| Sf. Gutt
TIL BAKA
Þrenna Dirk færði frábæran sigur!
Þrenna Dirk Kuyt skaut Manchester United í kaf á Anfield Road upp úr hádeginu í dag. Liverpool yfirspilaði United lengst af og vann frábæran 3:1 sigur.
Andrúmsloftið var að venju rafmagnað á Anfield Road þegar leikurinn hófst. Annað gat varla verið. Það voru jú Liverpool og Manchester United sem voru að fara að keppa. Liverpool hefði átt að komast yfir eftir tvær mínútur. Eldsnögg sókn endaði með því að Raul Meireles renndi boltanum inn á vítateiginn þar sem Luis Suarez var dauðafrír en hann missti af boltanum sem fór til Edwin Van Der Sar. Liverpool gaf tóninn í byrjun og hraðar sóknir lofuðu góðu. Það var þó Manchester United sem ógnaði næst. Eftir stundarfjórðung lagði Wayne Rooney boltann fyrir fætur Dimitar Berbatov. Búlgarinn skaut snöggu skoti utan vítateigs sem fór sem betur fer í stöng og framhjá.
Á 18. mínútu kom góð sending frá Luis inn á vítateig gestanna. Raul skallaði boltann inn á markteig og þar munaði hársbreidd að Dirk Kuyt næði að stýra boltanum í markið en hættan leið hjá. Liverpool varð fyrir áfalli um miðjan hálfleikinn þegar Fabio Aurelio varð að yfirgefa völlinn eftir að hafa tognað aftan í læri. Enn ein meiðslin hjá Brasilíumanninum. Sotirios Kyrgiakos kom til leiks og átti eftir að vera magnaður í hjarta varnarinnar. Jamie Carragher fór í hægri bakvörð og Glen Johnson skipti yfir til vinstri. Rétt á eftir mátti litlu muna við mark Liverpool. Wes Brown náði þá skalla eftir horn en Raul bjargaði við marklínuna. Kannski hefði nú Jose Reina náð boltanum en það varð að minnsta kosti ekki mark.
Liverpool náði svo forystu á 34. mínútu. Boltinn barst yfir til vinstri eftir atgang upp úr hornspyrnu. Miðverðir Liverpool sóttu að leikmanni United, Sotirios náði boltanum og kom honum inn í vítateiginn á Luis. Hann fékk boltann og tók eina þá mögnuðustu rispi sem lengi hefur sést á Anfield. Á einu augabragði lék hann á fjóra menn og renndi svo boltanum undir Edwin. Dirk Kuyt þrumaði boltanum í markið á marklínunni og allt gekk af göflunum af fögnuðu. Dirk skoraði en Luis átti allan heiður af markinu. Rispan sem hann tók var með öllum ólíkindum og það var líkast því að maður væri að horfa á skíðamann í svigi þegar hann fór framhjá mönnunum fjórum!
Stuðningsmenn Liverpool voru í sjöunda himni og enn kætust þeir fimm mínútum seinna. Aftur var Luis á ferðinni. Hann lék upp að endamörkum hægra megin og sendi fyrir markið. Ekki virtist nein hætta á ferðum þar til Luis Nani tók upp á því að skalla boltann í áttina að eigin marki. Dirk Kuyt þakkaði gott boð og skallaði boltann auðveldlega í markið af stuttu færi. Algjör gjöf en hún var virkilega vel þegin!
Undir lok hálfleiksins varð allt vitlaust eftir að Jamie Carragher sparkaði í legginn á Luis. Leikmenn dreif að og létu menn ófriðlega. Sparkið hjá Jamie hafði myndað skurð á fótlegg Luis og hann var borinn af velli. Jamie var bókaður og slapp vel með það. Hann var seinn til og þó um óviljaverk hafi verið að ræða hefði rautt spjald átt að fara á loft.
Leikurinn var varla hafinn aftur þegar Rafael Da Silva negldi Lucas Leiva niður og hefði átt að fjúka út af fyrir en hann líkt og Jamie var einungis bókaður. Allt varð vitlaust á nýjan leik og mikið gekk á. Tíu hefðu átt að vera í liðunum þegar hálfleikshlé hófst en það kom á góðum tíma til að róa niður æsinginn.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn vel og eftir fjórar mínútur var Luis enn og aftur á ferðinni. Hann sendi á Raul sem komst inn á teiginn en Edwin náði boltanum aðþrengdur af Steven. Á eftir fylgdi góður leikkafli gestanna og á 59. mínútu mátti litlu muna þegar Dimitar skallaði að marki af stuttu færi eftir horn en Raul var á marklínunni og bjargaði málum. Dimitar vildi fá víti en Raul notaði hvorki hönd né hendur. Rétt á eftir átti Raul gott skot vinstra megin í teignum hinu megin á vellinum eftir sendingu frá Dirk. Edwin varði skot hans naumlega og missti boltann en enginn var til að fylgja á eftir. Það var bætt úr því á 65. mínútu.
Liverpool fékk þá aukaspyrnu hægra megin við vítateiginn. Luis tók hana og náði föstu skoti á markið sem stefndi neðst í nærhornið. Edwin henti sér niður og varði en hélt ekki boltanum. Landi hans Dirk Kuyt refsaði með því að smella boltanum í markið fyrir framan The Kop. Frábær afgreiðsla hjá Dirk og nú varð allt endanlega tryllt. Hollendingurinn kominn með þrennu og gestirnir algjörlega slegnir út af laginu.
Á 74. mínútu upphófst líka mikill fögnuður en hann kom ekki til vegna þess að mark hefði verið skorað. Nei, það var nú bara vegna þess að Andy Carroll kom til leiks í fyrsta sinn sem leikmaður Liverpool! Honum var ákaft fagnað og enn var fagnað nokkrum sekúndum seinna þegar hann skallaði aukaspyrnu að marki með sinni fyrstu snertingu. Ekki var nein hætta á ferðum en þessum skalla var vel fagnað! Reyndar gerði Andy ekki mikið meira en það var gott að sjá hann mættan til leiks.
Um tólf mínútur voru eftir þegar áhorfendur í Musterinu hófu að syngja afmælissönginn fyrir Kenny Dalglish! Hann þakkaði fyrir sig með því að veifa til áhorfenda og hver einasti maður brosti út að eyrum. Svona gerist bara á Anfield!
Þegar tvær mínútur voru eftir tók Luis enn eina rispuna. Hann skildi tvo leikmenn United eftir á hægri kantinum, lék inn í vítateiginn en þar átti hann algjörlega mislukkað skot sem fór víðsfjarri. Það kom ekki að sök en hann var búinn að vinna fyrir því að reyna markskot. Á lokamínútunni renndi Lucas, sem lék stórvel, boltanum þvert fyrir markið utan við vítateiginn á Steven en fast skot hans fór rétt framhjá. Það var komið fram í viðbótartíma þegar Manchester United minnkaði muninn. Ryan Giggs sendi fyrir frá hægri á varamanninn Javier Hernandez sem skallaði í mark. Stuðningsmenn Liverpool voru í miðjum þjóðsöng og létu ekki sitja sig út af laginu. Það var óþarfi að fá þetta mark á sig en sigurgleðin spilltist ekkert og hún var sönn og mikil þegar flautað var til leiksloka. Magnaður sigur var kominn í höfn.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Aurelio (Kyrgiakos 24. mín.), Gerrard, Leiva, Kuyt, Meireles (Carroll 74. mín.), Rodriguez og Suarez (Cole 89. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Ngog, Spearing og Poulsen.
Mörk Liverpool: Dirk Kuyt (34., 39. og 65. mín.).
Gul spjöld: Jamie Carragher og Martin Skrtel.
Manchester United: Van der Sar, R. Da Silva (O'Shea 76. mín.), Smalling, Brown, Evra, Nani Hernandez (45. mín.), Carrick, Scholes (Fletcher 83. mín.), Giggs, Berbatov og Rooney. Ónotaðir varamenn: Kuszczak, F. Da Silva, Obertan og Gibson.
Mark Manchester United: Javier Hernandez (90. mín.).
Gul spjöld: Edwin Van der Sar, Rafael Da Silva og Paul Scholes.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.753.
Maður leiksins: Luis Suarez. Drengurinn var gjörsamlega óstöðvandi. Leikmenn Manchester United réðu ekkert við hann á köflum og það var frábært að fylgjast með hraða hans og hugrekki. Það kemur nú varla fyrir að leikmaður sem skorar þrennu er ekki valinn maður leiksins. En Luis var einfaldlega stórkostlegur og Dirk Kuyt naut góðs af!
Kenny Dalglish: Allir sem halda með Liverpool áttu ánægjulegan dag vegna þess að leikmennirnir stóðu sig svo vel. Mér fannst þeir skila verki sínu með miklum sóma. Þeir komu vel stemmdir til leiks, voru staðfastir og ákveðnir í að ná hagstæðum úrslitum. Þeir léku fyrir félagið með stolti og voru ákveðnir í að gera sitt besta. Þetta færði okkur sigur. Þetta hefur verið erfitt keppnistímabil fyrir Liverpool og þetta er hápunkturinn á því en við erum ekki búnir að segja okkar síðasta orð.
Fróðleikur.
- Dirk Kuyt hefur nú skorað níu mörk á keppnistímabilinu og er þar með jafn Fernando Torres í þeim efnum.
- Dirk skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Liverpool.
- Dirk lék sinn 230. leik og mörkin eru orðin 60 talsins.
- Peter Beardsley var síðastur leikmanna Liverpool til að skora þrennu gegn Manchester United. Það gerði hann haustið 1991 í leik sem Liverpool vann 4:0 á Anfield.
- Andy Carroll lék sinn fyrsta leik með Liverpool.
- Þetta var þriðju leiktíðina i röð sem Liverpool vinnur Manchester United á Anfield.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér eru myndir af vefsíðu Guardian.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish.
Hér er viðtal við Dirk Kuyt.
Andrúmsloftið var að venju rafmagnað á Anfield Road þegar leikurinn hófst. Annað gat varla verið. Það voru jú Liverpool og Manchester United sem voru að fara að keppa. Liverpool hefði átt að komast yfir eftir tvær mínútur. Eldsnögg sókn endaði með því að Raul Meireles renndi boltanum inn á vítateiginn þar sem Luis Suarez var dauðafrír en hann missti af boltanum sem fór til Edwin Van Der Sar. Liverpool gaf tóninn í byrjun og hraðar sóknir lofuðu góðu. Það var þó Manchester United sem ógnaði næst. Eftir stundarfjórðung lagði Wayne Rooney boltann fyrir fætur Dimitar Berbatov. Búlgarinn skaut snöggu skoti utan vítateigs sem fór sem betur fer í stöng og framhjá.
Á 18. mínútu kom góð sending frá Luis inn á vítateig gestanna. Raul skallaði boltann inn á markteig og þar munaði hársbreidd að Dirk Kuyt næði að stýra boltanum í markið en hættan leið hjá. Liverpool varð fyrir áfalli um miðjan hálfleikinn þegar Fabio Aurelio varð að yfirgefa völlinn eftir að hafa tognað aftan í læri. Enn ein meiðslin hjá Brasilíumanninum. Sotirios Kyrgiakos kom til leiks og átti eftir að vera magnaður í hjarta varnarinnar. Jamie Carragher fór í hægri bakvörð og Glen Johnson skipti yfir til vinstri. Rétt á eftir mátti litlu muna við mark Liverpool. Wes Brown náði þá skalla eftir horn en Raul bjargaði við marklínuna. Kannski hefði nú Jose Reina náð boltanum en það varð að minnsta kosti ekki mark.
Liverpool náði svo forystu á 34. mínútu. Boltinn barst yfir til vinstri eftir atgang upp úr hornspyrnu. Miðverðir Liverpool sóttu að leikmanni United, Sotirios náði boltanum og kom honum inn í vítateiginn á Luis. Hann fékk boltann og tók eina þá mögnuðustu rispi sem lengi hefur sést á Anfield. Á einu augabragði lék hann á fjóra menn og renndi svo boltanum undir Edwin. Dirk Kuyt þrumaði boltanum í markið á marklínunni og allt gekk af göflunum af fögnuðu. Dirk skoraði en Luis átti allan heiður af markinu. Rispan sem hann tók var með öllum ólíkindum og það var líkast því að maður væri að horfa á skíðamann í svigi þegar hann fór framhjá mönnunum fjórum!
Stuðningsmenn Liverpool voru í sjöunda himni og enn kætust þeir fimm mínútum seinna. Aftur var Luis á ferðinni. Hann lék upp að endamörkum hægra megin og sendi fyrir markið. Ekki virtist nein hætta á ferðum þar til Luis Nani tók upp á því að skalla boltann í áttina að eigin marki. Dirk Kuyt þakkaði gott boð og skallaði boltann auðveldlega í markið af stuttu færi. Algjör gjöf en hún var virkilega vel þegin!
Undir lok hálfleiksins varð allt vitlaust eftir að Jamie Carragher sparkaði í legginn á Luis. Leikmenn dreif að og létu menn ófriðlega. Sparkið hjá Jamie hafði myndað skurð á fótlegg Luis og hann var borinn af velli. Jamie var bókaður og slapp vel með það. Hann var seinn til og þó um óviljaverk hafi verið að ræða hefði rautt spjald átt að fara á loft.
Leikurinn var varla hafinn aftur þegar Rafael Da Silva negldi Lucas Leiva niður og hefði átt að fjúka út af fyrir en hann líkt og Jamie var einungis bókaður. Allt varð vitlaust á nýjan leik og mikið gekk á. Tíu hefðu átt að vera í liðunum þegar hálfleikshlé hófst en það kom á góðum tíma til að róa niður æsinginn.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn vel og eftir fjórar mínútur var Luis enn og aftur á ferðinni. Hann sendi á Raul sem komst inn á teiginn en Edwin náði boltanum aðþrengdur af Steven. Á eftir fylgdi góður leikkafli gestanna og á 59. mínútu mátti litlu muna þegar Dimitar skallaði að marki af stuttu færi eftir horn en Raul var á marklínunni og bjargaði málum. Dimitar vildi fá víti en Raul notaði hvorki hönd né hendur. Rétt á eftir átti Raul gott skot vinstra megin í teignum hinu megin á vellinum eftir sendingu frá Dirk. Edwin varði skot hans naumlega og missti boltann en enginn var til að fylgja á eftir. Það var bætt úr því á 65. mínútu.
Liverpool fékk þá aukaspyrnu hægra megin við vítateiginn. Luis tók hana og náði föstu skoti á markið sem stefndi neðst í nærhornið. Edwin henti sér niður og varði en hélt ekki boltanum. Landi hans Dirk Kuyt refsaði með því að smella boltanum í markið fyrir framan The Kop. Frábær afgreiðsla hjá Dirk og nú varð allt endanlega tryllt. Hollendingurinn kominn með þrennu og gestirnir algjörlega slegnir út af laginu.
Á 74. mínútu upphófst líka mikill fögnuður en hann kom ekki til vegna þess að mark hefði verið skorað. Nei, það var nú bara vegna þess að Andy Carroll kom til leiks í fyrsta sinn sem leikmaður Liverpool! Honum var ákaft fagnað og enn var fagnað nokkrum sekúndum seinna þegar hann skallaði aukaspyrnu að marki með sinni fyrstu snertingu. Ekki var nein hætta á ferðum en þessum skalla var vel fagnað! Reyndar gerði Andy ekki mikið meira en það var gott að sjá hann mættan til leiks.
Um tólf mínútur voru eftir þegar áhorfendur í Musterinu hófu að syngja afmælissönginn fyrir Kenny Dalglish! Hann þakkaði fyrir sig með því að veifa til áhorfenda og hver einasti maður brosti út að eyrum. Svona gerist bara á Anfield!
Þegar tvær mínútur voru eftir tók Luis enn eina rispuna. Hann skildi tvo leikmenn United eftir á hægri kantinum, lék inn í vítateiginn en þar átti hann algjörlega mislukkað skot sem fór víðsfjarri. Það kom ekki að sök en hann var búinn að vinna fyrir því að reyna markskot. Á lokamínútunni renndi Lucas, sem lék stórvel, boltanum þvert fyrir markið utan við vítateiginn á Steven en fast skot hans fór rétt framhjá. Það var komið fram í viðbótartíma þegar Manchester United minnkaði muninn. Ryan Giggs sendi fyrir frá hægri á varamanninn Javier Hernandez sem skallaði í mark. Stuðningsmenn Liverpool voru í miðjum þjóðsöng og létu ekki sitja sig út af laginu. Það var óþarfi að fá þetta mark á sig en sigurgleðin spilltist ekkert og hún var sönn og mikil þegar flautað var til leiksloka. Magnaður sigur var kominn í höfn.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Aurelio (Kyrgiakos 24. mín.), Gerrard, Leiva, Kuyt, Meireles (Carroll 74. mín.), Rodriguez og Suarez (Cole 89. mín.). Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Ngog, Spearing og Poulsen.
Mörk Liverpool: Dirk Kuyt (34., 39. og 65. mín.).
Gul spjöld: Jamie Carragher og Martin Skrtel.
Manchester United: Van der Sar, R. Da Silva (O'Shea 76. mín.), Smalling, Brown, Evra, Nani Hernandez (45. mín.), Carrick, Scholes (Fletcher 83. mín.), Giggs, Berbatov og Rooney. Ónotaðir varamenn: Kuszczak, F. Da Silva, Obertan og Gibson.
Mark Manchester United: Javier Hernandez (90. mín.).
Gul spjöld: Edwin Van der Sar, Rafael Da Silva og Paul Scholes.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.753.
Maður leiksins: Luis Suarez. Drengurinn var gjörsamlega óstöðvandi. Leikmenn Manchester United réðu ekkert við hann á köflum og það var frábært að fylgjast með hraða hans og hugrekki. Það kemur nú varla fyrir að leikmaður sem skorar þrennu er ekki valinn maður leiksins. En Luis var einfaldlega stórkostlegur og Dirk Kuyt naut góðs af!
Kenny Dalglish: Allir sem halda með Liverpool áttu ánægjulegan dag vegna þess að leikmennirnir stóðu sig svo vel. Mér fannst þeir skila verki sínu með miklum sóma. Þeir komu vel stemmdir til leiks, voru staðfastir og ákveðnir í að ná hagstæðum úrslitum. Þeir léku fyrir félagið með stolti og voru ákveðnir í að gera sitt besta. Þetta færði okkur sigur. Þetta hefur verið erfitt keppnistímabil fyrir Liverpool og þetta er hápunkturinn á því en við erum ekki búnir að segja okkar síðasta orð.
Fróðleikur.
- Dirk Kuyt hefur nú skorað níu mörk á keppnistímabilinu og er þar með jafn Fernando Torres í þeim efnum.
- Dirk skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Liverpool.
- Dirk lék sinn 230. leik og mörkin eru orðin 60 talsins.
- Peter Beardsley var síðastur leikmanna Liverpool til að skora þrennu gegn Manchester United. Það gerði hann haustið 1991 í leik sem Liverpool vann 4:0 á Anfield.
- Andy Carroll lék sinn fyrsta leik með Liverpool.
- Þetta var þriðju leiktíðina i röð sem Liverpool vinnur Manchester United á Anfield.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér eru myndir af vefsíðu Guardian.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish.
Hér er viðtal við Dirk Kuyt.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan