| Sf. Gutt
TIL BAKA
Kenny hlakkar til að koma aftur á Anfield!
Kenny Dalglish stjórnaði Liverpool í síðasta sinn í febrúar 1991 gegn Everton. Nú í þriðja leik eftir endurkomu er mótherjinn Everton. Leikurinn um árið reyndist Kenny erfiður og hann ákvað eftir hann að segja af sér. Í dag hlakkar hann til að berjast við grannana á nýjan leik.
,,Grannarimmur í öllum borgum eru merkilegir leikir en þessi er líklega merkilegri en margar aðrar og það eru góðar ástæður fyrir því. Fram á síðustu ár hafa samskipti stuðningsmanna félaganna verið frábær. Þessi tengsl milli þeirra gerðu það að verkum að rimmurnar á Merseyside voru öðruvísi en allar aðrar grannarimmur. Þetta er frábær dagur fyrir fólkið í borginni og það getur verið stolt yfir sögu þessara knattspyrnufélaga. Þetta endurspeglast þegar liðin keppa. Við berum mjög mikla virðingu fyrir David Moyes og Everton og því sem þar hefur verið afrekað."
Það ríkir geysileg eftirvænting fyrir leik Liverpool og Everton á morgun. Bæði lið eru í neðri hluta deildarinnar eins og í haust þegar þau mættust á Goodison Park. Það er því mikið undir en það eykur enn á alla spennuna að Kenny Dalglish mætir á Anfield til að stjórna Liverpool þar í fyrsta sinn eftir endurkomu sína um síðustu helgi. Hann hlakkar að sjálfsögðu til leiksins.
,,Ég hlakka til leiksins. Það er auðvitað mikið fjallað um að ég sé mættur í minn fyrsta leik á Andfield og það verður frábært fyrir mig sjálfan. Líklega verður það tilfinningaþrungin stund að standa fyrir framan áhorfendur. Vissulega verður þetta tilfinningaþrunginn leikur en derby leikurinn í fyrra var það líka. Í ár verð ég reyndar svolítið nær vellinum. Þetta er magnþrunginn viðburður og það skiptir ekki máli hvaða menn koma við sögu í hvert skipti. En ég hlakka virkilega til að ganga upp þrepin sem liggja út að varamannabekknum."
Nafn Kenny Dalglish verður kyrjað á Anfield á morgun og það oft og hátt. Kenny hugsar að það verði magnað að heyra nafnið sitt kyrjað á The Kop og um allan leikvanginn.
,,Ég á von á að þetta muni hreyfa við manni. En við verðum að færa okkur allt í nyt og það gildir um stuðning áhorfenda. Ef áhorfendum finnst gaman að sjá mig snúa aftur þá er ég viss um að ég hef enn meira gaman af því að vera kominn aftur! Ég held að ég og stuðningsmennirnir vitum alveg hvaða tilfinningar bærast með okkur. Þetta verður alveg frábært fyrir sjálfan mig og ég vona að sigri verði fagnað."
,,Grannarimmur í öllum borgum eru merkilegir leikir en þessi er líklega merkilegri en margar aðrar og það eru góðar ástæður fyrir því. Fram á síðustu ár hafa samskipti stuðningsmanna félaganna verið frábær. Þessi tengsl milli þeirra gerðu það að verkum að rimmurnar á Merseyside voru öðruvísi en allar aðrar grannarimmur. Þetta er frábær dagur fyrir fólkið í borginni og það getur verið stolt yfir sögu þessara knattspyrnufélaga. Þetta endurspeglast þegar liðin keppa. Við berum mjög mikla virðingu fyrir David Moyes og Everton og því sem þar hefur verið afrekað."
Það ríkir geysileg eftirvænting fyrir leik Liverpool og Everton á morgun. Bæði lið eru í neðri hluta deildarinnar eins og í haust þegar þau mættust á Goodison Park. Það er því mikið undir en það eykur enn á alla spennuna að Kenny Dalglish mætir á Anfield til að stjórna Liverpool þar í fyrsta sinn eftir endurkomu sína um síðustu helgi. Hann hlakkar að sjálfsögðu til leiksins.
,,Ég hlakka til leiksins. Það er auðvitað mikið fjallað um að ég sé mættur í minn fyrsta leik á Andfield og það verður frábært fyrir mig sjálfan. Líklega verður það tilfinningaþrungin stund að standa fyrir framan áhorfendur. Vissulega verður þetta tilfinningaþrunginn leikur en derby leikurinn í fyrra var það líka. Í ár verð ég reyndar svolítið nær vellinum. Þetta er magnþrunginn viðburður og það skiptir ekki máli hvaða menn koma við sögu í hvert skipti. En ég hlakka virkilega til að ganga upp þrepin sem liggja út að varamannabekknum."
Nafn Kenny Dalglish verður kyrjað á Anfield á morgun og það oft og hátt. Kenny hugsar að það verði magnað að heyra nafnið sitt kyrjað á The Kop og um allan leikvanginn.
,,Ég á von á að þetta muni hreyfa við manni. En við verðum að færa okkur allt í nyt og það gildir um stuðning áhorfenda. Ef áhorfendum finnst gaman að sjá mig snúa aftur þá er ég viss um að ég hef enn meira gaman af því að vera kominn aftur! Ég held að ég og stuðningsmennirnir vitum alveg hvaða tilfinningar bærast með okkur. Þetta verður alveg frábært fyrir sjálfan mig og ég vona að sigri verði fagnað."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan