| Sf. Gutt

Gerard á von á góðum móttökum

Gerard Houllier hlakkar til að mætta aftur á Anfield þar sem hann réði ríkjum frá 1998 til 2004. Hann á von á því að stuðningsmenn Liverpool muni taka vel á móti sér, í kvöld þegar Liverpool mætir Aston Villa, enda hefur honum alltaf verið vel tekið eftir að hann yfirgaf félagið.

,,Ég veit að stuðningsmennirnir eiga eftir að taka vel á móti mér. Ég er alveg viss um að ég fæ góðar móttökur hjá þeim því við vorum í nánu sambandi. Við unnum saman því stuðningsmenn eru hluti af liðinu. Ég veit að þeir áttu þátt í þeirri velgengni sem við nutum og þeir eiga eftir að minnast velgengni okkar. Stuðningsmenn Liverpool hafa alltaf tekið mér vel glaðir í bragði þegar ég hef komið til baka til að vinna fyrir sjónvarpsstöðvar."

Gerard Houllier hafði heillast af Liverpool löngu áður en hann var ráðinn til félagsins. Hann segist skiljanlega ekki munu gleyma félaginu sem hann vann hjá í sex ár. 

,,Þetta er félag sem ég hafði mætur á áður en ég fór þangað. Ég var þar í sex ár og vann með sama fólkinu. Það er því augljóst að maður gleymir ekki félaginu. Það gæti alveg verið að ég muni verða var við einhverja sérstaka tilfinningu á vellinum rétt áður en leikurinn hefst. En áður mun ég sinna mínu starfi og einbeita mér að liðinu."

Það verður gaman að sjá þær móttökur sem Gerard Houllier fær á gamla heimavellinum sínum í kvöld. Þó svo að hans tími hafi kannski verið komin vorið 2004 þegar samkomulag varð um brottför hans þá skipar Frakkinn ákveðinn sess hjá stuðningsmönnum Liverpool. Það muna til dæmis allir eftir myndverkinu sem The Kop skapaði þegar Gerard var að jafna sig eftir aðgerðina sem bjargaði lífi hans.

Við vorum svo auðvitað að það verði við stuðningsmenn Liverpool sem fagni eftir leik í kvöld!

Hér eru myndir frá valdatíma Gerard Houllier af Liverpoolfc.tv.






TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan