vellinum.
Bolton menn hófu svo síðari hálfleikinn af miklum krafti og þurfti Paul Konchesky að vera vel vakandi í vörninni þegar Kevin Davies var nálægt því að koma skoti á markið inni í vítateig.
Á 60. mínútu meiddist svo Joe Cole aftan í læri og þurfti hann að fara útaf, inná í hans stað kom David Ngog sem þýddi greinilega að Roy Hodgson vildi sækja til sigurs. Sotirios Kyrgiakos, sem var sífellt ógnandi í föstum leikatriðum Liverpool, átti svo góðan skalla að marki skömmu síðar en skalli hans fór yfir.
Maxi Rodriguez átti svo hörku gott skot með hálfgerðri bakfallsspyrnu inní vítateig eftir ágætis sókn, boltinn sigldi hinsvegar yfir þverslána og lenti ofaná markinu. Bæði lið sóttu stíft til sigus og reyndu hvað þau gátu til að ná honum. Zat Knight átti skalla yfir mark Pepe Reina eftir hornspyrnu og Kevin Davies skallaði hárfínt framhjá fjærstönginni eftir aukaspyrnu frá hægri kanti, þar má segja að besta færi Bolton manna hafi farið forgörðum.
Sóknarleikur Liverpool hafði farið batnandi eftir því sem leið á síðari hálfleikinn og þá sérstaklega með innkomu David Ngog. Að lokum fór það svo að þeir náðu að brjóta ísinn eða nánar tiltekið á 86. mínútu. Lucas sendi í fæturna á Torres sem sneri baki í markið rétt fyrir utan vítateig. Hann sendi boltann viðstöðulaust með hælspyrnu á milli fótanna á einum varnarmanna Bolton, þar kom svo Maxi Rodriguez aðvífandi, tók boltann með sér inní vítateig og stangaði hann með tánni framhjá Jaaskalainen í marki Bolton. Markvörðurinn finnski hafði reyndar aðeins hendur á boltanum en hann skoppaði engu að síður í þrverslána og inn. Mikil fagnaðarlæti brutust út og leikmenn og stuðningsmenn fögnuðu markinu vel og innilega.
Heimamenn í Bolton náðu ekki að skapa sér markvert færi það sem eftir lifði leiks og lokaflauti dómarans var vel fagnað.
Bolton Wanderers: Jaaskelainen, Steinsson, Cahill, Knight, Robinson, Muamba, Holden, Taylor (Blake, 87. mín.), Chung-Yong (Rodrigo, 74. mín.), Elmander (Klasnic, 82. mín.), Davies: Ónotaðir varamenn: Bogdan, M. Davies, Ricketts og Cohen.
Gul spjöld: Matthew Taylor og Grétar Rafn Steinsson.
Liverpool: Reina, Carragher, Kyrgiakos, Skrtel, Konchesky, Lucas, Meireles (Poulsen 90. mín.), Rodriguez, Cole (Ngog 62. mín.), Gerrard, Torres. Ónotaðir varamenn: Hansen, Kelly, Spearing, Shelvey og Jovanovic.
Mark Liverpool: Maxi Rodriguez (86. mín.).
Gul spjöld: Paul Konchesky og Martin Skrtel.
Áhorfendur á Reebook vellinum: 25.171.
Maður leiksins: Í heildina má kannski segja að liðið hafi ekki spilað mjög vel í leiknum en vörnin stóð þó fyrir sínu. Hetjan hlýtur þó að vera Maxi Rodriguez sem skoraði eina mark leiksins sem var gríðarlega mikilvægt. Rodriguez óx eftir því sem leið á leikinn og lét mikið að sér kveða í síðari hálfleik.
Roy Hodgson: ,,Við fengum nokkur góð tækifæri og ákkúrat þegar ég hélt að við værum að brjóta ísinn töpuðum við boltanum. Við héldum samt áfram og sem betur fer náðum við einu færi í viðbót og úr því varð mark. Það var vel að þessu staðið og frábær snerting Fernando sendi Maxi einan í gegn. Mér fannst vörnin einnig vera góð gegn liði sem ávallt er erfitt að spila gegn."
- Liverpool hafði ekki unnið tvo leiki í röð í deildinni síðan í apríl.
- Þetta var fyrsta mark Maxi Rodriguez á tímabilinu, hann hafði aðeins skorað eitt mark fyrir félagið en það kom gegn Burnley á síðasta tímabili.
- Í þeim leik vann Liverpool sinn síðasta útisigur í deildinni fyrir þennan!
- Liverpool lyfti sér upp í 12. sæti deildarinnar og er nú aðeins þremur stigum frá fimmta sætinu.
- Pepe Reina hélt markinu hreinu í fyrsta sinn í fimm leikjum í deildinni. Þetta var í þriðja sinn sem hann nær því á tímabilinu.
- Þetta var deildarleikur númer 445 hjá Jamie Carragher og leikur númer 645 í öllum keppnum hjá félaginu.
- David Ngog er sem áður markahæstur leikmanna félagsins á tímabilinu með sjö mörk.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Roy Hodgson stillti upp óbreyttu liði frá því í sigrinum gegn Blackburn og byrjaði Liverpool betur í leiknum og skallaði Fernando Torres yfir markið eftir hornspyrnu Gerrard á fjórðu mínútu. Ekki svo löngu síðar misstu leikmenn Bolton boltann á eigin vallarhelmingi, Steven Gerrard var fljótur að átta sig og sendi boltann beint á Fernando Torres sem virtist vera kominn einn í gegn, einn varnarmanna Bolton náði honum þó og þegar Torres reyndi að leika á hann virtist hann missa boltann of langt frá sér og hættunni var afstýrt.
Heimamenn sóttu aðeins í sig veðrið er leið á leikinn og á 23. mínútu átti Stuart Holden þrumuskot að marki fyrir utan vítateig sem Pepe Reina þurfti að kýla í burtu. Bolton menn vildu svo fá vítaspyrnu þegar fyrirgjöf frá vinstri kanti fór í hendina á Jamie Carragher rétt innan vítateigs en Martin Atkinson dæmdi ekki neitt.
Síðasta færi fyrri hálfleiks féll svo Steven Gerrard í skaut er hann fékk gott tækifæri til að láta vaða á markið rétt fyrir utan vítateig. Gerrard gerði ekki betur en það að hann skaut langt framhjá markinu við mikil fagnaðarlæti áhorfenda á Rebook vellinum.
Bolton menn hófu svo síðari hálfleikinn af miklum krafti og þurfti Paul Konchesky að vera vel vakandi í vörninni þegar Kevin Davies var nálægt því að koma skoti á markið inni í vítateig.
Á 60. mínútu meiddist svo Joe Cole aftan í læri og þurfti hann að fara útaf, inná í hans stað kom David Ngog sem þýddi greinilega að Roy Hodgson vildi sækja til sigurs. Sotirios Kyrgiakos, sem var sífellt ógnandi í föstum leikatriðum Liverpool, átti svo góðan skalla að marki skömmu síðar en skalli hans fór yfir.
Maxi Rodriguez átti svo hörku gott skot með hálfgerðri bakfallsspyrnu inní vítateig eftir ágætis sókn, boltinn sigldi hinsvegar yfir þverslána og lenti ofaná markinu. Bæði lið sóttu stíft til sigus og reyndu hvað þau gátu til að ná honum. Zat Knight átti skalla yfir mark Pepe Reina eftir hornspyrnu og Kevin Davies skallaði hárfínt framhjá fjærstönginni eftir aukaspyrnu frá hægri kanti, þar má segja að besta færi Bolton manna hafi farið forgörðum.
Sóknarleikur Liverpool hafði farið batnandi eftir því sem leið á síðari hálfleikinn og þá sérstaklega með innkomu David Ngog. Að lokum fór það svo að þeir náðu að brjóta ísinn eða nánar tiltekið á 86. mínútu. Lucas sendi í fæturna á Torres sem sneri baki í markið rétt fyrir utan vítateig. Hann sendi boltann viðstöðulaust með hælspyrnu á milli fótanna á einum varnarmanna Bolton, þar kom svo Maxi Rodriguez aðvífandi, tók boltann með sér inní vítateig og stangaði hann með tánni framhjá Jaaskalainen í marki Bolton. Markvörðurinn finnski hafði reyndar aðeins hendur á boltanum en hann skoppaði engu að síður í þrverslána og inn. Mikil fagnaðarlæti brutust út og leikmenn og stuðningsmenn fögnuðu markinu vel og innilega.
Heimamenn í Bolton náðu ekki að skapa sér markvert færi það sem eftir lifði leiks og lokaflauti dómarans var vel fagnað.
Bolton Wanderers: Jaaskelainen, Steinsson, Cahill, Knight, Robinson, Muamba, Holden, Taylor (Blake, 87. mín.), Chung-Yong (Rodrigo, 74. mín.), Elmander (Klasnic, 82. mín.), Davies: Ónotaðir varamenn: Bogdan, M. Davies, Ricketts og Cohen.
Gul spjöld: Matthew Taylor og Grétar Rafn Steinsson.
Liverpool: Reina, Carragher, Kyrgiakos, Skrtel, Konchesky, Lucas, Meireles (Poulsen 90. mín.), Rodriguez, Cole (Ngog 62. mín.), Gerrard, Torres. Ónotaðir varamenn: Hansen, Kelly, Spearing, Shelvey og Jovanovic.
Mark Liverpool: Maxi Rodriguez (86. mín.).
Gul spjöld: Paul Konchesky og Martin Skrtel.
Áhorfendur á Reebook vellinum: 25.171.
Maður leiksins: Í heildina má kannski segja að liðið hafi ekki spilað mjög vel í leiknum en vörnin stóð þó fyrir sínu. Hetjan hlýtur þó að vera Maxi Rodriguez sem skoraði eina mark leiksins sem var gríðarlega mikilvægt. Rodriguez óx eftir því sem leið á leikinn og lét mikið að sér kveða í síðari hálfleik.
Roy Hodgson: ,,Við fengum nokkur góð tækifæri og ákkúrat þegar ég hélt að við værum að brjóta ísinn töpuðum við boltanum. Við héldum samt áfram og sem betur fer náðum við einu færi í viðbót og úr því varð mark. Það var vel að þessu staðið og frábær snerting Fernando sendi Maxi einan í gegn. Mér fannst vörnin einnig vera góð gegn liði sem ávallt er erfitt að spila gegn."
Fróðleikur:
- Liverpool hafði ekki unnið tvo leiki í röð í deildinni síðan í apríl.
- Þetta var fyrsta mark Maxi Rodriguez á tímabilinu, hann hafði aðeins skorað eitt mark fyrir félagið en það kom gegn Burnley á síðasta tímabili.
- Í þeim leik vann Liverpool sinn síðasta útisigur í deildinni fyrir þennan!
- Liverpool lyfti sér upp í 12. sæti deildarinnar og er nú aðeins þremur stigum frá fimmta sætinu.
- Pepe Reina hélt markinu hreinu í fyrsta sinn í fimm leikjum í deildinni. Þetta var í þriðja sinn sem hann nær því á tímabilinu.
- Þetta var deildarleikur númer 445 hjá Jamie Carragher og leikur númer 645 í öllum keppnum hjá félaginu.
- David Ngog er sem áður markahæstur leikmanna félagsins á tímabilinu með sjö mörk.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan