| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Nú eru komnir fjórir sigurleikir í röð hjá mönnum Roy Hodgson og brúnin hefur heldur lyftst hjá öllum sem tengjast Liverpool á einn eða annan hátt. Liverpool lék lang, lang besta leik sinn á keppnistímabilinu núna á sunnudaginn og vann sanngjarnan sigur á Chelsea. Allt lagðist á eitt til að svo mætti fara. Leikmenn börðust allir sem einn eins og ljón undir kröftugum og miklum stuðningi bestu stuðningsmanna í heimi. Það getur ekkert annað en sigur orðið þegar svona er barist.  

                                                                             Wigan Athletic v Liverpool 

Liverpool náði alveg stórgóðum úrslitum um helgina þegar liðið vann Chelsea og með því vannst fjórði leikurinn í röð. Einn af sigrunum kom í Evrópukeppninni. Það kemur þó fyrir lítið að vinna Chelsea ef ekki er hægt að sigra Wigan. Það er ekki eins erfitt að átta sig á neinu liði í Úrvalsdeildinni eins og liðinu hans Roberto Martinez. Á góðum degi virðist liðið auðveldlega geta náð 14. eða 15. sæti. En þegar liðið er illa upplagt gæti það átt erfitt með að ná einu af tíu efstu sætunum í næst efstu deild. 

Spá: 1:2.

                                                                                   Til minnis!
 
- Enginn leikmaður Liverpool hefur tekið þátt í öllum leikjunum á leiktíðinni.

- David Ngog hefur skorað sjö mörk fyrir Liverpool og hefur enginn annar skorað meir.

- Liverpool hefur nú unnið þrjá deildarleiki í röð og slíkt hefur ekki gerst fyrr á stjórnartíð Roy Hodgson. 

- Liverpool hefur unnið sjö af tíu deildarleikjum liðanna. 

                                                                                   Síðast!

Liverpool tapaði í fyrsta sinn í deildarleik fyrir Wigan. Hugo Rodallega tryggði heimamönnum 1:0 sigur. Oft lék Liverpool nú illa á síðasta keppnistímabili en þessi leikur var líklega sá allra versti og er þá mikið sagt. Rafael Benítez fannst líka nóg um og gagnrýndi menn sína harðlega fyrir dugleysi eftir tapið.   

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan