| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Didi segir Kenny eins og Franz
Dietmar Hamann fyrrum leikmaður Liverpool segir að liðið sem tapar Mersyslagnum í dag gæti lent í meiriháttar fallbaráttu. Hann segir að nærvera Kenny Dalglish muni skipta sköpum í dag.
,,Flestir myndu segja að það væri algjörlega óhugsandi að annað hvort Liverpool eða Everton myndu falla, en liðið sem tapar í dag er komið í raunverulega fallhættu", segir Didi.
,,Yfirleitt eru leikir þessara liða barátta um titla, eða einhver af efstu sætum deildarinnar en það er ekki þannig í dag. Liðunum hefur báðum gengið illa í vetur og þess vegna er leikurinn í dag hreinlega barátta upp á líf og dauða. Það er raunhæfur möguleiki á því að annað þessara fornfrægu liða gæti fallið. Að því leyti er þetta líklega mikilvægasti Merseyslagurinn í langan tíma."
,,Ég held að nærvera Kenny Dalglish muni skipta sköpum í dag. Ég held einfaldlega að Liverpool muni vinna leikinn af því að liðið vill gera það fyrir Kenny. Viljinn til að veita Kenny þá gleði að stýra liðinu til sigurs gegn erkifjendunum í fyrsta leiknum á Anfield eftir endurkomuna mun veita liðinu þann aukakraft sem nauðsynlegur er í leiki sem þessa. Það vilja allir gera allt fyrir Kenny."
,,Kenny minnir mig dálítið á Franz Beckenbauer. Hann hefur allavega álíka þýðingu fyrir stuðningsmenn Liverpool og Keisarinn hefur fyrir stuðningsmenn Bayern Munchen. Í hvert sinn sem Bayern lendir í vandræðum lítur fólkið til Beckenbauer og biður um hjálp. Það sama gildir um Kenny. Hann er algjör hetja í augum fólksins í Liverpool og hann á það svo sannarlega skilið. Það munu allir fylkja sér margfalt á bak við Kenny í dag. Stemmningin verður engu lík og allir vita hvað það hefur að segja á Anfield."
,,Flestir myndu segja að það væri algjörlega óhugsandi að annað hvort Liverpool eða Everton myndu falla, en liðið sem tapar í dag er komið í raunverulega fallhættu", segir Didi.
,,Yfirleitt eru leikir þessara liða barátta um titla, eða einhver af efstu sætum deildarinnar en það er ekki þannig í dag. Liðunum hefur báðum gengið illa í vetur og þess vegna er leikurinn í dag hreinlega barátta upp á líf og dauða. Það er raunhæfur möguleiki á því að annað þessara fornfrægu liða gæti fallið. Að því leyti er þetta líklega mikilvægasti Merseyslagurinn í langan tíma."
,,Ég held að nærvera Kenny Dalglish muni skipta sköpum í dag. Ég held einfaldlega að Liverpool muni vinna leikinn af því að liðið vill gera það fyrir Kenny. Viljinn til að veita Kenny þá gleði að stýra liðinu til sigurs gegn erkifjendunum í fyrsta leiknum á Anfield eftir endurkomuna mun veita liðinu þann aukakraft sem nauðsynlegur er í leiki sem þessa. Það vilja allir gera allt fyrir Kenny."
,,Kenny minnir mig dálítið á Franz Beckenbauer. Hann hefur allavega álíka þýðingu fyrir stuðningsmenn Liverpool og Keisarinn hefur fyrir stuðningsmenn Bayern Munchen. Í hvert sinn sem Bayern lendir í vandræðum lítur fólkið til Beckenbauer og biður um hjálp. Það sama gildir um Kenny. Hann er algjör hetja í augum fólksins í Liverpool og hann á það svo sannarlega skilið. Það munu allir fylkja sér margfalt á bak við Kenny í dag. Stemmningin verður engu lík og allir vita hvað það hefur að segja á Anfield."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan