Mark spáir í spilin
Wigan Athletic v Liverpool
Liverpool náði alveg stórgóðum úrslitum um helgina þegar liðið vann Chelsea og með því vannst fjórði leikurinn í röð. Einn af sigrunum kom í Evrópukeppninni. Það kemur þó fyrir lítið að vinna Chelsea ef ekki er hægt að sigra Wigan. Það er ekki eins erfitt að átta sig á neinu liði í Úrvalsdeildinni eins og liðinu hans Roberto Martinez. Á góðum degi virðist liðið auðveldlega geta náð 14. eða 15. sæti. En þegar liðið er illa upplagt gæti það átt erfitt með að ná einu af tíu efstu sætunum í næst efstu deild.
Spá: 1:2.
Til minnis!
- Enginn leikmaður Liverpool hefur tekið þátt í öllum leikjunum á leiktíðinni.
- David Ngog hefur skorað sjö mörk fyrir Liverpool og hefur enginn annar skorað meir.
- Liverpool hefur nú unnið þrjá deildarleiki í röð og slíkt hefur ekki gerst fyrr á stjórnartíð Roy Hodgson.
- Liverpool hefur unnið sjö af tíu deildarleikjum liðanna.
Síðast!
Liverpool tapaði í fyrsta sinn í deildarleik fyrir Wigan. Hugo Rodallega tryggði heimamönnum 1:0 sigur. Oft lék Liverpool nú illa á síðasta keppnistímabili en þessi leikur var líklega sá allra versti og er þá mikið sagt. Rafael Benítez fannst líka nóg um og gagnrýndi menn sína harðlega fyrir dugleysi eftir tapið.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni