| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Liverpool komið áfram í Evrópudeildinni
Jafntefli gegn Steaua Bucharest í Rúmeníu í kvöld tryggði Liverpool áframhaldandi þátttöku í Evrópudeildinni.
Roy Hodgson stillti upp mjög breyttu liði frá síðasta leik, en Pepe Reina var eini maðurinn sem spilaði leikinn gegn Tottenham á sunnudaginn sem byrjaði inn á í Búkarest í kvöld. Spánverjinn bar fyrirliðabandið í kvöld í fjarveru Steven Gerrard og Jamie Carragher, sem báðir eru meiddir. Ungu strákarnir Danny Wilson , Jonjo Shelvey og Dani Pacheco fengu allir færi á að spreyta sig og Milan Jovanovic kom inn í liðið á ný, en hann hefur fengið fá tækifæri að undanförnu. Þá byrjaði Ryan Babel leikinn frammi, en Fernando Torres var sem kunnugt er skilinn eftir heima í Liverpool. Joe Cole og Fabio Aurelio komu síðan báðir inn í liðið á ný eftir meiðsli.
Leikurinn fór fremur dauflega af stað. Liverpool lá heldur aftarlega og heimamenn í Steaua voru heldur sprækari til að byrja með. Heimamenn fengu tvær hornspyrnur á fyrsta korterinu og upp úr annarri þeirra kom fyrsta færi leiksins, þegar Bicfalvi skallaði boltann yfir markið.
Fjórum mínútum síðar kom síðan fyrsta mark leiksins og þar voru gestirnir frá Liverpool á ferðinni. Jovanovic átti í raun allan heiðurinn af því marki. hann hóf sóknina, renndi boltanum út á Ryan babel á vinstri kantinum, sem sendi boltann umsvifalaust inn í teig. þar var Serbinn mættur og skallaði boltann í netið af 7-8 metra færi. Ágætis mark og staðan orðin þægileg í Búkarest.
Á 26. mínútu fékk Dani Pacheco hálffæri sem ekkert varð úr. Aðdragandinn að því var nokkuð klaufalegur, en leikmenn Steaua misstu boltann frá sér og Ryan Babel kom honum á Joe Cole sem var í upplögðu færi. Á einhvern undarlegan hátt tókst Cole ekki að koma fótunum fyrir sig og ekki heldur Milan Jovanovic sem varð næstur á vegi knattarins. Þegar boltinn barst síðan loks til Pacheco eftir ófarir félaga hans var færið orðið heldur erfiðara og Spánverjanum unga tókst ekki að gera sér mat úr því.
Liverpool var kannski heldur líklegra til að bæta við marki en Rúmenarnir til að jafna þegar hér var komið sögu, enda afskaplega lítið að gerast í sóknarleik hemamanna. Á 33. mínútu átti Jonjo Shelvey skot fram hjá marki Steaua og það má segja að það hafi verið það síðasta sem sást til okkar manna á vallarhelmingi Steaua í fyrri háfleik. Heimamenn pressuðu ákaft það sem eftir lifði hálfleiksins án þess þó að gera mikinn usla, ef frá er talið dauðafæri sem Stancu fékk á 44. mínútu eftir að hafa unnið boltann af Kyrgiakos inn í teig. Sem betur fer náði Stancu ekki að nýta færið og óhætt að segja að okkar menn hafi verið heppnir að leiða leikinn þagar haldið var til búningsherbergjanna.
Steaua menn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og fyrstu 10 mínútur hálfleiksins má segja að hafi verið einstefna að marki Liverpool. Á 50 mínútu var miðvörðurinn Geraldo Alves nálægt því að skora, en heppnin var enn með okkar mönnum. Heimamenn voru í miklum ham og sóttu á mörgum mönnum, sem okkar mönnum góð færi á skyndisóknum.
Á 54. mínútu komust Joe Cole og Ryan Babel einmitt af stað í ágæta skyndisókn, en Cole var ekki alveg á tánum frekar en fyrri daginn og sóknin rann út í sandinn.
Á 61. mínútu kom síðan loks að því að eitthvað varð undan sóknarþunga heimamanna að láta. Eder Bonfim skoraði þá eftir gott innlegg frá félaga sínum Angelov. Pepe Reina hefði reyndar átt að geta komið í veg fyrir markið,en svo fór sem fór. Staðan orðin 1-1.
Á 66. mínútu átti Kyrgiakos hörkuskalla yfir mark Steaua og skömmu síðar komust heimamenn í upplagt færi hinum megin.
Það sem eftir lifði leiks voru heimamenn heldur sprækari og Liverpool hreint ekki líklegt til að ná forystunni á nýjan leik.
Á 75. mínútu var Joe Cole, sem var arfaslakur í kvöld, skipt út af fyrir David N´Gog og fjórum mínútum síðar kom Nathan Ecclestone inn fyrir markaskorarann Milan Jovanovic. Serbinn, sem hafði verið mjög sprækur í fyrri hálfleik, sást ekkert í þeim seinni og því engin ástæða til að hafa hann lengur inn á. Þegar mínúta var eftir kom Lucas Leiva síðan inn á fyrir Dani Pacheco sem náði hreint ekki að nýta tækifærið sem Hodgson gaf honum í kvöld.
1-1 jafntefli varð niðurstaðan í heldur slöppum leik af hálfu okkar manna. Frammistaðan dugði þó til að landa sigri í riðlinum og tryggja áframhaldandi þátttöku í Evrópudeildinni.
Liverpool: Reina, Kelly, Kyrgiakos, Wilson, Aurelio, Cole (N´Gog 75. mín.), Shelvey, Poulsen, Pacheco (Leiva 89. mínútu), Jovanovic (Ecclestone 79. mín.) og Babel.
Ónotaðir varamenn: Jones, Skrtel, Robinson, Flanagan
Mark Liverpool: Milan Jovanovic (19. mín.).
Steaua: Tatarusanu, Eder Bonfim, Alves, Gardos, Latovlevici, Bicfalvi (Angelov 46. mín.), Gomez, Nicolita, Tanase, Surdu (Szekely 80. mín.), Stancu.
Ónotaðir varamenn: Emeghara, Abrudan, Lungu, Martinovic, Matei
Maður leiksins: Ryan Babel. Hollendingurinn var mjög sprækur í fyrri hálfleik og Rúmenarnir áttu í mesta basli með hraða hans og hreyfingar. Hann sást reyndar ekki mikið í síðari hálfleik, frekar en fálagar hans í Liverpool liðinu, en undir lokin lét hann aftur á sér kræla og átti í heildina litið einna bestan leik okkar manna.
Roy Hodgson: ,,Ég er mjög ánægður. Ég er mest ánægður með það að mannskapurinn sem við treystum fyrir verkinu í kvöld skyldi klára leikinn og landa úrslitunum sem við þurftum á að halda til að komast áfram. Við vissum að leikurinn yrðri erfiður, enda er Steaua með marga góða leikmenn innanborðs, en leikmennirnir stóðu sig vel og ég er afar sáttur."
- Jafnteflið í kvöld tryggði Liverpool sigur í K riðli Evrópudeildarinnar.
- Milan Jovanovic skoraði í annað sinn fyrir Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Roy Hodgson stillti upp mjög breyttu liði frá síðasta leik, en Pepe Reina var eini maðurinn sem spilaði leikinn gegn Tottenham á sunnudaginn sem byrjaði inn á í Búkarest í kvöld. Spánverjinn bar fyrirliðabandið í kvöld í fjarveru Steven Gerrard og Jamie Carragher, sem báðir eru meiddir. Ungu strákarnir Danny Wilson , Jonjo Shelvey og Dani Pacheco fengu allir færi á að spreyta sig og Milan Jovanovic kom inn í liðið á ný, en hann hefur fengið fá tækifæri að undanförnu. Þá byrjaði Ryan Babel leikinn frammi, en Fernando Torres var sem kunnugt er skilinn eftir heima í Liverpool. Joe Cole og Fabio Aurelio komu síðan báðir inn í liðið á ný eftir meiðsli.
Leikurinn fór fremur dauflega af stað. Liverpool lá heldur aftarlega og heimamenn í Steaua voru heldur sprækari til að byrja með. Heimamenn fengu tvær hornspyrnur á fyrsta korterinu og upp úr annarri þeirra kom fyrsta færi leiksins, þegar Bicfalvi skallaði boltann yfir markið.
Fjórum mínútum síðar kom síðan fyrsta mark leiksins og þar voru gestirnir frá Liverpool á ferðinni. Jovanovic átti í raun allan heiðurinn af því marki. hann hóf sóknina, renndi boltanum út á Ryan babel á vinstri kantinum, sem sendi boltann umsvifalaust inn í teig. þar var Serbinn mættur og skallaði boltann í netið af 7-8 metra færi. Ágætis mark og staðan orðin þægileg í Búkarest.
Á 26. mínútu fékk Dani Pacheco hálffæri sem ekkert varð úr. Aðdragandinn að því var nokkuð klaufalegur, en leikmenn Steaua misstu boltann frá sér og Ryan Babel kom honum á Joe Cole sem var í upplögðu færi. Á einhvern undarlegan hátt tókst Cole ekki að koma fótunum fyrir sig og ekki heldur Milan Jovanovic sem varð næstur á vegi knattarins. Þegar boltinn barst síðan loks til Pacheco eftir ófarir félaga hans var færið orðið heldur erfiðara og Spánverjanum unga tókst ekki að gera sér mat úr því.
Liverpool var kannski heldur líklegra til að bæta við marki en Rúmenarnir til að jafna þegar hér var komið sögu, enda afskaplega lítið að gerast í sóknarleik hemamanna. Á 33. mínútu átti Jonjo Shelvey skot fram hjá marki Steaua og það má segja að það hafi verið það síðasta sem sást til okkar manna á vallarhelmingi Steaua í fyrri háfleik. Heimamenn pressuðu ákaft það sem eftir lifði hálfleiksins án þess þó að gera mikinn usla, ef frá er talið dauðafæri sem Stancu fékk á 44. mínútu eftir að hafa unnið boltann af Kyrgiakos inn í teig. Sem betur fer náði Stancu ekki að nýta færið og óhætt að segja að okkar menn hafi verið heppnir að leiða leikinn þagar haldið var til búningsherbergjanna.
Steaua menn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og fyrstu 10 mínútur hálfleiksins má segja að hafi verið einstefna að marki Liverpool. Á 50 mínútu var miðvörðurinn Geraldo Alves nálægt því að skora, en heppnin var enn með okkar mönnum. Heimamenn voru í miklum ham og sóttu á mörgum mönnum, sem okkar mönnum góð færi á skyndisóknum.
Á 54. mínútu komust Joe Cole og Ryan Babel einmitt af stað í ágæta skyndisókn, en Cole var ekki alveg á tánum frekar en fyrri daginn og sóknin rann út í sandinn.
Á 61. mínútu kom síðan loks að því að eitthvað varð undan sóknarþunga heimamanna að láta. Eder Bonfim skoraði þá eftir gott innlegg frá félaga sínum Angelov. Pepe Reina hefði reyndar átt að geta komið í veg fyrir markið,en svo fór sem fór. Staðan orðin 1-1.
Á 66. mínútu átti Kyrgiakos hörkuskalla yfir mark Steaua og skömmu síðar komust heimamenn í upplagt færi hinum megin.
Það sem eftir lifði leiks voru heimamenn heldur sprækari og Liverpool hreint ekki líklegt til að ná forystunni á nýjan leik.
Á 75. mínútu var Joe Cole, sem var arfaslakur í kvöld, skipt út af fyrir David N´Gog og fjórum mínútum síðar kom Nathan Ecclestone inn fyrir markaskorarann Milan Jovanovic. Serbinn, sem hafði verið mjög sprækur í fyrri hálfleik, sást ekkert í þeim seinni og því engin ástæða til að hafa hann lengur inn á. Þegar mínúta var eftir kom Lucas Leiva síðan inn á fyrir Dani Pacheco sem náði hreint ekki að nýta tækifærið sem Hodgson gaf honum í kvöld.
1-1 jafntefli varð niðurstaðan í heldur slöppum leik af hálfu okkar manna. Frammistaðan dugði þó til að landa sigri í riðlinum og tryggja áframhaldandi þátttöku í Evrópudeildinni.
Liverpool: Reina, Kelly, Kyrgiakos, Wilson, Aurelio, Cole (N´Gog 75. mín.), Shelvey, Poulsen, Pacheco (Leiva 89. mínútu), Jovanovic (Ecclestone 79. mín.) og Babel.
Ónotaðir varamenn: Jones, Skrtel, Robinson, Flanagan
Mark Liverpool: Milan Jovanovic (19. mín.).
Steaua: Tatarusanu, Eder Bonfim, Alves, Gardos, Latovlevici, Bicfalvi (Angelov 46. mín.), Gomez, Nicolita, Tanase, Surdu (Szekely 80. mín.), Stancu.
Ónotaðir varamenn: Emeghara, Abrudan, Lungu, Martinovic, Matei
Maður leiksins: Ryan Babel. Hollendingurinn var mjög sprækur í fyrri hálfleik og Rúmenarnir áttu í mesta basli með hraða hans og hreyfingar. Hann sást reyndar ekki mikið í síðari hálfleik, frekar en fálagar hans í Liverpool liðinu, en undir lokin lét hann aftur á sér kræla og átti í heildina litið einna bestan leik okkar manna.
Roy Hodgson: ,,Ég er mjög ánægður. Ég er mest ánægður með það að mannskapurinn sem við treystum fyrir verkinu í kvöld skyldi klára leikinn og landa úrslitunum sem við þurftum á að halda til að komast áfram. Við vissum að leikurinn yrðri erfiður, enda er Steaua með marga góða leikmenn innanborðs, en leikmennirnir stóðu sig vel og ég er afar sáttur."
Fróðleikur:
- Jafnteflið í kvöld tryggði Liverpool sigur í K riðli Evrópudeildarinnar.
- Milan Jovanovic skoraði í annað sinn fyrir Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan