Mark spáir í spilin
Segja má að ánægja stuðningsmanna Liverpool með endurkomu Kenny hafi yfirgnæft þá staðreynd að Liverpool hefur tapað fyrstu tveimur leikjunum sem hann hefur stjórnað. Liverpool er mun nær botninum en toppnum þegar hér er komið við sögu. Markatala Liverpool er óhagstæð og staða liðsins er mjög alvarleg. Kóngurinn vitjar höfuðstöðva ríkis síns í fyrsta sinn núna á morgun og mótherjinn er Everton. Liðið okkar verður, allra hluta vegna, að vinna á Anfield!!!
Liverpool v Everton
Ef Kenny Dalglish var ekki búinn að átta sig á því mikla verki sem bíður hans, sem framkvæmdastjóra Liverpool í annað sinn, þá held ég að hann hljóti að hafa áttað sig á því eftir tapið á miðvikudaginn fyrir Blackpool. Rauðliðar verða án Steven Gerrard sem er í leikbanni og hins meidda Jamie Carragher. Fjarvera þeirra er mikið áfall því í grannaslag þarf sterka persónuleika.
En Anfield á eftir að nötra á þessum fyrsta heimaleik Kenny eftir endurkomu hans sem stjóra. Stemmningin verður mögnuð og ég held að stuðningsmenn Liverpool viti að liðið þeirra þurfi á allri hjálp þeirra að halda því sumir í liðinu eru einfaldlega ekki nógu góðir.
Ég, eins og David Moyes framkvæmdastjóri Everton, var á Bloomfield Road og sá Liverpool tapa fyrir Blackpool á miðvikudaginn og hann á eftir að vona að þeir Rauðu spili álíka illa gegn liðinu hans. Hann hefur unnið frábært starf með það lið sem hann hefur í höndunum. Hann vantar sóknarmann en það eru engir peningar á lausu svo líklegast er að hann verði að fá mann að láni ætli hann að bæta við hópinn.
Spá: 1:1.
Til minnis!
- Liverpool og Everton mætast í 215. skipti.
- David Ngog og Steven Gerrard leiða markalista Liverpool með átta mörk.
- Liverpool hefur tapað þeim tveimur leikjum sem Kenny Dalglish hefur stýrt eftir endurkomuna.
- Everton vann fyrri leik liðanna á Goodison Park 2:0 í haust.
- Liverpool hefur tapað tíu deildarleikjum og miðað við árstíma hefur liðið ekki tapað fleiri leikjum frá því leiktíðina 1953/54 þegar það féll í aðra deild.
- Kenny Dalglish skoraði fimm sinnum gegn Everton sem leikmaður Liverpool.
- Síðasti deildarsigur Liverpool undir stjórn Kenny Dalgish var í febrúar 1991. Þá vann Liverpool 3:1 sigur á Everton á Anfield! Jan Mölby skoraði eitt mark og David Speedie tvö.
Síðast!
Liverpool vann hetjulegan 1:0 sigur. Hart var barist og strax í fyrri hálfleik var Sotiros Kyrgiakos rekinn af leikvelli eftir hraustlega tæklingu. Dirk Kuyt náði samt að koma Liverpool yfir fyrir leikhlé þegar hann skallaði í markið af stuttu færi. Liverpool landaði sigri og það var sannarlega vel af sér vikið að ná honum í land!
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!