| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Góður sigur á Úlfunum
Liverpool vann í dag sinn fyrsta leik eftir að Kenny Dalglish tók við liðinu. Úlfarnir steinlágu á Molineux.
Kenny Dalglish gerði litlar breytingar á liði sínu frá jafnteflisleiknum gegn Everton um síðustu helgi. Eina breytingin var að Daninn Christian Poulsen kom inn á miðjuna í stað Jay Spearing. Lucas og Meireles voru á miðjunni ásamt Dananum og Kuyt og Rodriguez á köntunum.
Liverpool liðið mætti einbeitt til leiks og strax í upphafi leiks var ljóst að ekki stóð til að hanga í vörn á útivelli eins og svo gjarnan var gert meðan Roy Hodgson var við stjórnvölinn. Þetta var fjórði leikur liðsins eftir endurkomu Kenny Dalglish og stuðningsmennirnir óskuðu þess heitt og innilega að fyrsti sigur Kenny á 21. öldinni liti loks dagsins ljós.
Heimamenn fóru þó kannski heldur fjörlegar af stað og strax á fyrstu mínútu fengu þeir aukaspyrnu á hættulegum stað. Það fer yfirleitt um stuðningsmenn Liverpool þegar andstæðingar liðsins fá aukaspyrnur nálægt markinu. Hvað þá hornspyrnur, en okkar mönnum hefur gengið afleitlega að verjast föstum leikatriðum í vetur. Ekkert varð reyndar úr þessari spyrnu heimamanna og við gátum andað léttar.
Á fjórðu mínútu sýndi Christian Poulsen hvað hann getur verið klauflegur í aðgerðum, þegar hann straujaði niður leikmann Wolves löngu eftir að boltinn hafði yfirgefið vettvanginn. Daninn fékk að launum að líta gula spjaldið hjá Martin Atkinson. Ekki gæfuleg byrjun hjá Poulsen, en hann átti samt sem áður skínandi leik í dag. Ótrúlegt en satt.
Fimm mínútum síðar var Poulsen aftur á ferðinni og nú með hörkuskot eftir fínan undirbúning Lucas og Johnson. Varnarmenn Wolves náðu að verjast skotinu.
Næstu mínúturnar jókst sóknarþungi Liverpool kannski ekki mikið en smám saman náði liðið þó yfirhöndum á miðjunni með Lucas og Poulsen grjótharða baka til og Meireles á fartinni um allan völl að stjórna aðgerðum.
Á 22. mínútu komst Torres, sem var mjög sprækur í leiknum, í fínt færi eftir góða sendingu frá Meireles, en Hennesey í marki Wolves varði laust skot Spánverjans.
Smátt og smátt þyngdist sókn okkar manna og á 32. mínútu átti Raúl Meireles ágætt skot rétt fram hjá marki heimamanna. Skömmu síðar komst Maxi síðan í ágæta skotstöðu eftir flotta sendingu frá Torres en skot Argentínumannsins var ekki nægilega gott til að valda Hennesey vandræðum.
Á 36. mínútu kom síðan fyrsta mark leiksins. Þá átti Christian Poulsen frábæra sendingu inn fyrir vörn Wolves beint í lappirnar á Raúl Meireles sem brunaði með hann inn í teig og lagði hann vel fyrir Fernando Torres. El Nino átti ekki í nokkrum vandræðum með að klára færið og staðan orðin 0-1 á Molineux.
Meireles leit reyndar út fyrir að vera rangstæður í fyrstu, en í endursýningu kom glögglega í ljós að hægri bakvörðurinn Zubar skilur ekki alveg út á hvað rangstöðugildra gengur. Hann hljóp vel til baka til að spila Portúgalann réttstæðan og sýndi okkar mönnum fádæma gestrisni. Afar vingjarnlega gert og Zubar á bestu þakkir skildar.
Okkar menn héldu áfram að pressa á heimamenn það sem eftir lifði hálfleiksins, en það voru þó Úlfarnir sem voru nær því að skora. Á 46. mínútu stóð Miljas allt í einu óvaldaður tvo metra frá marki okkar manna með Pepe Reina einan fyrir framan sig. Sem betur fer var Reina vandanum vaxinn eins og svo oft áður og okkar menn gátu haldið til búningsherbergjanna með verðskuldaða eins marks forystu.
Okkar menn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, eflaust minnugir ófaranna á fyrstu mínútum síðari hálfleiks í grannaslagnum um síðustu helgi. Liðið sótti án afláts, með Meireles og Torres í miklum ham og óvenju vel gekk að verjast föstum leikatriðum, en heimamenn voru duglegir að næla í aukaspyrnur í leiknum.
Á 50. mínútu gerði Portúgalinn Raúl Meireles út um leikinn með hreint stórkostlegu marki. Boltinn barst þá til hans fyrir utan teig og hann afgreiddi hann með þvílíkri fagmennsku upp í vinkilinn. Ótrúlegt mark og líklega var enginn jafn furðu lostinn og Hennesey markvörður Wolves sem skildi ekkert í því hvernig Portúgalinn fór að þessu. Staðan orðin 0-2 og okkar menn í góðum málum.
Á 57. mínútu átti Poulsen slæma sendingu beint á leikmann heimamanna og það var ekki nema fyrir snarræði Maxi Rodriguez að ekki skapaðist stór hætta við okkar mark. Tveimur mínútum síðar var Daninn aftur eitthvað að klaufast og upp úr því fengu heimamenn hornspyrnu sem ekkert varð úr. Poulsen greinilega orðinn þreyttur enda búinn að berjast vel í leiknum og ekki í góðri leikæfingu eftir veturinn.
Heimamenn gerðu lítið annað en að fá aukaspyrnur og aldrei þessu vant gekk okkar mönnum ágætlega að verjast þeim. Að vísu voru Skrtel og Johnson að vanda aldrei vissir um hvort þeir væru að koma eða fara þegar boltinn barst inn í teiginn, en aðrir leikmenn og þá sérstaklega Reina í markinu sáu til þess að ekki hlaust skaði af sauðshætti þeirra félaga. Sauðsháttur Skrtel var reyndar rétt búinn að kosta okkur mark á 66. mínútu þegar Fletcher komst í upplagt færi, en Pepe Reina sá við honum og leikmenn Liverpool gátu enn einu sinni andað léttar í boði Spánverjans.
Á 73. mínútu gerði Dalglish sína fyrstu skiptingu þegar Poulsen fór út af fyrir Jonjo Shelvey. Greinilegt að Dalglish hefur tröllatrú á þeim pilti.
Shelvey var varla búinn að reima á sig skóna þegar hann var kominn einn í gegn en sendingin sem hann fékk frá Raúl Meireles var kannski aðeins of erfið og strákurinn skaut bylmingsskoti rétt yfir mark heimamanna.
Á 81. mínútu kom Kenny Dalglish með Suður-Ameríska fléttu þegar hann skipti Fabio Aurelio inn á fyrir Maxi Rodriguez.
Liverpool hélt áfram að spila af miklu öryggi og allt annað að sjá til liðsins en undir stjórn Hodgson. Jafnvel þótt 10 mínútur væru enn eftir var alveg ljóst að heimamenn myndu ekki fá eitt einasta stig út úr þessum leik.
Á síðustu mínútum leiksins komst Torres nokkrum sinnum í ágæt færi og greinilegt að Spánverjann hungraði í að bæta öðru marki á reikninginn. Það tókst loks í uppbótartíma þegar boltinn barst til hans eftir að Dirk Kuyt hafði gert usla inn í teignum. Glen Johnson átti þá góða sendingu inn fyrir vörn Wolves og Kuyt ruddist að markinu. Hennesey og varnarmenn heimamanna króuðu Hollendinginn af og boltinn rúllaði til Torres sem þrumaði honum með vinstri upp í þaknetið af stuttu færi. Gott mark og góður sigur í höfn.
Liverpool: Reina, Kelly, Skrtel, Agger, Johnson, Poulsen (Shelvey 73. mín.), Meireles, Leiva, Kuyt, Torres og Rodriguez (Aurelio 81. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Kyrgiakos, Cole, Pacheco og Spearing.
Mörk Liverpool: Fernando Torres (36. og 90. mín.) Raúl Meireles (50. mín.).
Gul spjöld: Poulsen, Torres og Meireles
Wolverhampton Wanderes: Hennessey, Davis, Stearman, Ward, Fletcher, Berra, Zubar, Foley, Hunt (Hammill 73. mín.), Jarvis og Milijas Ónotaðir varamenn: Hahnemann, Mouyokolo, Craddock, Jones og Vokes.
Áhorfendur á Molineux: 28.869.
Maður leiksins: Portúgalinn Raúl Meireles var frábær í þessum leik og verðskuldar að vera maður leiksins. Aðrir leikmenn léku margir mjög vel, sérstaklega Fernando Torres sem virðist ætla að blómstra undir stjórn Kenny Dalglish, enda liðið farið að sækja á fleiri mönnum og Spánverjinn fær orðið úr meiru að moða. Þá er einnig ánægjulegt að sjá að Dalglish virðist ætla að leggja traust sitt á Daniel Agger í miðverðinum. Daninn var svo sannarlega traustsins verður í dag.
Kenny Dalglish: Þetta var góður og verðskuldaður sigur. Við börðumst sem einn maður og uppskárum eftir því. Það er alls ekki sjálfgefið að sækja þrjú stig á Molineux og leikmennirnir eiga hrós skilið fyrir sína framgöngu.
Fróðleikur
- Liverpool vann sinn fyrsta sigur eftir endurkomu Kenny Dalglish.
- Liverpool vann sinn fyrsta sigur á Molineux frá því á leiktíðinni 1978/79.
- Fernando Torres er nú orðinn markahæsti leikmaður Liverpool með níu mörk.
- Raúl Meireles skoraði í öðrum leiknum í röð.
- Þriðja mark Liverpool kom eftir 31 sendingu án þess að leikmaður Wolves næði boltanum!
- Þetta var annar útisigur Liverpool í deildinni á tímabilinu!
- Lucas Leiva lék sinn 150. leik með Liverpool. Hann hefur skorað sex mörk.
- Daniel Agger lék sinn 130. leik. Daninn hefur skorað sjö mörk í þeim leikjum.
Hér má sjá viðtal við Kenny Dalglish eftir leik.
Hér eru myndir úr leiknum af opinberri heimasíðu félagsins.
Hér er umfjöllun Match of the Day um leikinn.
Kenny Dalglish gerði litlar breytingar á liði sínu frá jafnteflisleiknum gegn Everton um síðustu helgi. Eina breytingin var að Daninn Christian Poulsen kom inn á miðjuna í stað Jay Spearing. Lucas og Meireles voru á miðjunni ásamt Dananum og Kuyt og Rodriguez á köntunum.
Liverpool liðið mætti einbeitt til leiks og strax í upphafi leiks var ljóst að ekki stóð til að hanga í vörn á útivelli eins og svo gjarnan var gert meðan Roy Hodgson var við stjórnvölinn. Þetta var fjórði leikur liðsins eftir endurkomu Kenny Dalglish og stuðningsmennirnir óskuðu þess heitt og innilega að fyrsti sigur Kenny á 21. öldinni liti loks dagsins ljós.
Heimamenn fóru þó kannski heldur fjörlegar af stað og strax á fyrstu mínútu fengu þeir aukaspyrnu á hættulegum stað. Það fer yfirleitt um stuðningsmenn Liverpool þegar andstæðingar liðsins fá aukaspyrnur nálægt markinu. Hvað þá hornspyrnur, en okkar mönnum hefur gengið afleitlega að verjast föstum leikatriðum í vetur. Ekkert varð reyndar úr þessari spyrnu heimamanna og við gátum andað léttar.
Á fjórðu mínútu sýndi Christian Poulsen hvað hann getur verið klauflegur í aðgerðum, þegar hann straujaði niður leikmann Wolves löngu eftir að boltinn hafði yfirgefið vettvanginn. Daninn fékk að launum að líta gula spjaldið hjá Martin Atkinson. Ekki gæfuleg byrjun hjá Poulsen, en hann átti samt sem áður skínandi leik í dag. Ótrúlegt en satt.
Fimm mínútum síðar var Poulsen aftur á ferðinni og nú með hörkuskot eftir fínan undirbúning Lucas og Johnson. Varnarmenn Wolves náðu að verjast skotinu.
Næstu mínúturnar jókst sóknarþungi Liverpool kannski ekki mikið en smám saman náði liðið þó yfirhöndum á miðjunni með Lucas og Poulsen grjótharða baka til og Meireles á fartinni um allan völl að stjórna aðgerðum.
Á 22. mínútu komst Torres, sem var mjög sprækur í leiknum, í fínt færi eftir góða sendingu frá Meireles, en Hennesey í marki Wolves varði laust skot Spánverjans.
Smátt og smátt þyngdist sókn okkar manna og á 32. mínútu átti Raúl Meireles ágætt skot rétt fram hjá marki heimamanna. Skömmu síðar komst Maxi síðan í ágæta skotstöðu eftir flotta sendingu frá Torres en skot Argentínumannsins var ekki nægilega gott til að valda Hennesey vandræðum.
Á 36. mínútu kom síðan fyrsta mark leiksins. Þá átti Christian Poulsen frábæra sendingu inn fyrir vörn Wolves beint í lappirnar á Raúl Meireles sem brunaði með hann inn í teig og lagði hann vel fyrir Fernando Torres. El Nino átti ekki í nokkrum vandræðum með að klára færið og staðan orðin 0-1 á Molineux.
Meireles leit reyndar út fyrir að vera rangstæður í fyrstu, en í endursýningu kom glögglega í ljós að hægri bakvörðurinn Zubar skilur ekki alveg út á hvað rangstöðugildra gengur. Hann hljóp vel til baka til að spila Portúgalann réttstæðan og sýndi okkar mönnum fádæma gestrisni. Afar vingjarnlega gert og Zubar á bestu þakkir skildar.
Okkar menn héldu áfram að pressa á heimamenn það sem eftir lifði hálfleiksins, en það voru þó Úlfarnir sem voru nær því að skora. Á 46. mínútu stóð Miljas allt í einu óvaldaður tvo metra frá marki okkar manna með Pepe Reina einan fyrir framan sig. Sem betur fer var Reina vandanum vaxinn eins og svo oft áður og okkar menn gátu haldið til búningsherbergjanna með verðskuldaða eins marks forystu.
Okkar menn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, eflaust minnugir ófaranna á fyrstu mínútum síðari hálfleiks í grannaslagnum um síðustu helgi. Liðið sótti án afláts, með Meireles og Torres í miklum ham og óvenju vel gekk að verjast föstum leikatriðum, en heimamenn voru duglegir að næla í aukaspyrnur í leiknum.
Á 50. mínútu gerði Portúgalinn Raúl Meireles út um leikinn með hreint stórkostlegu marki. Boltinn barst þá til hans fyrir utan teig og hann afgreiddi hann með þvílíkri fagmennsku upp í vinkilinn. Ótrúlegt mark og líklega var enginn jafn furðu lostinn og Hennesey markvörður Wolves sem skildi ekkert í því hvernig Portúgalinn fór að þessu. Staðan orðin 0-2 og okkar menn í góðum málum.
Á 57. mínútu átti Poulsen slæma sendingu beint á leikmann heimamanna og það var ekki nema fyrir snarræði Maxi Rodriguez að ekki skapaðist stór hætta við okkar mark. Tveimur mínútum síðar var Daninn aftur eitthvað að klaufast og upp úr því fengu heimamenn hornspyrnu sem ekkert varð úr. Poulsen greinilega orðinn þreyttur enda búinn að berjast vel í leiknum og ekki í góðri leikæfingu eftir veturinn.
Heimamenn gerðu lítið annað en að fá aukaspyrnur og aldrei þessu vant gekk okkar mönnum ágætlega að verjast þeim. Að vísu voru Skrtel og Johnson að vanda aldrei vissir um hvort þeir væru að koma eða fara þegar boltinn barst inn í teiginn, en aðrir leikmenn og þá sérstaklega Reina í markinu sáu til þess að ekki hlaust skaði af sauðshætti þeirra félaga. Sauðsháttur Skrtel var reyndar rétt búinn að kosta okkur mark á 66. mínútu þegar Fletcher komst í upplagt færi, en Pepe Reina sá við honum og leikmenn Liverpool gátu enn einu sinni andað léttar í boði Spánverjans.
Á 73. mínútu gerði Dalglish sína fyrstu skiptingu þegar Poulsen fór út af fyrir Jonjo Shelvey. Greinilegt að Dalglish hefur tröllatrú á þeim pilti.
Shelvey var varla búinn að reima á sig skóna þegar hann var kominn einn í gegn en sendingin sem hann fékk frá Raúl Meireles var kannski aðeins of erfið og strákurinn skaut bylmingsskoti rétt yfir mark heimamanna.
Á 81. mínútu kom Kenny Dalglish með Suður-Ameríska fléttu þegar hann skipti Fabio Aurelio inn á fyrir Maxi Rodriguez.
Liverpool hélt áfram að spila af miklu öryggi og allt annað að sjá til liðsins en undir stjórn Hodgson. Jafnvel þótt 10 mínútur væru enn eftir var alveg ljóst að heimamenn myndu ekki fá eitt einasta stig út úr þessum leik.
Á síðustu mínútum leiksins komst Torres nokkrum sinnum í ágæt færi og greinilegt að Spánverjann hungraði í að bæta öðru marki á reikninginn. Það tókst loks í uppbótartíma þegar boltinn barst til hans eftir að Dirk Kuyt hafði gert usla inn í teignum. Glen Johnson átti þá góða sendingu inn fyrir vörn Wolves og Kuyt ruddist að markinu. Hennesey og varnarmenn heimamanna króuðu Hollendinginn af og boltinn rúllaði til Torres sem þrumaði honum með vinstri upp í þaknetið af stuttu færi. Gott mark og góður sigur í höfn.
Liverpool: Reina, Kelly, Skrtel, Agger, Johnson, Poulsen (Shelvey 73. mín.), Meireles, Leiva, Kuyt, Torres og Rodriguez (Aurelio 81. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Kyrgiakos, Cole, Pacheco og Spearing.
Mörk Liverpool: Fernando Torres (36. og 90. mín.) Raúl Meireles (50. mín.).
Gul spjöld: Poulsen, Torres og Meireles
Wolverhampton Wanderes: Hennessey, Davis, Stearman, Ward, Fletcher, Berra, Zubar, Foley, Hunt (Hammill 73. mín.), Jarvis og Milijas Ónotaðir varamenn: Hahnemann, Mouyokolo, Craddock, Jones og Vokes.
Áhorfendur á Molineux: 28.869.
Maður leiksins: Portúgalinn Raúl Meireles var frábær í þessum leik og verðskuldar að vera maður leiksins. Aðrir leikmenn léku margir mjög vel, sérstaklega Fernando Torres sem virðist ætla að blómstra undir stjórn Kenny Dalglish, enda liðið farið að sækja á fleiri mönnum og Spánverjinn fær orðið úr meiru að moða. Þá er einnig ánægjulegt að sjá að Dalglish virðist ætla að leggja traust sitt á Daniel Agger í miðverðinum. Daninn var svo sannarlega traustsins verður í dag.
Kenny Dalglish: Þetta var góður og verðskuldaður sigur. Við börðumst sem einn maður og uppskárum eftir því. Það er alls ekki sjálfgefið að sækja þrjú stig á Molineux og leikmennirnir eiga hrós skilið fyrir sína framgöngu.
Fróðleikur
- Liverpool vann sinn fyrsta sigur eftir endurkomu Kenny Dalglish.
- Liverpool vann sinn fyrsta sigur á Molineux frá því á leiktíðinni 1978/79.
- Fernando Torres er nú orðinn markahæsti leikmaður Liverpool með níu mörk.
- Raúl Meireles skoraði í öðrum leiknum í röð.
- Þriðja mark Liverpool kom eftir 31 sendingu án þess að leikmaður Wolves næði boltanum!
- Þetta var annar útisigur Liverpool í deildinni á tímabilinu!
- Lucas Leiva lék sinn 150. leik með Liverpool. Hann hefur skorað sex mörk.
- Daniel Agger lék sinn 130. leik. Daninn hefur skorað sjö mörk í þeim leikjum.
Hér má sjá viðtal við Kenny Dalglish eftir leik.
Hér eru myndir úr leiknum af opinberri heimasíðu félagsins.
Hér er umfjöllun Match of the Day um leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan