| Sf. Gutt
Stuðningsmenn Livrpool bíða spenntir eftir því að Andy Carroll geti spilað sinn fyrsta leik fyrir nýja liðið sitt. Liverpool mætir Manchester United um næstu helgi og víst er að margir vonast eftir því að Andy verði orðinn leikfær fyrir þa miklu rimmu.
Kenny Dalglish er látlaust spurður út í heilsufar Andy á hverjum einasta blaðamannafundi. Hann segir að bati Andy sé góður og öruggur en gefur samt ekkert upp. Hann hafði þetta um málið að segja eftir leik Liverpool við West Ham United.
,,Hann er á góðum batavegi og verður með fyrri skipunum. Við höfum aldrei gefið upp neina dagsetningu um hvenær Andy verður leikfær. Hann verður með okkur um leið og hann verður kominn í lag. Kannski verður það í næstu viku, vikuna þar á eftir eða seinna. Við verðum bara að bíða og sjá."
Kenny hefur verið þögull sem gröfin, frá því Andy kom, um hvenær stóri sóknarmaðurinn verður leikfær. Þetta svar Kenny á sunnudaginn er það sama og hann hefur áður gefið. Við verðum sem sagt að bíða og sjá!
TIL BAKA
Óvissa um fyrsta leik Andy

Kenny Dalglish er látlaust spurður út í heilsufar Andy á hverjum einasta blaðamannafundi. Hann segir að bati Andy sé góður og öruggur en gefur samt ekkert upp. Hann hafði þetta um málið að segja eftir leik Liverpool við West Ham United.
,,Hann er á góðum batavegi og verður með fyrri skipunum. Við höfum aldrei gefið upp neina dagsetningu um hvenær Andy verður leikfær. Hann verður með okkur um leið og hann verður kominn í lag. Kannski verður það í næstu viku, vikuna þar á eftir eða seinna. Við verðum bara að bíða og sjá."
Kenny hefur verið þögull sem gröfin, frá því Andy kom, um hvenær stóri sóknarmaðurinn verður leikfær. Þetta svar Kenny á sunnudaginn er það sama og hann hefur áður gefið. Við verðum sem sagt að bíða og sjá!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan