| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Tap í Portúgal!
Portúgalska liðið SC Braga batt enda á 13 leikja taplausa hrinu Liverpool í Evrópukeppnum, með 1-0 sigri á okkar mönnum í Portúgal í kvöld.
Liverpool stillti upp sæmilega sterku liði í kvöld, þrátt fyrir að Steven Gerrard, Daniel Agger, Fabio Aurelio, Jonjo Shelvey og Martin Kelly væru allir frá vegna meiðsla.
7 leikmenn sem hófu leikinn gegn Manchester United á sunnudaginn voru í byrjunarliðinu í kvöld og auk þeirra komu þeir Joe Cole, Christian Poulsen, Jay Spearing og Sotirios Kyrgiakos inn í liðið. Jamie Carragher var fyrirliði í kvöld, í fjarveru Gerrard.
Margir höfðu búist við að Andy Carroll yrði í byrjunarliðinu, en Dalglish kaus að láta hann byrja á bekknum.
Leikurinn var vægast sagt frekar bragðdaufur og lítið fyrir augað. Fyrstu mínúturnar var ekkert í gangi, hvorki í leik okkar manna né heimamanna.
Eftir 17 mínútna tíðindalausan leik kom síðan enn einu sinni í ljós hve hættulega hægur hinn annars ágæti leikmaður Kyrgiakos er, þegar Brasilíumaðurinn Mossoró í liði Braga fékk tiltölulega einfalda sendingu inn fyrir vörn Liverpool. Kyrgiakos var allt of seinn að snúa sér og sá þann kost vænstan að klippa hann niður úti við vítateigshorn. Hræðilega klaufalegt og engin leið fyrir dómarann að dæma annað en víti. Landi Mossoró, Alan Silva, tók vítið og skoraði með föstu skoti fram hjá Reina sem skutlaði sér í rétt horn, en náði ekki til knattarins. Staðan orðin 1-0 í fyrir heimamenn.
Eftir markið voru leikmenn Braga enn þéttari til baka og okkar menn náðu ekki að opna vörnina allan hálfleikinn. Það var helst að einhver ógn kæmi frá Glen Johnson og Joe Cole vinstra megin, en það var ekkert sem orð er á gerandi.
Eftir rúmar 45 mínútur sneru leikmenn til búningsherbergjanna. Staðan 1-0 og sama sem ekkert að gerast hjá okkar mönnum.
Síðari hálfleikur fór jafn dauflega af stað og sá fyrri. Lítil sem engin hreyfing á liðinu, mikið um ónákvæmar sendingar og klaufalegar tæklingar.
Á 57. mínútu kom loks að því að Andy Carroll kæmi inn á. Hann skipti við Danann Christian Poulsen, sem hafði verið arfaslakur í leiknum eins og stundum áður.
Það er óhætt að segja að Carroll hafi hleypt lífi í leikinn því allt í einu kviknaði smá neisti hjá okkar mönnum. Hann barðist vel fram á við og var hrikalega duglegur að vinna boltann og koma honum á samherja sína. Gríðarlega sterkur leikmaður sem tekur mikið til sín. Það verður gaman að fylgjast með honum þegar hann verður kominn á fullt skrið.
Á 63. mínútu hefði alveg verið hægt að dæma vítaspyrnu á heimamenn þegar Joe Cole féll í teignum. Við fyrstu sýn virtist ekki vera um mikla snertingu að ræða, en þegar betur var að gáð í endursýningu sást glögglega að Cole féll eftir viðskipti við varnarmann heimamanna. Ekki kannski hreint og klárt víti, en það hefði vel mátt dæma það. Belgíski dómarinn var þó ekki í stuði fyrir neinar gjafir í kvöld og lét leikinn halda áfram.
Það sem eftir lifði leiks hélt Liverpool áfram að sækja án þess þó að skapa sér veruleg færi, enda var ekki mikill hraði eða kraftur í sóknarleik liðsins. Eina ógnunin varð til í kringum Andy Carroll, en hann fékk ekki nægilega aðstoð fram á við.
Niðurstaðan í Portúgal 1-0 fyrir heimamenn í afskaplega bragðdaufum leik.
Liverpool: Reina, Carragher, Johnson, Skrtel, Kyrgiakos, Lucas, Poulsen (Carroll 57. mín.), Spearing, Cole, Meireles, Kuyt. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Pacheco, Wilson, Ngog, Maxi, Flanagan.
Gult spjald: Christian Poulsen
SC Braga: Artur, Garcia, Kaká, Rodriguez, Silvio, Salina, Viana, Alan, César (Barbosa 94. mín.), Mossoró (Paulão 69. mín.), Lima (Meyong 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Cristiano, Dani, Anibal, Peterson
Mark Braga: Alan Silva 18. mín úr víti.
Gult spjald: Kaká
Áhorfendur á Estádio Municipal de Braga: 12,991
Maður leiksins: Andy Carroll fær nafnbótina maður leiksins þrátt fyrir að hann hafi aðeins spilað rúman hálftíma í kvöld. Það var fyrst eftir að hann kom inn á sem eitthvað smá líf færðist í leik okkar manna.
Fróðleikur.
- Fyrir leikinn í kvöld hafði SC Braga unnið síðustu þrjá heimaleiki sína í Evrópukeppnum, alla með markatölunni 2-0. Gegn Arsenal, FK Partizan og Lech Poznan.
-Þetta var 17. leikur Liverpool gegn liðum frá Portúgal. Átta þessara leikja hafa unnist, fimm tapast og fjórir endað með jafntefli.
-Þetta var fyrsti tapleikur Liverpool í Evrópukeppni síðan í apríl á síðasta ári þegar Atletico Madrid lagði okkar menn 1-0 á Vincente Calderón leikvanginum í Madrid. Síðan þá hafði liðið leikið 13 leiki í Evrópukeppnum án þess að tapa.
-Þrátt fyrir ágætt gengi gegn portúgölskum liðum í gegnum tíðina hefur Liverpool ekki riðið feitum hesti frá heimsóknum sínum til Portúgal að undanförnu, en okkar menn hafa ekki sigrað leik í Portúgal síðan liðið lagði Benfica 4-1 í 8 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa, sem þá hét, árið 1984.
-Þess má geta að síðar sama ár náði Benfica að leggja okkar menn 1-0 á heimavelli sínum. Sá leikur var seinni leikur í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Það markverðasta í sögulegu samhengi við þann leik er að á 45. mínútu leiksins fékk Kenny Dalglish að líta sitt fyrsta og eina rauða spjald á ferlinum, fyrir viðskipti sín við bakvörð Portúgalanna. Tapið kom reyndar ekki að sök þar sem Liverpool sigraði fyrri leikinn 3-1 á Anfield.
-Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv
-Hér er viðtal við Kenny Dalglish
Liverpool stillti upp sæmilega sterku liði í kvöld, þrátt fyrir að Steven Gerrard, Daniel Agger, Fabio Aurelio, Jonjo Shelvey og Martin Kelly væru allir frá vegna meiðsla.
7 leikmenn sem hófu leikinn gegn Manchester United á sunnudaginn voru í byrjunarliðinu í kvöld og auk þeirra komu þeir Joe Cole, Christian Poulsen, Jay Spearing og Sotirios Kyrgiakos inn í liðið. Jamie Carragher var fyrirliði í kvöld, í fjarveru Gerrard.
Margir höfðu búist við að Andy Carroll yrði í byrjunarliðinu, en Dalglish kaus að láta hann byrja á bekknum.
Leikurinn var vægast sagt frekar bragðdaufur og lítið fyrir augað. Fyrstu mínúturnar var ekkert í gangi, hvorki í leik okkar manna né heimamanna.
Eftir 17 mínútna tíðindalausan leik kom síðan enn einu sinni í ljós hve hættulega hægur hinn annars ágæti leikmaður Kyrgiakos er, þegar Brasilíumaðurinn Mossoró í liði Braga fékk tiltölulega einfalda sendingu inn fyrir vörn Liverpool. Kyrgiakos var allt of seinn að snúa sér og sá þann kost vænstan að klippa hann niður úti við vítateigshorn. Hræðilega klaufalegt og engin leið fyrir dómarann að dæma annað en víti. Landi Mossoró, Alan Silva, tók vítið og skoraði með föstu skoti fram hjá Reina sem skutlaði sér í rétt horn, en náði ekki til knattarins. Staðan orðin 1-0 í fyrir heimamenn.
Eftir markið voru leikmenn Braga enn þéttari til baka og okkar menn náðu ekki að opna vörnina allan hálfleikinn. Það var helst að einhver ógn kæmi frá Glen Johnson og Joe Cole vinstra megin, en það var ekkert sem orð er á gerandi.
Eftir rúmar 45 mínútur sneru leikmenn til búningsherbergjanna. Staðan 1-0 og sama sem ekkert að gerast hjá okkar mönnum.
Síðari hálfleikur fór jafn dauflega af stað og sá fyrri. Lítil sem engin hreyfing á liðinu, mikið um ónákvæmar sendingar og klaufalegar tæklingar.
Á 57. mínútu kom loks að því að Andy Carroll kæmi inn á. Hann skipti við Danann Christian Poulsen, sem hafði verið arfaslakur í leiknum eins og stundum áður.
Það er óhætt að segja að Carroll hafi hleypt lífi í leikinn því allt í einu kviknaði smá neisti hjá okkar mönnum. Hann barðist vel fram á við og var hrikalega duglegur að vinna boltann og koma honum á samherja sína. Gríðarlega sterkur leikmaður sem tekur mikið til sín. Það verður gaman að fylgjast með honum þegar hann verður kominn á fullt skrið.
Á 63. mínútu hefði alveg verið hægt að dæma vítaspyrnu á heimamenn þegar Joe Cole féll í teignum. Við fyrstu sýn virtist ekki vera um mikla snertingu að ræða, en þegar betur var að gáð í endursýningu sást glögglega að Cole féll eftir viðskipti við varnarmann heimamanna. Ekki kannski hreint og klárt víti, en það hefði vel mátt dæma það. Belgíski dómarinn var þó ekki í stuði fyrir neinar gjafir í kvöld og lét leikinn halda áfram.
Það sem eftir lifði leiks hélt Liverpool áfram að sækja án þess þó að skapa sér veruleg færi, enda var ekki mikill hraði eða kraftur í sóknarleik liðsins. Eina ógnunin varð til í kringum Andy Carroll, en hann fékk ekki nægilega aðstoð fram á við.
Niðurstaðan í Portúgal 1-0 fyrir heimamenn í afskaplega bragðdaufum leik.
Liverpool: Reina, Carragher, Johnson, Skrtel, Kyrgiakos, Lucas, Poulsen (Carroll 57. mín.), Spearing, Cole, Meireles, Kuyt. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Pacheco, Wilson, Ngog, Maxi, Flanagan.
Gult spjald: Christian Poulsen
SC Braga: Artur, Garcia, Kaká, Rodriguez, Silvio, Salina, Viana, Alan, César (Barbosa 94. mín.), Mossoró (Paulão 69. mín.), Lima (Meyong 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Cristiano, Dani, Anibal, Peterson
Mark Braga: Alan Silva 18. mín úr víti.
Gult spjald: Kaká
Áhorfendur á Estádio Municipal de Braga: 12,991
Maður leiksins: Andy Carroll fær nafnbótina maður leiksins þrátt fyrir að hann hafi aðeins spilað rúman hálftíma í kvöld. Það var fyrst eftir að hann kom inn á sem eitthvað smá líf færðist í leik okkar manna.
Kenny Dalglish: Við spiluðum illa í kvöld. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Það má segja að við höfum verið heppnir að tapa einungis 1-0, en það má líka segja að við höfum verið óheppnir að fá ekki víti sjálfir. Við vorum slakir. Það var ekki fyrr en Carroll kom inn á að eitthvað fór að gerast. Ég veit ekki hvort þetta voru slæm úrslit eða viðunandi. Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir seinni leikinn. En það er alveg ljóst að ef við spilum þann leik eins og leikinn í kvöld eigum við enga möguleika.
Fróðleikur.
- Fyrir leikinn í kvöld hafði SC Braga unnið síðustu þrjá heimaleiki sína í Evrópukeppnum, alla með markatölunni 2-0. Gegn Arsenal, FK Partizan og Lech Poznan.
-Þetta var 17. leikur Liverpool gegn liðum frá Portúgal. Átta þessara leikja hafa unnist, fimm tapast og fjórir endað með jafntefli.
-Þetta var fyrsti tapleikur Liverpool í Evrópukeppni síðan í apríl á síðasta ári þegar Atletico Madrid lagði okkar menn 1-0 á Vincente Calderón leikvanginum í Madrid. Síðan þá hafði liðið leikið 13 leiki í Evrópukeppnum án þess að tapa.
-Þrátt fyrir ágætt gengi gegn portúgölskum liðum í gegnum tíðina hefur Liverpool ekki riðið feitum hesti frá heimsóknum sínum til Portúgal að undanförnu, en okkar menn hafa ekki sigrað leik í Portúgal síðan liðið lagði Benfica 4-1 í 8 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa, sem þá hét, árið 1984.
-Þess má geta að síðar sama ár náði Benfica að leggja okkar menn 1-0 á heimavelli sínum. Sá leikur var seinni leikur í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Það markverðasta í sögulegu samhengi við þann leik er að á 45. mínútu leiksins fékk Kenny Dalglish að líta sitt fyrsta og eina rauða spjald á ferlinum, fyrir viðskipti sín við bakvörð Portúgalanna. Tapið kom reyndar ekki að sök þar sem Liverpool sigraði fyrri leikinn 3-1 á Anfield.
-Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv
-Hér er viðtal við Kenny Dalglish
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan