| Sf. Gutt

Berjumst áfram!

Jose Reina segir að leikmenn Liverpool verði að rífa sig upp eftir brottfallið úr Evrópudeildinni og komast eins hátt í deildinni og mögulegt er.

,,Knattspyrrnan er svona og við verðum að rífa okkur upp. Það skiptir ekki öllu hvernig maður dettur úr leik. Aðalatriðið er hvernig menn bregðast við því að detta út. Við erum Liverpool og við verðum að sýna viðbrögð. Við höfum verið betri síðustu mánuðina og það er jákvætt. Ef litið er á heildarmyndina sést að við erum að styrkjast."

,,Við erum vonsviknir og gerum okkur grein fyrir að við erum búnir að missa af bikar sem hægt hefði verið að vinna. Nú verðum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að komast eins hátt í deildinni og mögulegt er. Þetta er erfitt og alls ekki gaman en það eru enn tveir mánuðir eftir af leiktíðinni og við verðum að berjast áfram."

Jose Reina lék sinn 300. leik gegn Braga og gerði sitt til að koma Liverpool áfram með því að halda marki sínu hreinu. Það dugði þó ekki því félagar hans náðu ekki að skora eitt einasta mark.
 
Liverpool leikur sinn næsta leik á sunnudaginn þegar liðið tekur hús á Sunderland. Þá kemur í ljós hver viðbrögð leikmanna Liverpool verður við brottfallinu úr Evrópudeildinni. Vonandi verða þau kröftug og karlmannleg!





TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan