| Sf. Gutt
,,Mér datt aldrei í hug að ég myndi lenda í þeirri aðstöðu, fyrir tuttugu árum, að þurfa að fara. En dagurinn í gær var miklu betri en sá fyrir tuttugu árum. Það var á hinn bóginn óhjákvæmilegt að fara á sínum tíma en ég var ótrúlega heppinn að fá tækifæri til að snúa aftur. Það er mikill heiður fyrir mig að vera kominn hingað aftur. Þetta félag hefur mikla þýðingu fyrir marga og ég er í þeim hópi."
Kenny tók við Liverpool þann 8. janúar og það er mikið búið að gerast á þeim vikum sem liðnar eru. Liverpool hefur kyept og selt menn fyrir metfé svo eitthvað sé nefnt. Tíminn hefur því liðið hratt.
,,Ég vissi ekki að það væru komnar sjö vikur. Ný verkefni bíða á hverjum degi og ég hlakka til að fara á fætur á hverjum einasta degi og það er gott. Það hefur mikið breyst en þetta hefur gefið mér mikið og ég vona að öðrum finnist jafn gaman og mér."
Annað kvöld stjórnar Kenny Dalglish Liverpool í fyrsta sinn í Evrópuleik á Anfield Road. Það í sjálfu sér er merkilegur viðburður á ferli hans. Liverpool mætir Sparta frá Prag í seinni leik liðanna í Evrópudeildinni. Liðin skildu jöfn í síðustu viku og allt er undir.
,,Ég er viss um að það verður gaman annað kvöld. En mestu skiptir að við náum þeim úrslitum sem til þarf. Það verður ennþá meira gaman ef það tekst. Ég sjálfur er aukaatriði í þessu öllu og þó svo að ég hlakki mikið til leiksins og þess heiðurs að leiða Liverpool til leiks á Evrópukvöldi þá verður allt miklu ánægjulegra ef okkur tekst að ná hagstæðum úrslitum. Úrslit leiksins eru mun mikilvægari en forleikurinn að sjálfum leiknum. Það hafa verið margar eftirminnilegar kvöldstundir á Anfield. Evrópukvöld eru mjög mögnuð hjá mörgum félögum en þau eru einstök hjá þessu félagi."
Rétt er að minna á að leiktíminn í kvöld er mjög óvenjulegur. Liðin hefja leik á Anfield klukkan sex síðdegis í stað venjulegs leiktíma klukkan átta á þessum árstíma. Líkleg ástæða er sú að annar leikur í Evrópudeildinni fer fram á Englandi í kvöld. Manchester City á leik í Manchester klukkan átta.
TIL BAKA
Kenny hlakkar til að fara á fætur
,,Mér datt aldrei í hug að ég myndi lenda í þeirri aðstöðu, fyrir tuttugu árum, að þurfa að fara. En dagurinn í gær var miklu betri en sá fyrir tuttugu árum. Það var á hinn bóginn óhjákvæmilegt að fara á sínum tíma en ég var ótrúlega heppinn að fá tækifæri til að snúa aftur. Það er mikill heiður fyrir mig að vera kominn hingað aftur. Þetta félag hefur mikla þýðingu fyrir marga og ég er í þeim hópi."
Kenny tók við Liverpool þann 8. janúar og það er mikið búið að gerast á þeim vikum sem liðnar eru. Liverpool hefur kyept og selt menn fyrir metfé svo eitthvað sé nefnt. Tíminn hefur því liðið hratt.
,,Ég vissi ekki að það væru komnar sjö vikur. Ný verkefni bíða á hverjum degi og ég hlakka til að fara á fætur á hverjum einasta degi og það er gott. Það hefur mikið breyst en þetta hefur gefið mér mikið og ég vona að öðrum finnist jafn gaman og mér."
Annað kvöld stjórnar Kenny Dalglish Liverpool í fyrsta sinn í Evrópuleik á Anfield Road. Það í sjálfu sér er merkilegur viðburður á ferli hans. Liverpool mætir Sparta frá Prag í seinni leik liðanna í Evrópudeildinni. Liðin skildu jöfn í síðustu viku og allt er undir.
,,Ég er viss um að það verður gaman annað kvöld. En mestu skiptir að við náum þeim úrslitum sem til þarf. Það verður ennþá meira gaman ef það tekst. Ég sjálfur er aukaatriði í þessu öllu og þó svo að ég hlakki mikið til leiksins og þess heiðurs að leiða Liverpool til leiks á Evrópukvöldi þá verður allt miklu ánægjulegra ef okkur tekst að ná hagstæðum úrslitum. Úrslit leiksins eru mun mikilvægari en forleikurinn að sjálfum leiknum. Það hafa verið margar eftirminnilegar kvöldstundir á Anfield. Evrópukvöld eru mjög mögnuð hjá mörgum félögum en þau eru einstök hjá þessu félagi."
Rétt er að minna á að leiktíminn í kvöld er mjög óvenjulegur. Liðin hefja leik á Anfield klukkan sex síðdegis í stað venjulegs leiktíma klukkan átta á þessum árstíma. Líkleg ástæða er sú að annar leikur í Evrópudeildinni fer fram á Englandi í kvöld. Manchester City á leik í Manchester klukkan átta.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan