| Sf. Gutt
TIL BAKA
Léttur sigur Liverpool á Aston Villa
Liverpool vann öruggan og léttan 3:0 sigur á Aston Villa í frostinu á Anfield Road. Gerard Houllier fékk ekkert á endurkomu sinni nema hlýlegar móttökur sem hann kunni vel að meta. Markatala Liverpool er nú loksins orðin hagstæð og mál til komið!
Rétt fyrir leik spurðist út að Fernando Torres myndi ekki taka þátt í leiknum vegna þess að kona hans var við það að fæða barn. Fernando fékk að sjálfsögðu leyfi til að vera viðstaddur og dreif sig á spítalann þar sem þeim hjónum fæddist sonur.
Það var klappað vel fyrir Gerard Houllier þegar hann kom út á völlinn rétt áður en leikurinn hófst. Hann naut þess svo greinilega að hlusta á áhorfendur syngja You´ll Never Walk Alone eins og hann upplifði svo oft á valdatíma sínum. Um leið var tekinn fram borði á The Kop honum til heiðurs.
Gamla liðið hans Gerard Houllier hóf leikinn mun betur en það nýja í kuldanum og það var greinilega enginn hrollur í Rauðliðum. Strax eftir þrjár mínútur skall hurð nærri hælum við mark gestanna. Mikill atgangur varð eftir aukaspyrnu og það endaði með því að Dirk Kuyt fékk boltann frír en skot hand fór rétt framhjá. Liverpool komst svo yfir á 14. mínútu og kom það ekki vitund á óvart. Raul Meireles tók þá hornspyrnu frá hægri. Boltinn sveif yfir á vítateginn þar sem Martin Skrtel stökk hátt upp og skallaði boltann til baka inn í markteignn þar sem David Ngog skutlaði sér fram og skallaði í markið. Vel gert og David mátti vera ánægður með að skora loksins í deildinni en það gerði hann síðast í fyrstu umferð deildarinnar í ágúst.
Stuðningsmenn Liverpool þurftu ekki lengi að bíða eftir næsta marki til að ylja sér við. Heilar tvær mínútur liðu þar til Lucas Leiva sendi boltann inn fyrir vörn Villa á Ryan Babel sem stakk sér inn fyrir og sendi boltann út í vinstra hornið án þess að Brad Friedel kæmi við vörnum. Loftstökk fylgdu hjá Hollendingnum sem getur líklega spilað með árangri í sókninni. Litlu mátti muna að Ryan væri rangstæður þegar hann fékk boltann og töldu gestir svo en markið stóð.
Eftir þetta var bara eitt lið á vellinum og þeirra Steven, Jamie og Fernando var ekki saknað en kannski hefðu yfirburðirnir verið enn meiri með þá! Á 27. mínútu hefði Sotirios Kyrgiakos átt að skora en hann skallaði yfir úr góðu færi eftir góða aukaspyrnu frá Raul sem lék mjög vel á miðjunni. Fram að leikhléi gerðist ekki mikið, Aston Villa átti ekki færi og Jose Reina hafði það náðugt í kuldanum.
Eftir um það bil átta mínútur í síðari hálfleik fékk Aston Villa loksins færi og það reyndist gott. Stewart Downing komst upp vinstra megin og sendi inn á markteiginn. Þar var Gabriel Agbonlahor mættur og skaut að marki en Jose Reina komst fyrir og bjargaði marki. Boltinn hrökk út en Paul Konchesky hreinsaði áður en frekari hætta skapaðist.
Liverpool refsaði fyrir þetta tveimur mínútum seinna. Fyrirliðinn fékk boltann og rúllaði honum fram á miðjan völlinn á Maxi Rodriguez. Hann tók á rás, sendi svo boltann út til vinstri á David en hélt sjálfur áfram hlaupinu inn í vítateignn. Þar fékk hann hárnákvæma sendingu frá David og smellti boltanum upp í hægra hornið. Stórglæsileg skyndisókn eins og þær bestar gerast! Það var líka magnað hvernig Liverpool gerði þarna út um leikinn eftir að Villa fékk færi, rétt áður, til að komast á blað.
Hér eftir voru úrslit leiksins endanlega ráðin en það var ekki fyrr en á 67. mínútu sem Liverpool fékk næst gott færi. Glen Johson tók þá góða rispu inn í vítateiginn og þrumaði að marki en Brad varði vel með því að slá boltann yfir. Þegar fimmtán mínútur voru eftir tók Raul horn. Hann hitti beint á höfuðið á Sotirios og skalli hans stefndi í markið en Jonathan Hogg bjargaði á marklínu. Sigur Liverpool var löngu kominn í höfn og hópur stuðningsmanna Liverpool kyrjaði nafn síns gamla framkvæmdastjóra undir lokin. Það var þó Roy Hodgson, góðvinur hans, sem var mun kátari þegar flautað var til leiksloka. Annar sannfærandi heimasigur Liverpool í röð var staðreynd. Kannski er Roy, eftir allt saman, að koma lagi á liðið sitt!
Liverpool: Reina, Johnson, Konchesky, Kyrgiakos (Kelly 83. mín.), Skrtel, Meireles, Rodriguez (Aurelio 76. mín.), Leiva, Kuyt (Cole 80. mín.), Babel og Ngog. Ónotaðir varamenn: Jones, Poulsen, Shelvey og Jovanovic.
Mörk Liverpool: David Ngog (14. mín.), Ryan Babel (16. mín.) og Maxi Rodriguez (55. mín.).
Aston Villa: Friedel, L. Young, Warnock, Dunne, Clark (Delfouneso 46. mín.), Collins, Downing, Ireland, Albrighton (Pires 65. mín.), Hogg og Agbonlahor (Carew 66. mín.) Ónotaðir varamenn: Guzan, Cuellar, Lichaj og Herd.
Gult spjald: Ciaran Clark.
Áhorfendur á Anfield Road: 39.079.
Maður leiksins: Lucas Leiva. Brasilíumaðurinn var mjög sterkur á miðjunni. Hann lét boltann ganga vel og var fastur fyrir þegar á þurfti að halda. Lucas er búinn að leika vel í síðustu leikjum sínum og á hrós skilið.
Roy Hodgson: Það besta var hversu liðið í heild vann vel. Mér fannst liðið ná vel saman allan leikinn bæði í sókn og vörn. Einstaklingar spila auðvitað alltaf vel í sigurleikjum en mér fannst þessi sigur vera vegna liðsheildar frekar en framgöngu einstakra leikmanna.
Fróðleikur.
- David Ngog skoraði áttunda mark sitt á keppnistímabilinu.
- Þetta var fyrsta deildarmark hans frá því í fyrstu umferð deildarinnar í ágúst.
- Ryan Babel skoraði í annað sinn á leiktíðinni.
- Maxi Rodriguez skoraði í þriðja sinn og í öðrum heimaleik sínum í röð.
- Jose Reina hélt marki sínu hreinu í 100. sinn í sínum 198 deildarleik. Það er nýtt félagsmet.
- Martin Skrtel lék í 100. sinn fyrir hönd Liverpool. Hann hefur skorað tvívegis.
- Gerard Houllier stjórnaði liði gegn Liverpool í fyrsta sinn eftir að hann yfirgaf félagið vorið 2004.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Rétt fyrir leik spurðist út að Fernando Torres myndi ekki taka þátt í leiknum vegna þess að kona hans var við það að fæða barn. Fernando fékk að sjálfsögðu leyfi til að vera viðstaddur og dreif sig á spítalann þar sem þeim hjónum fæddist sonur.
Það var klappað vel fyrir Gerard Houllier þegar hann kom út á völlinn rétt áður en leikurinn hófst. Hann naut þess svo greinilega að hlusta á áhorfendur syngja You´ll Never Walk Alone eins og hann upplifði svo oft á valdatíma sínum. Um leið var tekinn fram borði á The Kop honum til heiðurs.
Gamla liðið hans Gerard Houllier hóf leikinn mun betur en það nýja í kuldanum og það var greinilega enginn hrollur í Rauðliðum. Strax eftir þrjár mínútur skall hurð nærri hælum við mark gestanna. Mikill atgangur varð eftir aukaspyrnu og það endaði með því að Dirk Kuyt fékk boltann frír en skot hand fór rétt framhjá. Liverpool komst svo yfir á 14. mínútu og kom það ekki vitund á óvart. Raul Meireles tók þá hornspyrnu frá hægri. Boltinn sveif yfir á vítateginn þar sem Martin Skrtel stökk hátt upp og skallaði boltann til baka inn í markteignn þar sem David Ngog skutlaði sér fram og skallaði í markið. Vel gert og David mátti vera ánægður með að skora loksins í deildinni en það gerði hann síðast í fyrstu umferð deildarinnar í ágúst.
Stuðningsmenn Liverpool þurftu ekki lengi að bíða eftir næsta marki til að ylja sér við. Heilar tvær mínútur liðu þar til Lucas Leiva sendi boltann inn fyrir vörn Villa á Ryan Babel sem stakk sér inn fyrir og sendi boltann út í vinstra hornið án þess að Brad Friedel kæmi við vörnum. Loftstökk fylgdu hjá Hollendingnum sem getur líklega spilað með árangri í sókninni. Litlu mátti muna að Ryan væri rangstæður þegar hann fékk boltann og töldu gestir svo en markið stóð.
Eftir þetta var bara eitt lið á vellinum og þeirra Steven, Jamie og Fernando var ekki saknað en kannski hefðu yfirburðirnir verið enn meiri með þá! Á 27. mínútu hefði Sotirios Kyrgiakos átt að skora en hann skallaði yfir úr góðu færi eftir góða aukaspyrnu frá Raul sem lék mjög vel á miðjunni. Fram að leikhléi gerðist ekki mikið, Aston Villa átti ekki færi og Jose Reina hafði það náðugt í kuldanum.
Eftir um það bil átta mínútur í síðari hálfleik fékk Aston Villa loksins færi og það reyndist gott. Stewart Downing komst upp vinstra megin og sendi inn á markteiginn. Þar var Gabriel Agbonlahor mættur og skaut að marki en Jose Reina komst fyrir og bjargaði marki. Boltinn hrökk út en Paul Konchesky hreinsaði áður en frekari hætta skapaðist.
Liverpool refsaði fyrir þetta tveimur mínútum seinna. Fyrirliðinn fékk boltann og rúllaði honum fram á miðjan völlinn á Maxi Rodriguez. Hann tók á rás, sendi svo boltann út til vinstri á David en hélt sjálfur áfram hlaupinu inn í vítateignn. Þar fékk hann hárnákvæma sendingu frá David og smellti boltanum upp í hægra hornið. Stórglæsileg skyndisókn eins og þær bestar gerast! Það var líka magnað hvernig Liverpool gerði þarna út um leikinn eftir að Villa fékk færi, rétt áður, til að komast á blað.
Hér eftir voru úrslit leiksins endanlega ráðin en það var ekki fyrr en á 67. mínútu sem Liverpool fékk næst gott færi. Glen Johson tók þá góða rispu inn í vítateiginn og þrumaði að marki en Brad varði vel með því að slá boltann yfir. Þegar fimmtán mínútur voru eftir tók Raul horn. Hann hitti beint á höfuðið á Sotirios og skalli hans stefndi í markið en Jonathan Hogg bjargaði á marklínu. Sigur Liverpool var löngu kominn í höfn og hópur stuðningsmanna Liverpool kyrjaði nafn síns gamla framkvæmdastjóra undir lokin. Það var þó Roy Hodgson, góðvinur hans, sem var mun kátari þegar flautað var til leiksloka. Annar sannfærandi heimasigur Liverpool í röð var staðreynd. Kannski er Roy, eftir allt saman, að koma lagi á liðið sitt!
Liverpool: Reina, Johnson, Konchesky, Kyrgiakos (Kelly 83. mín.), Skrtel, Meireles, Rodriguez (Aurelio 76. mín.), Leiva, Kuyt (Cole 80. mín.), Babel og Ngog. Ónotaðir varamenn: Jones, Poulsen, Shelvey og Jovanovic.
Mörk Liverpool: David Ngog (14. mín.), Ryan Babel (16. mín.) og Maxi Rodriguez (55. mín.).
Aston Villa: Friedel, L. Young, Warnock, Dunne, Clark (Delfouneso 46. mín.), Collins, Downing, Ireland, Albrighton (Pires 65. mín.), Hogg og Agbonlahor (Carew 66. mín.) Ónotaðir varamenn: Guzan, Cuellar, Lichaj og Herd.
Gult spjald: Ciaran Clark.
Áhorfendur á Anfield Road: 39.079.
Maður leiksins: Lucas Leiva. Brasilíumaðurinn var mjög sterkur á miðjunni. Hann lét boltann ganga vel og var fastur fyrir þegar á þurfti að halda. Lucas er búinn að leika vel í síðustu leikjum sínum og á hrós skilið.
Roy Hodgson: Það besta var hversu liðið í heild vann vel. Mér fannst liðið ná vel saman allan leikinn bæði í sókn og vörn. Einstaklingar spila auðvitað alltaf vel í sigurleikjum en mér fannst þessi sigur vera vegna liðsheildar frekar en framgöngu einstakra leikmanna.
Fróðleikur.
- David Ngog skoraði áttunda mark sitt á keppnistímabilinu.
- Þetta var fyrsta deildarmark hans frá því í fyrstu umferð deildarinnar í ágúst.
- Ryan Babel skoraði í annað sinn á leiktíðinni.
- Maxi Rodriguez skoraði í þriðja sinn og í öðrum heimaleik sínum í röð.
- Jose Reina hélt marki sínu hreinu í 100. sinn í sínum 198 deildarleik. Það er nýtt félagsmet.
- Martin Skrtel lék í 100. sinn fyrir hönd Liverpool. Hann hefur skorað tvívegis.
- Gerard Houllier stjórnaði liði gegn Liverpool í fyrsta sinn eftir að hann yfirgaf félagið vorið 2004.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan