| Sf. Gutt
TIL BAKA
Jafnt í Wigan
Eftir fjóra sigra Liverpool í röð kom jafntefli. Liverpool og Wigan skildu jöfn 1:1 í jöfnum leik á DW leikvanginum. Fernando skoraði sitt fjórða marki í fjórum leikjum.
Roy Hodgson tefldi skiljanlega fram sömu mönnum og skiluðu hinum frækilega sigri á Chelsea á sunnudaginn. Liverpool byrjaði af krafti og það voru ekki liðnar tvær mínútur þegar Lucas Leiva átti fast skot utan vítateigs sem ómanski markmaðurinn Ali Al-Habsi sló yfir. Stuðningsmenn Liverpool sem fjölmenntu til Wigan þurftu þó ekki að bíða lengi eftir marki.
Á 7. mínútu sendi Steven Gerrard stórgóða sendingu fram völlinn á Fernando Torres. Spánverjinn náði boltanum á undan varnarmanni og við vítateigslínuna sendi hann boltann í markið framhjá markmanninum sem kom út á móti honum. Frábær samvinna hjá þeim Steven og Fernando og fjórða mark heimsmeistarans í fjórum leikjum!
Níu mínútum seinna hefði Liverpool átt að skora aftur og gera út um leikinn. Gott spil inn í vítateiginn endaði með því að Dirk Kuyt skallaði boltann niður fyrir fætur fyrirliðans en Steven náði ekki að halda boltanum niðri og skot hans fór yfir. Rétt á eftir slapp Fernando einn í gegn framhjá aftasta varnarmanni en dómarinn dæmdi aukaspyrnu. Þar var dæmt rangt því varnarmaðurin datt án þess að Fernando gerði eitthvað af sér!
Upp úr miðjum hálfleik fóru heimamenn að vakna til lífsins. Á 32. mínútu skoruðu þeir mark sem réttilega var dæmt af vegna rangstöðu og þetta færði þeim vind í seglin. Fimm mínútum fyrir leikhlé kom stórhættuleg fyrirgjöf frá hægri en sem betur fer náði hinn hættulegi Hugo Rodallega ekki til boltans.
Roy varð að gera breytingu á liði sínu í leikhléinu. Jonjo Shelvey kom inn sem varamaður fyrir Raul Meireles sem var eitthvað slappur. Ungliðinn efnilegi náði ekki að sýna sitt besta og þreytumerki fóru líka að sjást á reyndari félögum hans. Leikurinn gegn Chelsea hafði greinilega tekið sinn toll. Það kom því ekki á óvart að Wigan skyldi jafna metin eftir aðeins sjö mínútur.
Sókn Liverpool rann út í sandinn og heimamenn sóttu fram. Ronnie Stam fékk boltann hægra megin og sendi fasta sendingu inn á vítateiginn. Jose Reina kastaði sér niður og sló boltann frá en hann fór beint til Hugo Rodallega sem þakkaði gott boð og skoraði. Jose hefði kannski getað gert betur og nú var staðan orðin jöfn. Rétt á eftir komst Hugo inn á teiginn í upplagt færi. Jose truflaði hann með því að koma út á móti honum og Jamie Carragher bjargaði svo málum endanlega með því að koma boltanum í burtu.
Heimamenn voru lengi vel sterkari i kjölfarið og á köflum mátti litlu muna að þeir næðu að komast yfir. Liverpool náði þó þokkalegum lokakafla og á 79. mínútu stakk Maxi Rodriguez boltanum laglega fram á Steven sem komst einn inn í vítateiginn hægra megin. Hann þrumaði að marki en boltinn fór í þverslá og niður. Þar var Steven óheppinn. Fimm mínútum fyrir leiklok náðu heimamenn laglegu spili sem endaði með skoti frá Mohamed Diame en Jose varði. Heimamenn ógnuðu aftur rétt á eftir en Jose varði örugglega skot frá Charles N´Zogbia.
Liverpool átti síðasta færið á lokamínútunni þegar Steven sendi boltann inn á markteginn. Þar náði Fernando honum og sendi fyrir markið úr þröngri stöðu en enginn var þar til að senda boltann í opið markið. Liðin skildu því jöfn og geta bæði lið trúlega verið sátt en samt ósátt.
Wigan Athletic: Al Habsi; Stam, Alcaraz, G. Caldwell, Figueroa; Cleverley, Diame, Thomas, Gomez, Moses (67. mín.), N’Zogbia og Rodallega (Di Santo 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Kirkland, S. Caldwell, Watson, McArthur og Boselli.
Mark Wigan Athletic: Hugo Rodallega (52. mín.).
Liverpool: Reina; Kelly, Carragher, Skrtel, Konchesky; Meireles (Shelvey 46. mín.), Leiva, Gerrard, Rodriguez (Ecclestone 80. mín.); Kuyt (Poulsen 73. mín.) og Torres. Ónotaðir varamenn: Hansen, Spearing, Jovanovic og Ngog.
Mark Liverpool: Fernando Torres (7. mín.).
Gul spjöld: Lucas Leiva og Jamie Carragher.
Áhorfendur á DW leikvanginum: 16.754.
Maður leiksins: Jamie Carragher. Jamie var gríðarlega sterkur í vörninni og bjargaði að minnsta kosti einu marki eða svo. Harðjaxlinn er búinn að spila mjög vel í síðustu leikjum.
Roy Hodgson: Við áttum ekki skilið að vinna þennan leik. Við vorum þreytulegir í dag og sendingarnar voru langt frá því eins góðar og við má búast hjá okkur. Við byrjuðum og enduðum vel en ég held að við getum verið sáttir með eitt stig.
Fróðleikur.
- Liverpool hefur nú leikið sex leiki án taps.
- Fernando Torres skoraði fimmta mark sitt á keppnistímabilinu.
- Fernando lék sinn 130. leik með Liverpool og markið var það 77. í þeim leikjum.
- Liverpool hefur nú ekki unnið í síðustu þremur heimsóknum sínum til Wigan.
Roy Hodgson tefldi skiljanlega fram sömu mönnum og skiluðu hinum frækilega sigri á Chelsea á sunnudaginn. Liverpool byrjaði af krafti og það voru ekki liðnar tvær mínútur þegar Lucas Leiva átti fast skot utan vítateigs sem ómanski markmaðurinn Ali Al-Habsi sló yfir. Stuðningsmenn Liverpool sem fjölmenntu til Wigan þurftu þó ekki að bíða lengi eftir marki.
Á 7. mínútu sendi Steven Gerrard stórgóða sendingu fram völlinn á Fernando Torres. Spánverjinn náði boltanum á undan varnarmanni og við vítateigslínuna sendi hann boltann í markið framhjá markmanninum sem kom út á móti honum. Frábær samvinna hjá þeim Steven og Fernando og fjórða mark heimsmeistarans í fjórum leikjum!
Níu mínútum seinna hefði Liverpool átt að skora aftur og gera út um leikinn. Gott spil inn í vítateiginn endaði með því að Dirk Kuyt skallaði boltann niður fyrir fætur fyrirliðans en Steven náði ekki að halda boltanum niðri og skot hans fór yfir. Rétt á eftir slapp Fernando einn í gegn framhjá aftasta varnarmanni en dómarinn dæmdi aukaspyrnu. Þar var dæmt rangt því varnarmaðurin datt án þess að Fernando gerði eitthvað af sér!
Upp úr miðjum hálfleik fóru heimamenn að vakna til lífsins. Á 32. mínútu skoruðu þeir mark sem réttilega var dæmt af vegna rangstöðu og þetta færði þeim vind í seglin. Fimm mínútum fyrir leikhlé kom stórhættuleg fyrirgjöf frá hægri en sem betur fer náði hinn hættulegi Hugo Rodallega ekki til boltans.
Roy varð að gera breytingu á liði sínu í leikhléinu. Jonjo Shelvey kom inn sem varamaður fyrir Raul Meireles sem var eitthvað slappur. Ungliðinn efnilegi náði ekki að sýna sitt besta og þreytumerki fóru líka að sjást á reyndari félögum hans. Leikurinn gegn Chelsea hafði greinilega tekið sinn toll. Það kom því ekki á óvart að Wigan skyldi jafna metin eftir aðeins sjö mínútur.
Sókn Liverpool rann út í sandinn og heimamenn sóttu fram. Ronnie Stam fékk boltann hægra megin og sendi fasta sendingu inn á vítateiginn. Jose Reina kastaði sér niður og sló boltann frá en hann fór beint til Hugo Rodallega sem þakkaði gott boð og skoraði. Jose hefði kannski getað gert betur og nú var staðan orðin jöfn. Rétt á eftir komst Hugo inn á teiginn í upplagt færi. Jose truflaði hann með því að koma út á móti honum og Jamie Carragher bjargaði svo málum endanlega með því að koma boltanum í burtu.
Heimamenn voru lengi vel sterkari i kjölfarið og á köflum mátti litlu muna að þeir næðu að komast yfir. Liverpool náði þó þokkalegum lokakafla og á 79. mínútu stakk Maxi Rodriguez boltanum laglega fram á Steven sem komst einn inn í vítateiginn hægra megin. Hann þrumaði að marki en boltinn fór í þverslá og niður. Þar var Steven óheppinn. Fimm mínútum fyrir leiklok náðu heimamenn laglegu spili sem endaði með skoti frá Mohamed Diame en Jose varði. Heimamenn ógnuðu aftur rétt á eftir en Jose varði örugglega skot frá Charles N´Zogbia.
Liverpool átti síðasta færið á lokamínútunni þegar Steven sendi boltann inn á markteginn. Þar náði Fernando honum og sendi fyrir markið úr þröngri stöðu en enginn var þar til að senda boltann í opið markið. Liðin skildu því jöfn og geta bæði lið trúlega verið sátt en samt ósátt.
Wigan Athletic: Al Habsi; Stam, Alcaraz, G. Caldwell, Figueroa; Cleverley, Diame, Thomas, Gomez, Moses (67. mín.), N’Zogbia og Rodallega (Di Santo 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Kirkland, S. Caldwell, Watson, McArthur og Boselli.
Mark Wigan Athletic: Hugo Rodallega (52. mín.).
Liverpool: Reina; Kelly, Carragher, Skrtel, Konchesky; Meireles (Shelvey 46. mín.), Leiva, Gerrard, Rodriguez (Ecclestone 80. mín.); Kuyt (Poulsen 73. mín.) og Torres. Ónotaðir varamenn: Hansen, Spearing, Jovanovic og Ngog.
Mark Liverpool: Fernando Torres (7. mín.).
Gul spjöld: Lucas Leiva og Jamie Carragher.
Áhorfendur á DW leikvanginum: 16.754.
Maður leiksins: Jamie Carragher. Jamie var gríðarlega sterkur í vörninni og bjargaði að minnsta kosti einu marki eða svo. Harðjaxlinn er búinn að spila mjög vel í síðustu leikjum.
Roy Hodgson: Við áttum ekki skilið að vinna þennan leik. Við vorum þreytulegir í dag og sendingarnar voru langt frá því eins góðar og við má búast hjá okkur. Við byrjuðum og enduðum vel en ég held að við getum verið sáttir með eitt stig.
Fróðleikur.
- Liverpool hefur nú leikið sex leiki án taps.
- Fernando Torres skoraði fimmta mark sitt á keppnistímabilinu.
- Fernando lék sinn 130. leik með Liverpool og markið var það 77. í þeim leikjum.
- Liverpool hefur nú ekki unnið í síðustu þremur heimsóknum sínum til Wigan.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan