| Sf. Gutt
TIL BAKA
Evrópuvegferðin á enda!
Langri og strangri Evrópuvegferð Liverpool, sem hófst í júlí á síðasta ári, lauk á Anfield Road í kvöld. Liverpool náði ekki að hafa betur gegn Braga og féll úr leik eftir markalaust jafntefli.
Fyrir leik var þögn í eina mínútu til að minnast þeirra sem fórust í jarðskjálftanum í Japan síðasta föstudag. Leikurinn hófst fjörlega og bæði lið voru í sóknarhug. Liðin voru búin að reyna sig þegar Liverpool náði hörkusókn á 8. mínútu. Andy Carroll kom boltanum á Joe Cole. Hann náði góðu skot en Artur varði. Hann hélt ekki boltanum sem fór út á Andy en skot hans fór í varnarmann og framhjá. Leikmenn Liverpool vildu fá víti vegna hendi eftir skotið en ekkert var dæmt. Eftir hornið skallaði Andy rétt framhjá.
Seinna í hállfeiknum hefði Braga getað fengið víti þegar skot eins þeirra fór í hendina á Martin Skrtel og framhjá. Eins höfðu leikmenn Liverpool tvívegis til viðbótar áhuga á vítum eftir að Lucas Leiva og Andy var hrint. Það merkilega var að dæmd var aukaspyrna á Andy í því tilviki en sannleikurinn var sá að varnarmaður hrinti honum á annan varnarmann og því var krafan um víti ekkert út í loftið. Risinn var mjög atkvæðamikill framan af leik og líklegur til að skora. Liverpool réði gangi mála fram að leikhléi en opin færi sköpuðust ekki og gestirnir voru óhræddir við að sækja þegar færi gafst. Ekkert mark var komið þegar hálfleikur gekk í garð.
Svipuð þróun var í síðari hálfleik og þeim fyrri. Liverpool reyndi að sækja og Braga varðist vel. Reyndar voru sóknir Liverpool ekki kraftmiklar og sjaldan veruleg hætta á ferðum. Á 58. mínútu fékk Liverpool reyndar upplagt færi. Góður samleikur endaði með því að Dirk Kuyt fékk boltann út til vinstri. Hann sendi góða sendingu fyrir en Raul Meireles átti algjörlega misheppnaðan skalla, úr miðjum teig, sem fór víðsfjarri. Þar hefði verið gott að hafa Andy á svæðinu en skallafærið var mjög gott sem fyrr segir. Á 61. mínútu slapp Liverpool vel þegar Alan fékk boltann óvænt inn á vítateiginn en hann skaut slöku skoti, einn gegn Jose Reina, framhjá. Um tíu mínútum seinna fékk Braga aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Hugo Viana skaut föstu skoti en Jose varði af öryggi.
Sókn Liverpool þyngdist skiljanlega eftir því sem leið að leikslokum og áhorfendur hvöttu sína menn til dáða. Þegar fimm mínútur voru eftir leit loksins út fyrir mark. Eftir hornspyrnu frá vinstri náði Andy góðum skalla sem stefndi hugsanlega í markið en boltinn fór því miður í Dirk Kuyt á leiðinni og Braga slapp með skrekkinn! Upp úr þessu færi fékk Jamie Carragher boltann fyrir utan vítateig og sendi inn á teiginn. Sendingin fór á Martin sem fékk boltann í upplögðu færi en Artur henti sér út á móti Slóvakanum og varði hetjulega.
Í meiðslatíma sendi Raul aukaspyrnu inn á vítateiginn en varamaðurinn David Ngog náði ekki að skalla að marki þar sem hann var vel staðsettur í vítateignum. Aftur hefði Andy þurft að fá boltann í því tilviki! Allt fjaraði út og ekki þarf að velta Evrópuleikjum meira fyrir sér það sem eftir er þessarar leiktíðar. Það verður mjög erfitt að tryggja sæti í Evrópukeppni fyrir næsta keppnistímabil en ekki dugir að leggja árar í bát!
Liverpool: Reina, Johnson, Wilson, Carragher, Skrtel, Meireles, Cole (Ngog 75. mín.), Rodriguez (Spearing 76. mín.), Leiva, Kuyt og Carroll. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Kyrgiakos, Flanagan, Poulsen og Pacheco.
Gul spjöld: Andy Carroll, Martin Skrtel og Raul Mareiles.
Braga: Artur, Alberto Rodriguez, Paulao, Garcia, Silvio, Leandro Salino (Mossoro 89. mín.), Viana, Vandinho (Kaka 73. mín.), Cesar, Lima (Meyong 84. mín.) og Alan. Ónotaðir varamenn: Cristiano, Dani, Peterson og Barbosa.
Gul spjöld: Junior Paulao, og Vandinho.
Áhorfendur á Anfield Road: 37.494.
Maður leiksins: Andy Carroll. Risinn barðist vel í framlínunni þó ekki næði hann að skora að þessu sinni. Varnarmenn Braga áttu í mestu vandræðum með hann og framganga hans lofar góðu.
Kenny Dalglish: Eina markið sem skorað var í leikjunum kom úr vítaspyrnu og það segir kannski sína sögu um hvað lítið skildi á milli liðanna. Það þarf ekki endilega að láta markmanninn hafa mikið að gera ef hægt er að skora en okkur tókst það ekki. Það þarf að vera mikil hugmyndaauðgi eða heppni fyrir hendi ef hægt á að vera að brjóta vel skipulagt lið á bak aftur.
Fróðleikur
- Jose Reina lék sinn 300. leik með Liverpool.
- Liverpool féll úr leik án þess að skora eitt einasta mark í tveimur leikjum gegn Braga.
- Þetta var fimmta heimsókn Braga til Englands án þess að vinna.
- Liverpool skoraði aðeins eitt mark í fjórum síðustu Evrópuleikjum sínum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér má sjá myndskeið af því þegar þeirra sem fórust í Japan var minnst á Anfield í gærkvöldi.
Fyrir leik var þögn í eina mínútu til að minnast þeirra sem fórust í jarðskjálftanum í Japan síðasta föstudag. Leikurinn hófst fjörlega og bæði lið voru í sóknarhug. Liðin voru búin að reyna sig þegar Liverpool náði hörkusókn á 8. mínútu. Andy Carroll kom boltanum á Joe Cole. Hann náði góðu skot en Artur varði. Hann hélt ekki boltanum sem fór út á Andy en skot hans fór í varnarmann og framhjá. Leikmenn Liverpool vildu fá víti vegna hendi eftir skotið en ekkert var dæmt. Eftir hornið skallaði Andy rétt framhjá.
Seinna í hállfeiknum hefði Braga getað fengið víti þegar skot eins þeirra fór í hendina á Martin Skrtel og framhjá. Eins höfðu leikmenn Liverpool tvívegis til viðbótar áhuga á vítum eftir að Lucas Leiva og Andy var hrint. Það merkilega var að dæmd var aukaspyrna á Andy í því tilviki en sannleikurinn var sá að varnarmaður hrinti honum á annan varnarmann og því var krafan um víti ekkert út í loftið. Risinn var mjög atkvæðamikill framan af leik og líklegur til að skora. Liverpool réði gangi mála fram að leikhléi en opin færi sköpuðust ekki og gestirnir voru óhræddir við að sækja þegar færi gafst. Ekkert mark var komið þegar hálfleikur gekk í garð.
Svipuð þróun var í síðari hálfleik og þeim fyrri. Liverpool reyndi að sækja og Braga varðist vel. Reyndar voru sóknir Liverpool ekki kraftmiklar og sjaldan veruleg hætta á ferðum. Á 58. mínútu fékk Liverpool reyndar upplagt færi. Góður samleikur endaði með því að Dirk Kuyt fékk boltann út til vinstri. Hann sendi góða sendingu fyrir en Raul Meireles átti algjörlega misheppnaðan skalla, úr miðjum teig, sem fór víðsfjarri. Þar hefði verið gott að hafa Andy á svæðinu en skallafærið var mjög gott sem fyrr segir. Á 61. mínútu slapp Liverpool vel þegar Alan fékk boltann óvænt inn á vítateiginn en hann skaut slöku skoti, einn gegn Jose Reina, framhjá. Um tíu mínútum seinna fékk Braga aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Hugo Viana skaut föstu skoti en Jose varði af öryggi.
Sókn Liverpool þyngdist skiljanlega eftir því sem leið að leikslokum og áhorfendur hvöttu sína menn til dáða. Þegar fimm mínútur voru eftir leit loksins út fyrir mark. Eftir hornspyrnu frá vinstri náði Andy góðum skalla sem stefndi hugsanlega í markið en boltinn fór því miður í Dirk Kuyt á leiðinni og Braga slapp með skrekkinn! Upp úr þessu færi fékk Jamie Carragher boltann fyrir utan vítateig og sendi inn á teiginn. Sendingin fór á Martin sem fékk boltann í upplögðu færi en Artur henti sér út á móti Slóvakanum og varði hetjulega.
Í meiðslatíma sendi Raul aukaspyrnu inn á vítateiginn en varamaðurinn David Ngog náði ekki að skalla að marki þar sem hann var vel staðsettur í vítateignum. Aftur hefði Andy þurft að fá boltann í því tilviki! Allt fjaraði út og ekki þarf að velta Evrópuleikjum meira fyrir sér það sem eftir er þessarar leiktíðar. Það verður mjög erfitt að tryggja sæti í Evrópukeppni fyrir næsta keppnistímabil en ekki dugir að leggja árar í bát!
Liverpool: Reina, Johnson, Wilson, Carragher, Skrtel, Meireles, Cole (Ngog 75. mín.), Rodriguez (Spearing 76. mín.), Leiva, Kuyt og Carroll. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Kyrgiakos, Flanagan, Poulsen og Pacheco.
Gul spjöld: Andy Carroll, Martin Skrtel og Raul Mareiles.
Braga: Artur, Alberto Rodriguez, Paulao, Garcia, Silvio, Leandro Salino (Mossoro 89. mín.), Viana, Vandinho (Kaka 73. mín.), Cesar, Lima (Meyong 84. mín.) og Alan. Ónotaðir varamenn: Cristiano, Dani, Peterson og Barbosa.
Gul spjöld: Junior Paulao, og Vandinho.
Áhorfendur á Anfield Road: 37.494.
Maður leiksins: Andy Carroll. Risinn barðist vel í framlínunni þó ekki næði hann að skora að þessu sinni. Varnarmenn Braga áttu í mestu vandræðum með hann og framganga hans lofar góðu.
Kenny Dalglish: Eina markið sem skorað var í leikjunum kom úr vítaspyrnu og það segir kannski sína sögu um hvað lítið skildi á milli liðanna. Það þarf ekki endilega að láta markmanninn hafa mikið að gera ef hægt er að skora en okkur tókst það ekki. Það þarf að vera mikil hugmyndaauðgi eða heppni fyrir hendi ef hægt á að vera að brjóta vel skipulagt lið á bak aftur.
Fróðleikur
- Jose Reina lék sinn 300. leik með Liverpool.
- Liverpool féll úr leik án þess að skora eitt einasta mark í tveimur leikjum gegn Braga.
- Þetta var fimmta heimsókn Braga til Englands án þess að vinna.
- Liverpool skoraði aðeins eitt mark í fjórum síðustu Evrópuleikjum sínum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Hér má sjá myndskeið af því þegar þeirra sem fórust í Japan var minnst á Anfield í gærkvöldi.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan