| Sf. Gutt
TIL BAKA
Roy sár eftir brottförina
Roy Hodgson leiðir nýja liðið sitt West Bromwich Albion til leiks gegn gamla liðinu sínu um helgina þegar Liverpool kemur í heimsókn. Hann hóf keppnistímabilið sem framkvæmdastjóri Liverpool en honum vegnaði ekki vel í starfinu. Samkomulag varð um að Roy hætti sem framkvæmdastjóri Liverpool í byrjun janúar og Kenny Dalglish tók við. Síðan hefur flest gengið Liverpool í haginn og allt annað yfirbragð er á öllu hjá félaginu.
Roy Hodgson stóð ekki undir væntingum í starfi sínu hjá Liverpool. Liðið spilaði ekki vel, því gekk illa og stuðningsmennirnir snerust gegn honum. Hann reyndi samt sitt besta og honum sárnaði brottförin frá Livepool.
,,Ég var ekki alveg uppgefinn en manni sárnar auðvitað. Mér hafði vegnað mjög vel og það var langt um liðið frá því ég hafði lent í miklum mótbyr á ferlinum. Það tók því á að lenda í mótlæti. Maður væri ekki mannlegur ef svona erfiðleikar hefðu ekki áhrif á mann. En þessir erfiðleikar hafa ekki dregið úr sjálfstrausti mínu og þeirri trú sem ég hef á mér."
,,En mér dettur ekki í hug að ljúga neinu um að erfiðleikarnir særðu mig og mér stóð ekki á sama um hvernig gekk. Mér þykir mjög vænt um starfið mitt og knattspyrnan skiptir mig miklu máli. Ég hef fengið mikið hrós á ferlinum en það er ekki þægilegt þegar dæmið snýst við. En allir vitibornir menn gera sér grein fyrir því að þetta allt fylgir starfinu."
Roy Hodgson kom til Liverpool á miklum óvissutímum og margt olli því að starfið varð honum erfitt. Valdabarátta og óeining á bak við tjöldin hjálpuðu Roy ekki þó þessir þættir hefðu ekki bein áhrif á það hvernig liðið spilaði undir stjórn hans.
,,Þeir sem vildu fá mig til Liverpool voru ekki lengi hjá félaginu og þeir sem réðu mig til starfa voru heldur ekki lengi til staðar. Nýju eigendurnir lentu svo í erfiðri aðstöðu því við vorum ekki að vinna nógu marga leiki og stuðningmennirnir létu berlega í ljósi að þeir vildu mig í burtu og einhvern annan í starfið mitt. Þetta allt var því mjög erfitt fyrir eigendurna. Ég get alls ekki haldið því fram að nærveru minnar hafi verið óskað hjá Liverpool."
Roy Hodgson stóð ekki undir væntingum í starfi sínu hjá Liverpool. Liðið spilaði ekki vel, því gekk illa og stuðningsmennirnir snerust gegn honum. Hann reyndi samt sitt besta og honum sárnaði brottförin frá Livepool.
,,Ég var ekki alveg uppgefinn en manni sárnar auðvitað. Mér hafði vegnað mjög vel og það var langt um liðið frá því ég hafði lent í miklum mótbyr á ferlinum. Það tók því á að lenda í mótlæti. Maður væri ekki mannlegur ef svona erfiðleikar hefðu ekki áhrif á mann. En þessir erfiðleikar hafa ekki dregið úr sjálfstrausti mínu og þeirri trú sem ég hef á mér."
,,En mér dettur ekki í hug að ljúga neinu um að erfiðleikarnir særðu mig og mér stóð ekki á sama um hvernig gekk. Mér þykir mjög vænt um starfið mitt og knattspyrnan skiptir mig miklu máli. Ég hef fengið mikið hrós á ferlinum en það er ekki þægilegt þegar dæmið snýst við. En allir vitibornir menn gera sér grein fyrir því að þetta allt fylgir starfinu."
Roy Hodgson kom til Liverpool á miklum óvissutímum og margt olli því að starfið varð honum erfitt. Valdabarátta og óeining á bak við tjöldin hjálpuðu Roy ekki þó þessir þættir hefðu ekki bein áhrif á það hvernig liðið spilaði undir stjórn hans.
,,Þeir sem vildu fá mig til Liverpool voru ekki lengi hjá félaginu og þeir sem réðu mig til starfa voru heldur ekki lengi til staðar. Nýju eigendurnir lentu svo í erfiðri aðstöðu því við vorum ekki að vinna nógu marga leiki og stuðningmennirnir létu berlega í ljósi að þeir vildu mig í burtu og einhvern annan í starfið mitt. Þetta allt var því mjög erfitt fyrir eigendurna. Ég get alls ekki haldið því fram að nærveru minnar hafi verið óskað hjá Liverpool."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan